30.9.2008 | 15:21
Þó mér líki yfirleitt ágætlega við brjóst..............
þá bara hef ég ekki brjóst í mér til þess að halda þessu áfram svona.
Mig grunaði að flettingar ykjust um c.a heilan helling við það eitt að tengja við fréttir mbl.is.
En fyrr má nú aldeilis dauðrota. Flettingar í dag hjá mér hafa slegið í eittþúsund og það finnst mér eiginlega alveg nóg, og mér finnst fingrafaralykt af skjánum mínum.
Tilraunin er afstaðin esskurnar, svo hættið þessari forvitni.
Mun blogga um brauðuppskriftir hér eftir........................
Fyrir ykkur sem vitið það ekki, þá er ég of ungur til þess að binda mig, hvernig sem á það er litið........
30.9.2008 | 08:42
Aðvitað kaupir Landsbankinn Glitni - Jón Ásgeir er leiður
Mínar Evrur eru tryggðar. Ég eignaðist þær í sumar, í fríi úti á Spáni og þær hafa ávaxtað sig vel í eldhússkúffunni minni.
Fann öngvar krónur þar.
Aðför Davíðs að Jóni Ásgeir er nefnd og Jón Ásgeir talar sjálfur um stærsta bankarán íslandssögunnar. Rugl, rugl, rugl. Ég ætla að leyfa mér að trúa Geir Haarde í þessu máli að svo komnu.
Ögmundur nýtir sér ástandið og fær alla fréttatíma fyllta með bölvuðu bullinu í sér.
Er næsta viss á því að Björgólf langar ekkert í Glitni en þarf mjög líklega að kaupa dýrðina til þess að tryggja tryggingar Stoða.
Ég er á gjalddaga á morgun...............................
![]() |
Erfiðir gjalddagar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2008 | 14:47
Það er ekki fyrr en þú ferð á dv púnktur is..............
sem alvöru umræðurnar byrja. Innan um kjaftaskrum fjármála sem allir hafa allt í einu svo agalega mikið vit á, og sáu þetta sem er að gerast í dag alveg fyrir, en bara ekki svona alvarlega, fannst ein miklu stórari frétt, um japanskar kjéllingar sem kunna ráðið við ofspiki.
Annars hlýtur einhver að renna styrkari stoðum undir Stoðir, með því að kaupa allt draslið á brunaútsölu eins og einn góðkunningi fjármálaheimsins orðaði það.
Hér er allt í gúddí, og minn bara blankur og fínn...................
![]() |
Stoðir óska eftir greiðslustöðvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2008 | 12:59
Við þurfum að fá snjó............
Búinn að fá um það bil nóg af roki og rigningu þetta haustið.
Hálendið öskrar á frost og hvíta mjöll. Sama gerum vér á þessum bæ.
Var að gramsa í geymslum áðan og stóðst ekki freistinguna og hóf tiltekt á vetrarbúnaði:
Teygjuspotti, snjógalli, vetrardekk, skófla, drullutjakkur, kaffibrúsi, nestisbox, dýna 85x200 cm, sæng, koddi, negldir ísskór, höfuðljós, veiðiriffill f. Hvítabjörn..............
Myndirnar voru teknar á Langjökli sem er víst á hverfanda hveli eins og aðrir jöklar vors lands.
Annars bara þokkalegur með blautt hár.
Elsku hjartað mitt dagurinn er í dag..................
27.9.2008 | 09:00
Leikskóli með áherslu á tónlist og heimspeki.
Maður þarf ekki að vera háskólagenginn til að nema fræðin þau.
Leikskólinn okkar, Vallarsel er þessum dásemdum gæddur.
Tilvitnun í námsstefnu leikskólans:
"Með því að leggja stund á heimspekivinnu með börnunum - nota opnar spurningar, hvetja börnin til að rannsaka málin, skoða málin frá öllum hliðum þannig að börnin átti sig á margbreytileikanum. Með spurningum heimspekivinnunnar og vangaveltum hennar eykst skilningur barnanna á sjálfum sér og öðrum. Að vinna með heimspeki vekur upp og/eða viðheldur undrun og forvitni barnanna, þannig að þau kynnast nýjum hlutum og hugmyndum.
Þar sem aðaláhersla okkar er á tónlist höfum við ákveðið að flétta heimspekina við texta á íslenskum barnalögum og fá þannig meiri dýpt í tónlistarvinnuna. Við verðum með heimspekistundir þar sem við göngum út frá textum í íslenskum barnalögum. "
Tilvitnun líkur.
Auðvitað erum við löngu vöknuð hér á þessum bæ og erum að njóta morgunstundarinnar með háværu og óeðlilega skræku tali.
Til hávaða-jöfnunar syngjum við bara nokkur ABBA lög á eftir, í eðlilegri tónhæð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2008 | 21:34
Það var kvöld eitt að hjónin höfðu lagst til hvílu fyrir nóttina að konan varð vör við að eiginmaðurinn............
snerti hana á mjög óvenjulegan hátt.
Fyrst renndi hann hendinni yfir axlirnar á henni og efrihluta baksins.
Síðan renndi hann hendinni mjög létt yfir brjóst hennar .
Þá hélt höndin varlega niður með síðunni og yfir magann og síðan niður með síðunni hinu megin niður að mitti.
Hann þuklaði síðan mjöðm hennar fyrst öðru megin og síðan hinu megin.
Hönd hans fór síðan niður eftir lærunum utanverðum.
Hönd hans strauk síðan vinstra lærið varlega að innanverðu og eins við hægra lærið.
Þegar þarna var komið var hjartsláttur konunnar orðinn örari og hún titraði aðeins og hagræddi sér í rúminu.
Þá hætti maðurinn skyndilega og sneri sér yfir á hina hliðina í rúminu.
"Af hverju ertu hættur" hvíslaði konan.
?
26.9.2008 | 15:47
Keane- Spiralling.....
Þetta lag er fast á heilanum á mér.
Losunarheimild óskast.
Djéskoti gott lag samt.........
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2008 | 12:09
Nýlegt íslenskt jórturdýr skorið í þunnar sneiðar..............
með sveppum, brúnni sósu, grænmeti og kartöflum.
Bara ágætur hádegismatur.
Annars var mér boðið í hjartaveislu á suðurlandsundirlendið, held við Atlandshafið einhverstaðar, en sorrý, of sein er, orðinn pakksaddur.
Bilun varð í vatnskerfi Himnaríkis og mikill vatnselgur steypist yfir oss, viðgerð stendur yfir.
Þetta er ljóta helvítis bullið í mér, en hvað skal mann gjöra annars................
25.9.2008 | 22:58
Elsku hjartað mitt, ég rekst ekki vel............
er óhlýðin og geri ekki eins og aðrir gera.
Vil borða svið um nótt á BSÍ.
Ekki nota gleraugu.
Féll fyrir Míu í Klovn.
Vil sigla til Cab Verde.
Borða kokopuffs með rjóma.
Pirrast á furðuheimi bloggsins.
Langar að fara í hjálparstörf til Íran.
Vil heita Yakouba.
Segi við fólk að það sé feitt (ef það er það)
Segi við konur að þær séu fallegar (ef þær eru það)
Keyri yfir Kríur.
Lakka ekki táneglurnar.
Les ekki Moggann ef hann hefur verið lesinn af öðrum.
Vil kaffi í lítinn bolla, ekki í fötu.
Líður vel í tjaldi upp á öræfum.
Dansa ekki fyrir minna en 700 EURO.
Sé í myrkri.
Verð fyrir lífsreynslu daglega.
Þið eruð öll ágæt nema þú þarna breimaköttur fyrir utan gluggann minn..................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2008 | 21:42
Þó maður sé nú pirraður út í samfélagið stöku sinnum.
Til dæmis eins og þegar Herbert Guðmundsson vill ekki borga þak nágrannans.
Björn Bjarnason óskar suðurnesjalöggum velfarnaðar í nýjum störfum.
Geir Harði segir okkur að lifa á Ánamöðkum, aþþí við eyddum of miklu í fyrra.
Árni Matt vill ekki selja bréfin sín í Sparisjóðnum.
Það er kalt úti.
Þá er bara að kíkja í myndafjársjóðinn og hér er ein af elsta barninu mínu klórandi í kletta.
Og þá, eins og hið yngsta segir alltaf þegar það fær það sem það vill:
"Nú líður mér miklu betur"................