24.9.2008 | 16:44
Tannlækningar - Olíufélag og námshross................
Í morgun gerðist ég svo djarfur að fara til tannlæknis (svona eins og ríku mennirnir gera mánaðarlega) og láta gera við aðra tönnina í mér. Það var vont og kostaði fimm stafa tölu.
Skrái þetta hérna bara til minnis fyrir mig, ef ég skyldi lesa þetta eftir fimm ár þegar hin tönnin bilar.
Þarf líklega að fara í hausþrýstingsprófun, vegna þess að námsefnið festist ekki þarna inni. Það hlýtur að leka einhverstaðar án þess að ég taki eftir því.
Ef ég færi í bað þá ættu að sjást loftbólur, en ég nota bara sturtu.
Annars vil ég eitt ríkisrekið olíufélag........
23.9.2008 | 14:09
Kompás - Réttarböll - Ofbeldi gegn konum og fiðrildaáhrif.
Mér er skapi næst að vera algjörlega mótfallin ofbeldi eftir Kompásþáttinn í gærkvöldi.
Nema á réttarböllum, þar sem fjallþunginn ræður ríkjum. Eða var það fallþunginn? Allavega hef ég hitt fjallkonu á réttarballi. Þær eru sko ekki bara á röltinu á sautjánda júní.
Vinkona mín sendi mér í pósti á pnr: 300 2.h til hægri, link á Unifem á Íslandi þar sem hægt er að skrá sig gegn ofbeldi á konum, og er mér það sönn ánægja að setja þann tengil hérna til vinstri á síðuna.
Koma svo og vera með..................
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.9.2008 | 15:00
Þó við höfum ekki þekkst nema í tvær vikur...........
ákvað ég að taka hana með í rúmið í gærkvöldi. Hún ofan á og ég undir. Það fór vel á með okkur í fyrstu, en eftir c.a hálftíma fór ég að finna til verulegrar þreytu í handleggjunum. Hún var svo þung að ómögulegt var að nota þessa stellingu.
Gat ekki staðist freistinguna á að kíkja í kaflann um femínisma sem er næst síðasti kaflinn í bókinni. Þar var ótrúlega lítið, aðeins fimm stuttar málsgreinar.
Það litla sem fjallað var um málið var í aðalatriðum það, að femínismi er pólitísk hugmyndafræði. Allir eiga að vera jafnir og góðir við hvorn annan.
En merkilegt nokk, þessi hugmyndafræði á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1642, og þá má kannski spyrja, af hverju erum við ekki komin lengra í þessu dæmi en raunin er?
Hef fullan hug á að kynna mér þessi fræði nánar.
Ég skellti félagsfræðinni á vigtina að gamni mínu í morgun, hún vó eitt þúsund grömm.
Fer einn í bælið í kvöld.........................
21.9.2008 | 09:12
Erfið lífsreynsla ungrar stúlku............
er hún þurfti að verða vitni að því þegar nákominn ættingi hennar veiktist skyndilega og kalla verð til sjúkrabíl. Pabbinn var ekki á staðnum en kom um hæl, sótti stelpuna sína og saman fóru þau heim til hans.
Það tók hana langan tíma, langt fram yfir háttatíma, að tjá sig út um málið. En að lokum sofnaði hún og svaf vært í nótt.
Samt á þetta líklega eftir að poppa upp aftur hjá henni og þá þarf að ræða málið upp á nýtt og reyna að útskýra ýmislegt sem svona ung stúlka skilur ekki alveg í fyrstu atrennu.
Pabbinn hafði ætlað að skreppa í bæjarrölt til borgarinnar en var hættur við förina, af einhverri óútskýranlegri tregðu þegar kallið kom.
Núna er Mikki Refur á skjánum og til þess að sjá hann betur er ágætt að hafa höfuðljós:
"og líka til að sjá þig betur, pabbi "
Annars erum við bara þokkaleg hérna þó örli á morgunþreytu, og ættinginn að ná sér.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.9.2008 | 09:54
Lögreglustjórinn hættir - Spyrjandi Björns Bjarnasonar vinsamlega kannaðu málið sjálfur............
Björn getur ekki svarað því sjálfur hvort það sé óvenjulegt að staða Lögreglustjóra sé auglýst laus til umsóknar.
Mér hefur fundist þetta mál svolítið skrítið frá upphafi.
Jóhann var lækkaður í tign um árið og fór þá fram á starfslokasamning, en sagði ekki upp. Hux............segir það sig ekki sjálft að maður er að hætta í starfi við slíkan gjörning og á þá ekki að segja skriflega upp um leið? Hvað er öðruvísi hér en t.d í Kassagerðinni?
Um daginn ruslaði hann til í "flóttamannabúðunum" á suðurnesjum, sem hefur greinilega ekki dugað til þess að ná fyrri tign.
Neibb, hann verður settur af í apríl.
Svona svona, upp með húmorinn....................
![]() |
Skipt um lögreglustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2008 | 15:20
Karlmenn dansa ekki.............
og mér telst til eftir langa innhverfa íhugun að ég hafi dansað þrjá dansa um ævina.
Það getur verið að mig mismynni eitthvað en í þessum töluðu orðum er ég að dansa þann fjórða.
Það er nefnilega rigning og í rigningunni dönsum við.
Á mínum unglingsárum, svona tuttugu og eitthvað var vinsælt að bjóða sætustu sjáanlegu stelpunni í dans og segja svo um leið og maður sneri sér að Volkanu:
"Dansaðu þá".
Man eftir einu skipti sem stúlkan fór að gráta.
Me, ekki stoltur.
Láttu þig hverfa þarna herfa................
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2008 | 14:18
Jiiiii minn eini hvað bloggið getur truflað mann.............
Í gærkvöldi settist ég inn í kompu eins langt frá tölvunni og hægt var, með hrúgu af námsbókum hjá hinni tölvunni.
Markmiðið var skýrt og viljinn einbeittur, að skila verkefni í félagsfræði.
Gjóaði augunum annað slagið fram í stofu á kvikindið sem sýndi engi merki hreyfingar eða skilaboða, bloggið gapti á móti mér.
Þoli ekki skjáhvíla.
Eftir klukkutíma hætti ég og stóð upp, þá búinn að mála eitt acryl-málverk. Mér heyrðist Snorra Edda hósta pínu, en það gat svo sem hafa verið sæta nágrannakonan mín.
Stofutölvuferlíkið hafði sigrað þessa lotu.
Hvað ungur nemur gamall lemur.
Í annarri lotu skal hún sigruð á Yppon....17.9.2008 | 14:37
Nýtt lyf við leiðinlegum bloggurum...................
notist eftir þörfum og helst í óhófi.
Kvöldganga í myrkri, roki og rigningu. Helst á fáförnum kindatroðningi og ef þú mætir manneskju sem þú vilt dyljast fyrir, þá gerðu þig kindarlegan svo þú fallir inn í umhverfið.
Mjög gott við rasisma, trúarofstæki, öfund, athyglissýki og náttúruleysi.
Ekki er æskilegt að fleiri en einn keppandi taki þá í senn.
Best er að vera óklæddur á göngunni.
Eftir göngu skal skrá niður líðan, og fá sér kakó.
Farinn í göngur.......................
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.9.2008 | 15:21
Þegar Ellý Ármanns les fyrir mig.....................
fréttirnar á daginn, líður mér vel. Hún hefur undurþýða, svolítið barnalega en samt skýra rödd, og skilar lestrinum ákaflega vel frá sér.
En eitt læt ég samt fara í pirrurnar á mér (hvar sem þær eru nú). Hún segir alltaf í lokin:
" Minnum á Vísir púnktur is "
Ætti hún ekki að segja: " Minnum á Vísi púnktur is"?
Jæja þá er það frá.
Er viss um að hún svarar mér þessu í eigin persónu hér á bloggi allra landsmanna. Not?
Minnum á fellibyl og hryðjuregn í kvöld og nótt...................
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.9.2008 | 21:19
Þrátt fyrir að hafa lofað ykkur..............
nei, ekki ykkur hér á blogginu, heldur ykkur hinum, að hætta að blogga þegar búið var að fletta mér 100 þúsund sinnum þá get ég samt ekki hætt.
En skil ekki að þið skuluð nenna þessu gormarnir ykkar. Takk samt.
Ét núna Kókópffs með rjóma.
Farinn að horfa á uppáhalds þáttinn minn um Önnu Phil löggukonu.
Þessi færsla flokkast auðvitað undir bækur...........
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)