18.10.2008 | 12:06
Þykkar sjálfstandandi lopapeysur..............
soðnar á 90° með hrossa og rollufýlu, stífar eins og þurrkað selskinn, en það er bara í minningunni.
Lopinn í dag er aðeins öðruvísi og bara virkilega þægilegt að klæðast þessum flíkum.
Uppáhalds sokkarnir okkar hér á þessum bæ eru einmitt úr ull, okkur er hlítt og erum bjartsýn eins og forsetafrúin.
Við höfum kúplað okkur að mestu út úr fréttaflóðinu og aðeins fylgst með því helsta sem fer fram á ljósvakanum. Þetta var orðið full mikið að innbyrða með öllu öðru sem þarf að gera. Kolvitlaust að gera í vinnu og svo þarf helmingur okkar mikla og óskipta athygli þessa dagana.
Ég fylgist nú samt með ykkur kæru bloggvinir, þið eruð ómissandi krútt.
Faðm til ykkar allra.................
![]() |
Dorrit bjartsýn á framtíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 18:40
Afsakið mig augnablik.............
á meðan ég trufla ykkur hérna í miðju fjárhagsbókhaldinu, en þessi stelpa er fjögurra ára í dag og þarf að komast að, því hún er orðin stór að eigin sögn.
Pabbinn gerði hlé á vinnu í gær til þess að geta verið með skottinu sínu smá stund, áður en afmælið skall á með öllum sínum þunga kl: 17:00 að staðartíma.
Hann lofaði að koma heim til hennar í kvöldkaffi og þegar þau kvöddust fyrir krakkapartíið sagði hún:
"Þú verður vinur minn í kvöld, pabbi" ..........og eins og hendi væri veifað fylltust augu kallsins af einhverjum torkennilegum saltvökva.
Afmælisgjöfin getur hlegið, hjalað, drukkið úr pela, sofið og vaknað við hávaða "hágrenjandi"
Svo var farið með 4 lítra af ís með sér í leikskólann í morgun fyrir alla krakkana þar, því það á "alltaf að skiptast á og gefa meðsér" þó einhver hafi kannski einhvertíma kastað pínu sandi í augu vor, í hita leiks.
Hafið gott kvöld öll saman nú á þessum "ögurstundum".................
12.10.2008 | 09:55
Báðir vaknaðir og virða fyrir sér Skessuhorn, í bítið.
Ekkert af viti í fréttum í augnablikinu.
Mikið djö*** var leiðinlegur þessi snobbþáttur hjá Sjónvarpinu í gær þar sem þáttastjórnandinn, stelpa í stuttu pilsi tók á móti uppgjafatöffurum síðustu aldar, flissandi eins og skólastelpa, og skeggjaðir lúðrasveitardrengir spúðu andremmu yfir blásaklausan og skítblankan lýðinn.
Þetta pirr er í boði Krumma og Þrastar ehf
Farinn að vinna gormarnir ykkar....................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.10.2008 | 19:52
Útþynntur Hafragrautur - Hópfaðm og myglað breskt togarakex...........
Á malbikuðu bílaplani fyrir framan risavaxið hús í dönsku fánalitunum stundaði fólk hópfaðmlög, kyssingar og örugglega eitthvað annað álíka dónalegt.
Ég slafraði í mig útþynntum Hafragrautnum frá síðasta mánudegi, maulaði gamalt kex og horfði öfundaraugum á allt keleríið með í augunum.
Gæti alveg þegið eitt og eitt hópfaðmlag eftir fréttirnar, en ekki svona hrikalega opinberlega samt.
Sólin var að setjast á bak við nýju Landsbankahöllina hér á Skipaskaga rétt áðan og ég var að huxa um hvað skyldi nú verða um þetta glæsilega hús, þ.e.a. segja neðstu hæðina þar sem banki allra landsmanna átti að hreiðra um sig í næsta mánuði.
Kannski verður þarna hinn sameinaði Ríkisbanki vorra Íslendinga. Hef nefnilega stundum velt því fyrir mér af hverju þurfi að vera fjórir bankar hér í þessum bæ sex þúsund sála.
Svo ef þið kæru hópfaðmarar eigið leið fram hjá Eyrarflötinni eftir myrkur, þá er hér þiggjandi knúss.
p.s: Neibb vitleysa er þetta. Ég þakka fyrir það sem ég hef, ég hef svoooooo mikið.
Róum okkur í kveldinu og lesum góða bók, undir rúmi................
8.10.2008 | 12:54
Það eru margar spurningar sem vakna þessa dagana...............
En eigum við ekki bara að halda ró okkar og taka húmorinn með í morgunmat.
Spurning ungrar stúlku til föður síns.
Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil
því víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd?
Svar föður við spurningu stúlku.
Úr ágætis efn´ ertu snídd
og kostunum bestu ertu prýdd.
En eitt máttu vita
ég vann mér til hita,
því á gamaldags hátt varstu rídd.
Ef einhverjum er misboðið hér, þá það...................
8.10.2008 | 09:04
"Íslenska ríkisstjórnin tilkynnti mér í gær, hvort sem þið trúið því eða ekki, að hún ætlaði ekki að standa við skuldbindingar sínar hér,"
Segir Gordon Brown forsætisráðherra Bretland.
Hann hótar aðgerðum.
Á maður að vera smeykur við sprengjuvélar eða kafbáta?
Hvernig ætlar hann að innheimta skuld við gjaldþrota þjóð?
Skríðum í holur og verjumst góðir Íslendingar.
Annars skil ég ekki þetta með íþróttafélögin, sem eru að sameinast, reka mann og annan, og allt á hausnum þar á bæ. Var einhver að gammbla þar með peninga þegar allt var í góðu gengi í spreðinu?
![]() |
Brown hótar aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 08:51
Það var fyrir jólin 2006...................
sem Landsbankinn setti okkur stólinn fyrir dyrnar og að okkar mati fyrir smámuni.
Það voru erfið jól.
Það var engin vafi á því að tveggja ára fjölkyldumeðlimur skynjaði að eitthvað var að.
Stór fjölskylda sundraðist þegar nýtt ár gekk í garð.
Þetta er að rifjast upp núna þegar sá sami banki hefur verið tekinn úr umferð af stjórnvöldum, með velferð fólks í fyrirrúmi.
Over and out.....................
![]() |
FME stýrir Landsbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.10.2008 | 19:30
Hver slær menn þegar þeir standa þétt saman - Yndislegir frasar dagsins.
Menn standa þétt saman (dónaskapur vond lykt)
Konur standa þétt saman. Neibb kom hvergi fram í umræðunni (hux, betri lykt)
Skuldir bankanna þjóðinni ofviða. Er ég ekki þjóð? (hafði nú aldrei hugsað mér að greiða þær skuldir)
Lágmörkun skaða.
Inngrip.
Innistæður tryggðar.
Get ekki svarað.
Það get ég ekki gefið upp.
Víðtækar heimildir.
Niðurlag: Mér fannst krúslulegt þegar Þorgerður Katrín kyssti Geir Haarde í stólnum sínum á Alþingi í dag.
Ég stend þétt saman................
Verðum við hluti af Jan Mæen á morgun?........................
![]() |
Skuldir bankanna þjóðinni ofviða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 15:55
Landsbankinn og Kaupþing gjadþrota............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 15:40
Þú ert á póstlista Ríkisskattstjóra.........................
og átt að borga skattinn þinn í dag addna fíbblið þitt.
Ok allt í lagi get það svo sem alveg, hef verið einstaklega ráðsettur síðasta tímabil og lagt fyrir mína tuttugu og fjórund sem ég innheimti fyrir Geir og c.o.
En ég er ekki viss um að allir geti skilað sínu í dag.
Hef jafnvel á tilfinningunni, að Geir og c.o verði ekki viðtakendur greiðslunnar í þetta sinn.
Við sjáum til á eftir um kaffileytið.
Jiiiiii hvað mig hlakkar til................
Nýtt skúbb kl:15:50 að staðartíma:
Bönkunum verður lokað og látnir rúlla yfir.
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)