6.10.2008 | 09:03
Kemur ekki á óvart......................
að ekki skuli vera komin yfirlýsing frá stjórnvöldum.
Drög að aðgerðaráætlun er langt komin segir Björgvin G.
Svona yfirlýsingar hafa sagt manni í gegn um tíðina, að sá sem segir settninguna hefur ekki minnstu hugmynd um hvað hann á að segja.
Langar að benda á færslu sem bloggvinkona mín Steinun Helga skrifaði í morgun, færsla sem allt í lagi er að eiga á ísskápshurðinni og nota sem "björgunarpakka" ef hinir opinberu skila sér ekki.
Good morning Iceland........................
![]() |
Fundi lauk á þriðja tímanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 17:44
Tónlist dagsins...............................
er í boði MGMT eða í lauslegri þýðingu THE MANAGEMENT.
Lagið heitir "Tími til að láta eins og fífl" held ég.
Þess vegna ætla ég að breggða undir mig betri löppinni og skunda á vit ævintýra stórborgarinnar Reykjavík.
Hér er auðvitað búið að skúra allt hátt og lágt, bæði á vinnustað og heimili.
Er að reyna að lesa Röddina eftir Arnald á kvöldin fyrir svefn, en gengur hægt. Ekki að hún sé leiðinleg, er reyndar mjög góð það sem af er, en........þú veist.
Nú ef allt fer á versta veg er hægt að láta senda sig í bankapósti til baka á mánudag................
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2008 | 10:11
Eftir allar bankaúttektirnar í gær...........
er jú alveg nauðsynlegt að skreppa í verslunarferð í hið nýja Korpuhof og ná sér í allar þær vörur sem gætu komið að notum þegar kreppan mikla skellur á og restin af bönkum landsins fellur á hliðina, eftir helgi.
Æi mig auman. Ég fór nefnilega ekki í úttektarleiðangur í Bankann í gær.
Lítill fugl kvíslaði því að mér að manni og öðrum hefði verið hent þaðan út þegar þeir reyndu að ná tali af öðrum mannskeppnum í 101 manns úttektar-biðröðinni, og hefðu jafnvel gerst svo djarfir að taka ljósmyndir inni í Bankahofinu.
Hvílík hneisa.
Drottinn minn dýri situr ennþá í Seðlabanka vorum og rótast ekki. Ætli það verði fyrr en í næstu viku einhvertíma sem hann verður borinn út og gerður að sendiherra í Vatíkaninu.
Horfi út um gluggann minn á tvær risabyggingar sem staðið hafa hálfkláraðar og yfirgefnar í nokkra mánuði.
Hafi´ði yndsilegan dag Íslendingar góðir, og þið hin jafnvel líka.
Farinn að skúra til góðs.........................
![]() |
Mikill áhugi á nýrri verslunarmiðstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 21:24
Að lifa lífinu afturábak..........
Í næsta lífi vil ég lifa lífinu afturábak.
Maður byrjar dauður, svo þá er það afstaðið.
Svo vaknar maður á elliheimili og manni líður betur með hverjum deginum. Er síðan sparkað þaðan út þar sem maður er orðin of heilbrigður, fer og nær í ellilífeyrinn og svo þegar maður byrjar að vinna þá fær maður gullúr og partý fyrsta daginn.
Svo vinnur maður í 40 ár eða þangað til maður er nógu ungur til að njóta þess að hætta.
Maður stundar næturlífið, drekkur áfengi og er í raun óútreiknanlegur á allan hátt og þá er maður orðin klár fyrir framhaldsskóla.
Fer svo í grunnskóla, breytist í ungling og leikur sér. Maður hefur engar ábyrgðir og breytist í barn þangað til maður fæðist.
Svo endar maður síðustu níu mánuðina fljótandi um í umhverfi sem einna helst minnir á SPA.
Með þægilegu hitastigi og herbergisþjónustu tengda beint við mann og plássið verður meira og meira með hverjum deginum sem líður og svo ,,,vúúúúúhaaaa þegar maður endar lífið með fullnægingu.
Þarf ég að segja meira?
Þökk þeim sem hlýddu, góðar stundir.........................
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2008 | 13:45
Ég er stofnfélagi og á hlut í fjórum sjóðum..............
sem hafa ávaxtað sig afskaplega vel. Enda var stofnað til þeirra af eins mikilli kostgæfni og kostur var á hverjum tíma. Stofnfélagar voru ekki valdir af handahófi enda mikið sóma fólk allt saman að mínu mati.
Elsti sjóðurinn er 24. ára og skilar miklum hagnaði.
Miðjusjóðirnir tveir eru einnig í góðum málum.
Yngsti sjóðurinn sem er aðeins þriggja ára, hefur líka skilað góðri ávöxtun frá stofndegi. Sá sjóður verður fjögurra ára þann 13. þessa mánaðar, og eitthvað segir mér að afmælisþema dagsins verði í bleikari kantinum.
Kæru bloggfélagar. Tilraun minni á vinsældaraukningu er lokið. Árangurinn var eins og ég bjóst við, einhver hundruð sæti upp á við. Nenni ekki meir í þeim málum.
Og nú verður líklega bara bloggað um brauða og kökugerð hér eftir.
Svo sígum við bara aftur niður á okkar stað, þar sem svo ágætt er að vera.
2.10.2008 | 10:01
Vöruskipti við útlönd eru í jafnvægi, my ass.
En það er líklega það eina sem er í jafnvægi hér á landi íss og auðna.
Allavega erum við Glitnir ekki alveg í ballans.
Glitni vantar 230 miljarða og mig nýja háfjallasokka.
Annars líður mér eins og gamalli herþyrlu, nú þegar ég tengi við frétt efitir Agnesi Bragadóttur. Mikið ósköp leggur hún mikla áherslu á að tala út í eitt um ekki neitt eins og sýndi sig í sjónvarpinu í gær, þar sem hún ætlaði nú aldeilis að hakka Sigurð Guðjónsson í sig.
En margt fer öðruvísi en áætlað er og að mínu mati kjaftaði hún rassinn úr buxunum, á meðan Sigurður beið salla rólegur nákvæmlega eftir því.
Fjögur hundruð manns þurftu á opinberri mataraðstoð að halda um þessi mánaðarmót.
![]() |
Fjárþörfin 230 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2008 | 16:06
Hvað á það að þýða að vaða hérna inn á skítugum skónum..............
og skilja ekkert eftir sig. Þó maður sé nú hálfgerð motta þá þarf ekki að misnota mann upp til agna.
Afsakið að ég skuli trufla lesturinn hérna en haldið þið að ég hafi ekkert annað við tímann að gera en að sitja hérna allan daginn og fylgjast með ykkur?
Svona, drífa sig (eða var það hrönn sig) og kjósa hérna uppi og til vinstri.
Vinstri er sú hendi sem úrið þitt á að hanga á þér.
I´ll be watching, you gormarnir ykkar. Þetta varðar þjóðaröryggi og almannaheill............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2008 | 13:56
Sameining Straums og Landsbankans er ekki á dagskrá en............
við skulum sjá til. Og sameining Landsbanka og Glitnis er ekki upp á borðinu eins og staðan er í dag hrrrrffffmmmmmp, en við skulum bara líka sjá til með það þangað til eftir hluthafa fund Glitnis.
Það er ekki langt síðan að það voru bara hreinar og skýrar línur í bankamálum Íslendinga.
Útvegsbankinn fyrir sjómenn og sjálfstæðismenn.
Búnaðarbankinn fyrir bændur og framsóknarmenn.
Landsbankinn fyrir þá sem bjuggu á malbiki og villuráfandi í pólitík.
Eigum við ekki bara að hoppa til baka, þó við þurfum kannski að bíða smá eftir bankastjóranum á meðan hann sinnti vindlinum sínum og klappaði sætavísunni.
Veit ekki, en óskaplega var maður stundum lítill í hjartanu á meðan maður beið eftir honum.
Frasi vikunnar er: Þetta var röð atvika....................
![]() |
Landsbanki sameinast ekki Straumi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2008 | 12:27
Ert þú einmana............
Ég hef verið að stússast svolítið undanfarna mánuði, í framhaldi og samhliða nokkrum tölvupóstum sem mér hafa verið sendir í sumar og nú í haust.
Þess vegna setti ég hérna á síðuna mína skoðanakönnun, sem mér þætti mikið vænt um að þú kæri lesandi tækir þátt í.
Segi svo kannski meira frá þessu seinna.
Kveðja úr sveitinni...................
1.10.2008 | 08:39
Þegar búið er að króa dýrið af úti í horni bítur það frá sér............
segir einn hluthafi Glitnis. (MBL)
Jón Ásgeir kemur fram í eigin fjölmiðli og segir Davíð Oddson leggja sig í einelti. (365)
Bankastjóri Glitnis laug að lífeyrissjóði. (dv)
Poul Ramses og Björk á djamminu. (dv)
Starfsmenn Glitnis tapa miljónum. (mbl)
Ég held að við ættum að vera róleg og anda með nefinu í nokkra daga. Þessar vangaveltur geta valdið svefnleysi og meltingartruflunum. Það er ekki fyrir venjulegan mann að skilja hvað er satt og hvað er logið í þessum "gjörningi".
Við eigum svo margt hér á Íslandi þó nokkrir bankar og fylgikvillar þeirra hverfi til Noregs.
Skítakuldi hér á Skaganum.............
![]() |
Jón Ásgeir: Sagði að þetta yrði feigðarför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)