o - Hausmynd

o

Frumubreytingar í húð v/s olíuleki..............

Kúturinn minnÉg á að mæta klukkan tíu í fyrramálið og hann klukkan átta morguninn eftir.

Mig kvíðir raunverulega meira fyrir niðurstöðu úr rannsóknum á honum, heldur en mér sjálfum.

Getur verið að mér þyki vænna um hann heldur en mig grunar?

Hann er allavega ekki tuðandi yfir smámunum, hleypur ekki út undan sér, er tryggur og trúr húsbónda sínum, hlýr og notalegur, stuðlar að félagslegum tengslum húsbóndans, og hjálpar honum yfir ótrúlegustu hindranir á órannsökuðum vegleysum lífsins.

Ókey ókey, ekki alveg að missa sig hér.

Annars bara fínn fram á fimmtudag..............


Er að hugsa um að ráða mig sem aupair til Búlgaríu..........

aupair_2en þarf samt fyrst að fara í lagningu og litun, ná í tönnurnar mínar úr viðgerð og fá mér nýtt gerviauga. Held ég geti skilið hækjuna eftir heima því það er svo hlýtt þarna úti að mjöðmin lagast örugglega heilmikið.

Mér skilst að ég lendi í launaflokki Búlgarskra fræbblatínslumanna, en það verður bara að hafa það þó launin séu ekki há. Ég er að vísu ekki alveg búinn að skrifa undir samninginn, en þetta kemur allt saman.

Veit ekki hvort ég get bloggað þarna.

Eru þeir með símalínur í Búlgó?

Jiiiii hvað mig hlakkar til.

Farinn á fótboltaæfingu........................


Að gefa einhverjum nafn...........

HPIM3173getur vafist fyrir sumum. Við höfum verið að ræða nafngiftir undanfarið vegna þess að litla frænka hennar er ennþá nafnlaus, sko hún er svo ný. Þegar pabbinn segir að nú eigi að gefa litlu frænku nafn, segir hún:

"Já, og svo setur maður nafnið í munninn hennar, og ýtir því niður um hálsinn, og svo getur hún gert svona (talað) og þá kemur nafnið út um munninn, og þá heitir hún eitthvað."

Samtalinu líkur alltaf með því að pabbinn gefst upp og segir bara já já við sjáum til.

Í þessum "töluðu" orðum er Eydís Lára að gefa frænku sinni nafn og ætlar síðan að kúra hjá pabba gamla í nótt.

Munið svo að brosa framan í heiminn esskurnar................


Mitt póstfang er hundgamalt.........

main_imageog kannski þess vegna er það orðið heimsfrægt.
Er með ruslpóstsíu og þar safnast að meðaltali 25 til 30 póstar á dag, íslenskir og erlendir.
En alltaf er nú pínu gaman að sumum þeirra, eins og þessum:
Íslenskt: "Þú verður aldrei ofurbloggari" W00t
Úttlenst:"Hey, I was wondering if you wanted to chat sometime? My profile URL is xyýzþæö.com but come soonI can only be on the computer when my husbands at work. Whistling
Bara svona til að drepa tímann í Skagarokinu.
Elskum friðinn og strjúkum kviðinn..........................

Með flugbeittum hníf risti ég skurð..............

fishá stóran vöndulinn sem lá fyrir framan mig á diskinum. Ég fletti upp þykkri húðinni og framan í mig glotti gamall pínulítill Þorskur.

"Láttu mig í friði ég er í felum hérna"

Hádegismaturinn minn.

Ýsa í orlydeigi er eitthvað það flottasta sölutrix sem fóðurseljendur hafa fundið upp.

Dem it.........ég er farinn í Einarsbúð, svangur.....................


"Gerðu svo vel" getur valdið misskilningi og höfnun..............

Þrösturalla vega í mínu tilfelli áðan, þegar ég ætlaði að panta mér tíma hjá ónefndri Húðsjúkdómalæknastöð samkvæmt eindregnum tilmælum heimilislækniskonunnar minnar fyrir þrem árum.

Ég fékk nefnilega rauðan blett á ennið þarna fyrir þrem árum síðan, svona eins og fallegu konurnar í austurlöndum hafa, nema að minn blettur er rauður en þeirra brúnn, og ég finn til óþæginda í fegurðarblettinum annað slagið.

"Má bjóða þér að koma mánudaginn þrettánda október? "

"Þú meinar á þessu ári?" GetLost

"Já" svaraði hún áhugalaus.

"Heyrðu ég ætla að athuga annars staðar"

" Gerðu svo vel"W00t

Pirr:Gerðu svo vel að panta ekki tíma hjá okkur. Gerðu það plís farðu eitthvað annað með þinn blett.

Minni á að mjög líklega er ég með ólæknandi krabbamein, og á ekki langt eftir.............


Ekki alveg milljón.......

keyboarden það vantar ekki nema 5303 flettingar til að ná hundraðþúsundustu flettingunni. Vú la la hvað þið eruð mikil krútt að nenna þessu.

En ef þið fleytið mér ekki yfir hundraðþúsund múrinn fyrir jól, þá sko hætti ég bara að blogga.

 

 

Þessi færsla er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann..........


Frábær helgi án menningarnætur, Erils, gulls, Glitnisgöngu............

HPIM3184en samt með silfurslegnu hjartaskrauti.

Ikea heimsótt í gær þar sem nokkur tuskudýr og ýmsir smáhlutir sem bráðvantaði á heimilið voru keyptir gegn staðgreiðslu með silfurpeningum. Og að sjálfsögðu myndarammar, því við erum svo afskaplega myndarleg hér á þessu heimili.

Allavega 50% okkar.

Tjaldað var á miðju gólfinu og gleðin réði ríkjum.

Hver þarf svo sem gull þegar þetta er í boði............


Haft eftir Alexander Peterson á Eurosport..........

Af Akrafjalliað nú verði handboltasprengja á Íslandi.

Skrítið að lesa um pínulitla landið sitt snjóa og íss, í öllum risablöðum heimspressunar.

Eurosport:"Several Icelandic handballers successfully play for clubs outside their fire-and-ice island, home to only 300,000 people. W00t

Back home, few of their compatriots follow their games, preferring to watch football or basketball on television." GetLost 

"We get about 500 spectators per game," Iceland right back Olafur Stefanssonsaid. "It's understandable, sometimes there's bad weather and you don't want to go driving 20 minutes through the snow when you can watch TV instead."

-----------------------------------------------------------

Óli minn. Þú kemst nú þó nokkuð langt á tuttugu mínútum og ekki er snjónum fyrir að fara í henni Reykjavík, nema mesta lagi tvo til þrjá klukkutíma yfir veturinn. En þá hafa saltbílar dauðans pæklað hvert einasta snjókorn til bana.

Ok svo, allir á lappir kl 7:00 sharp á sunnudagsmorgun til að hita upp fyrir gullið........nema þið sem ætlið að elta Eril...........


Ég þarf eiginlega að segja ykkur frá því................

sunshineað það er farið að rigna hérna í sveitinni.

Afsakið framhleypnina, en stóðst bara ekki mátið. Hef nefnilega fengið nóg af þessum gula hring þarna uppi á himninum, jafn mikið nóg eins og af stólabröltinu í borg óttans.

Gæti verið að það rigndi upp í nefið á einhverjum?

 

Góðar stundir........


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband