15.9.2008 | 14:51
Borðaðu þig granna/n...............
Þegar hér er komið sögu, hef ég ekki græna glóru um hvað málið snýst.
Er kannski meiri séns á að borða sig spikfeita/n í borg óttans heldur en í sveitinni
Það þarf ekki að kenna mér svona át. Hef nefnilega étið mig grannan daglega frá 12 ára aldri, með kokkteilsósu og öllu tilbehör.
Á Skessuhorni púnktur is, má sjá þessa auglýsingu.
Annars bara saddur fitt og fínn...........
Ps: Sá eða sú sem veltir mér yfir 100.000 heimsóknamúrinn fær örugglega blóm og kransa...........
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.9.2008 | 08:48
Einkablogg - Þetta er ekki við hæfi.............
er svolítið stórt þema í Öskubusku ævintýrinu.
Þegar fóstran "vonda" sagði að það væri til dæmis ekki við hæfi að hafa gluggatjöldin dregin frá hjá prinsessum, tók skottan mín á rás inn í herbergi, dró gluggatjöldin fyrir og tautaði: "Þetta er ekki við hæfi"
Stelpan mín stóra, hefur nú flutt að heiman frá mömmu gömlu og hafið búskap með sínum ektakærasta honum Dodda. Pabbinn ern nú pínu stressaður yfir þessu brölti, en veit samt innst inni að hún stendur sig.
Til hamingju snúllurnar mínar.
Myndin sýnir Jóhönnu Lind og hundinn Pjakk.
Meira seinna héðan af vesturvígstöðvunum....
13.9.2008 | 15:42
Væmnisblogg - Rok og tilvonandi rigning............
ásamt verulegum knúsköstum í kvöld og fyrramálið, það er málið.
Byrjum á brúnni skúffuköku á eftir, kjúklingur í kvöldmatinn og svo popp með ískaldri mjólk í kvöld með einhverri góðri mynd.
Búinn að skúra, skrúbba og bóna allt hátt og lágt, sjáandi með nýjum gleraugum sem alveg er vert að skrifa um seinna.
Sakna allra hinna unganna minna.................
13.9.2008 | 10:05
Ásgeir Davíðsson, eigandi Goldfinger..............
í hæstu hæðum. En hann getur loksins komið sterkur inn í kultúrinn í Kópavogi, þar sem er svo gott að búa.
Eða er það ekki annars?
Vér klámhundar stöndum nú saman og byggjum landið Út og Suður með hinum yndislegu innfluttu strippurum, sem streyma nú til landsins af fúsum og frjálsum vilja auðvitað, til þess að nema í háskólum vorum og striplast í aukavinnu á kvöldin.
Gaman gaman.
Það er rigning............
![]() |
Goldfinger má bjóða upp á nektardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2008 | 08:33
Dæmum Ljósmæður og helst í steininn með þær......
eða hvað?
Ég tók tvo litla rauða galla upp úr þvotta-pokanum frá fæðingardeildinni í gær. Skyldu þær mæður hafa fætt á laun einhverstaðar niðri í kjallara?
Auðvitað er auðvelt að að blanda tilfinningum inn í þessa kjaradeilu.
En tveir og hálfur hundraðþúsundkall fyrir þetta starf er háðung.
Myndbandið við þessa færslu gerði Lára Hanna bloggvinkona .......... hver annar?
![]() |
Enda erum við hörkutól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2008 | 21:31
Hún miðaði á ennið á mér og öskraði: " Upp með hendur ".........
Jæja, hugsaði ég. Endar þetta þá svona? En af hverju? Hvað hef ég gert til að eiga þetta skilið? Ég gerði góðverk í fyrradag. Eða var það á sunnudaginn?
" Þetta er Ablativus temporismensurae qualitatis." sagði hún. (held ég)
" Er það hættulegt? "
" Nei " urraði hún hressilega, milli samanbitinna tannanna.
Hún var smávaxin, eiginlega svo lítil að hún stækkaði ekkert þegar hún skaust eldsnöggt upp úr stólnum, út í horn á herberginu, greip tækið og stóð fyrir framan mig miðandi á ennið á mér. Höfuð hennar var í beinni sjónlínu við mitt, og ég sat.
"Lokaðu augunum, ég ætla að frysta hann".
Ég lokaði augunum og baðst fyrir í hljóði. Hún tók í gikkinn og ég fraus.... meina bletturinn.
" Komdu svo eftir mánuð og þá skoða ég þig".
" Þetta eru áttaþúsund sjöhundruð og fimmtíu".
Núna er ég með rautt horn á enninu og fer ekki í Einarsbúð næstu dægrin, en er að þiðna upp.
Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með sögunni, þá var þetta húðsjúkdómalæknirinn minn að greina rauðan blett á enni mínu.
Afsakið meðan ég læt mér líða illa..................
9.9.2008 | 20:29
Kastljós í heimsókn á Höfðabrautina - Uppfærsla á myndbandi
En þar er nú komin ný fjölskylda sem Himnaríkisfrúin Gurrí mun halda utan um fyrsta árið þeirra á Íslandi.
Frábært að sjá fjölskylduna komna til síns heima, í íbúðina þar sem þeim líður vonandi vel. Strákarnir byrjaðir að leika sér að leikföngunum, en litla dúllan (jafn gömul minni), sefur bara endalaust, enda kannski ekki skrítið eftir allt þetta ferðalag og umstang.
Allt í lagi að hafa smá húmor í þessu líka.
Skutla hérna inn myndbandi sem ég fékk sent frá Láru Hönnu bloggvinkonu. Og hún er nú ekki í vandræðum með að klippa sundur og saman myndböndin, eins og sjá má á hennar frábæru síðu.
Verð að viðurkenna að þegar ég hitti Himnaríkisfrúnna, fannst mér eins og hún gæti sprungið í loft upp þá og þegar af spenningi yfir komu fjölskyldunnar sinnar frá Írak.
Annars bara þokkalegur og á að mæta í saumsprettingu á enni í fyrramálið og þá verður tekin ákvörðun um það hvort ég er með holdsveiki eða einhvern annan banvænan sjúkdóm, á enninu.
Ef myndin prentast vel má sjá ungan mann skjótast á milli herbergja...........
Vinir og fjölskylda | Breytt 10.9.2008 kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.9.2008 | 20:11
Haustið að skríða í hlaðið..........
en oft er gott og fallegt veður í september. Að vera inni í Þórsmörk þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta, er bara tær snilld.
Flóttafólkið frá Al Walleed flóttamannabúðunum í Írak kemur á Skagann í nótt og fær góðar móttökur hjá þeim sem ætla að standa við hlið þeirra næsta árið. Hef orðið vitni að miklu og góðu starfi Skagamanna í því sambandi.
Akranes undir regnboganum, út um gluggann minn.......
7.9.2008 | 18:51
Bangsaþvottur - Breytt fyrirsögn að beiðni lesanda..........
Nú eru öll dýrin komin úr þvotti og þurrkun. Sumum þarf kannski að greiða pínu, en öll eiga þau það sameiginlegt að bíða eftir nýju eigendunum sínum sem koma til Akraness aðfararnótt þriðjudags.
Ekki var mikið um afföll miðað við átökin sem þau lentu í, þó ég hafi valið þvottakerfi fyrir viðkvæma, prg. #27.
Finn smá hjartaflökt yfir því að geta gefið örlítið af mér, þó það sé ekki nema brotabrot af því sem aðrir hafa gert hér á Skaganum. Ég fékk að sjá íbúðina þar sem fjöldskylda Gurríar verður og hún er bara tilbúinn, með innbúi og alles, takk fyrir. Hörku nagli þessi Gurrí.
Eydísin mín fékk að leika sér smá stund að allri hrúgunni og átti svolítið bágt um tíma þegar pabbinn sagði henni að hún mætti ekki eiga leikföngin.
Hún sýndi þessu samt merkilega mikinn skilning, eftir að ég sagði henni ágrip af sögu barnanna. Eins og til dæmis einn drengurinn sem hafði misst pabba sinn í sprengingu, og slasast sjálfur.
"Á hann þá engan pabba?"
"Nei, en hann á mömmu sem kemur með honum til Akraness"
Löng þögn og hugs. Lítur lokins upp, ljómandi í framan:
"Þú ert pabbi minn!"
Hjartað tók kipp, í annað skiptið í dag..................
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.9.2008 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2008 | 13:28
Lagst undir hnífinn – Minnisblað - Ekki fyrir viðkvæma.........
Ég mætti á húðsjúkdómagreiningarstöðina á slaginu tíu í morgun og var vísað í sæti á mjög löngum gangi með mörgum hurðum.
Maður klæddur í grænan jakka kom út um einar dyrnar raulandi lag (Abba held ég) og gekk hröðum, háværum klossaskrefum framhjá án þessa að sýna mér nokkur merki samúðar.
Ég þreif blað af borðinu og sökkti mér ofan í myndir af frægum bringuhárum og berum brjóstum, held að blaðið heiti Séð og Heyrt árgerð 1970 og eitthvað.
Heyrði nafnið mitt hvíslað, leit upp og sá einhverja þúst innst í ganginum. Hvíslið hlaut að koma þaðan. Ég stóð upp og gekk að þústinni, sem reyndist vera mjög vinaleg kona sem bauð mér inn í herbergi þar sem ég mátti gjöra svo vel að setjast.
Hún bauð mér að segja sér hvað amaði að mér, eins og það væri nú ekki augljóst.
Tveir kostir í stöðunni, sagði hún eftir að hafa skoðað blettinn minn. Að koma seinna og láta taka sýni eða gera það núna. En þá þarf að skera í ennið, sauma og setja plástur. Ég hugsaði mig um í smá stund áður en ég ákvað að leggjast bara strax undir hnífinn og taka afleiðingunum.
Á skurðarborðinu breiddi hún grænan dúk með gati yfir andlit mitt og þá fyrst fann ég hve máttvana maður gat verið gagnvart sjúkdómum. Ég velti fyrir mér hve langan tíma uppskurðurinn tæki og hvort ég kæmist heim í dag, þegar hún bauð mér að standa upp og gjöra svo vel.
Ég á að koma aftur eftir viku því hún vill taka saumana sjálf svo enginn geti kennt henni um ef það hefur myndast ör, og þá fæ ég niðurstöðu úr rannsóknum.
Ég spurði hana hvort ég þyrfti að hafa áhyggjur, og hún sagði mér að vera ekki að velta mér uppúr því, þannig að þá er ég líklega ekki með Holdsveiki eins og sumir hafa haldið fram.
Komst í heilu lagi heim og í Einarsbúð, en þar fyrir utan var rauður sportbíll og ungur maður lá á flautunni. Þegar ég kom inn í búðina mætti ég bloggvinkonu minni sem heilsaði kurteislega úr hæfilegri fjarlægð, um leið og hún horfði á ennið á mér.
En konan sú sýndi mér engin merki samúðar þó hún vissi vel að ég væri ný komin af skurðarborðinu.
Reyni að bera mig mannalega og taka einn dag í einu.............
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)