7.2.2008 | 17:32
Engar auglýsingar á minni síðu, var í upphafi eina ástæðan fyrir því að ég byrjaði að blogga á mbl.is...............
en nú er sú ástæða ekki lengur fyrir hendi og ég er grautfúll og hugsi. Ein af ástæðunum fyrir því að ég sagði upp Stöð2 fyrir tveimur árum, eftir að hafa verið áskrifandi nánast frá upphafi, er sú sama og að framan greinir, auglýsinga mergð. Aukin heldur finnst mér það súrt, vegna þess að ég greiði fyrir þetta blogg. Ég er þar með að greiða mogganum fyrir að selja þessu Nova systemi auglýsingu á síðunni minni. Er þetta ekki eitthvað bogið allt saman?
Jæja hvað um það, en nágranna konan mín, var ekki búin að moka tröppurnar þegar ég kom heim áðan.
Ætla að doka smá stund og athuga hvort hún fer ekki að drífa í þessu, eða þá bara að bíða eftir rigningunni á morgun.
Ekki reyna að halda því fram að ég eigi eitthvað frekar að moka addna femínistarnir ykkar........
5.2.2008 | 19:18
Ráðning "álitsgjafa" eina rétta lausnin, til þess að fá rétt mat á....................
því hverjir eigi rétt að fá að reykja, drekka, borða sig spikfeita, og verða bloggvinir mínir áfram.
Hið síðastnefnda hefur að vísu ekki verið í fréttunum, en allt hitt.
Þetta er nýtt starfsheiti sem hefur verið notað mikið í umræðu um forsetakosningar BNA, og það hlýtur að vera hægt að nota það hér innan okkar samfélags líka. Finnst t.d að Kolbrún Halldórsdóttir Ólafur Eff, Bingi, Villi og Hádagur ættu eð vera með svona teymi í taumi allan daginn.
Gauð minn góður hvað "álitsgjafarnir" eru gáfaðir, mér mundi duga 0,2% af þeirra gáfum til að sjá það að ég á rétt á að reykja mig í hel, einhverstaðar þar sem ég kófreyki ekki lungun í einhverri turtildúfunni sem vill ólm þrífa reykbúrið mitt.
HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Hvers vegna læðistu svona í kringum hlutina? Stökktu frekar á þá. Það er ekki fyrr er þú tekur stórt skref fram á við að stórir hlutir gerast.
Pissing on some wall downtown in smokless Reykjavík.................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.2.2008 | 17:19
Lestur Fréttablaðsins - Heitt kakó og ristað brauð - Sunnudagur til sælu og pínu svima.......
er við vorum að hafa það kósý við eldhúsborðið komu að sjálfsögðu nokkrar dramatískar athugasemdir frá minni konu.
Er pabbinn fletti blaðinu og setti upp gleraugun: "Pabbi ég verð að fá gleraugu"
Hann: Af hverju?
Hún: Ég sé ekki neitt.
Hann: Bendir á kakó. Hvað er þetta?
Hún: Kakó
Hann: Þá sérðu, er það ekki?
Hún: Ég sé ekki blaðið.
Hann gefst upp, og hún biður um Öskubusku með dönsku tali.
Pabbablogg................
þar sem ein besta söngkona þjóðarinnar var vanmetin all svakalega. (Tek Reykásinn á eftir.) En hún Hrund Ósk er að mínu mati ein af bestu söngkonum lýðveldisins sem uppistandandi eru í dag. Verst þykir mér að hún skuli vera að blúsast eitthvað út í buskann með Pálma, eða þá bara ein og sér, því oft er það svo að þeir sem lenda á þeim stað, eru ekki vissir hvað þeir vilja gjöra. Blús er bara millistigs ástand og á að nota sem gatnamót í tónlist, en er gott til síns brúks.
Jebb, ég hef séð hana blúsast og það er flott, en ég vil meira frá henni, sorrí Pálmi minn.
Ok þá er það Reykásinn: Lagið passaði að sjálfsögðu ekki inn í Evróvísíon sultuna, því fór sem fór.
Ekki orð um það meir............
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.2.2008 | 17:58
Sveittir líkamar sveiflast til og frá í crowdinu..............
sumar og hiti í loftinu, sjórinn volgur og það er myrkur.
Ljósin frá barnum lýsa daufum bjarma yfir ströndina.
Öldurnar slétta yfir sporin sem þau skildu eftir sig
í sandinum.
"She went away, she cut me like a knife
Hello beautiful thing, maybe you could save my life
In just a glance, down here on magic street
Loves a fool's dance
And I ain't got much sense, but I still got my feet"
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 19:59
Heitavatnsleysi - Fuglaflensa og yfirvinna...........
er það helsta sem hrjáir mig í dag. Búið að loka fyrir heitavatnið í sundlauginni, (hver í andskotanum fer hvort sem er í sund í þessum gaddi) og það, þú veist heitavatnið, lekur í rólegheitum inn á risastórar þvottavélarnar sem gerir það að verkum að vinnudagur lengist og ekki er séns fyrir mann að liggja heima í rólegheitum í sinni eigin fuglaflensu með sængina yfir haus.
Úff afsakið meðan ég hósta út úr mér lifrinni, sem er ekki enn full reykt, þó það sé bannað að reykja.
Læt mig dreyma um Kanaríeyjar og skoða myndir af bloggurum, en get varla lesið texta þar sem allt gengur í Bylgjum og Dúar.
Er ykkur kalt esskurnar........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.1.2008 | 21:34
Ógeðsleg veira hefur innreið sína.......................
í hálsakot, nefgöng og hitavarnarkerfi líkamans, sem sagt efri öndunarlíffæri líkamans.
Og hef þess vegna legið undir feld í mest allan dag, með smá skreppum á vinnustað, því að sjálfsögðu er maður algjörlega ómissandi. Það var einhvern tíma fyrripart síðustu aldar sem svipað atvik henti mig, og bjóst statt að segja ekki við öðru, því eins og allir vita er maður nú komin að fótum fram af elli.
Var að leita af neðri öndunarfærunum en fann þau ekki.
Hvað um það, er samt kátur yfir ykkur bloggvinir, þið eruð bráðskemmtileg.
*Hóst.....
29.1.2008 | 09:28
Áskorun bæjarstjórnar Akraness til HB Granda verður að sjálfsögðu ekki tekin til greina.............
hún kemur einfaldlega allt of seint. Bæjarstjórnin og Faxaflóahafnir hafa haft allan heimsins tíma til að velta þessu fyrir sér og finna leið til að missa ekki þetta fyrirtæki alfarið úr bænum.
Hvað var það nákvæmlega sem stóð í veginum fyrir því að HB Grandi fengi aðstöðu hérna þegar þeir sóttust eftir því? Var kannski hægt að hliðra aðeins til fyrir fyrirtækið?
Tilvitnun: "Faxaflóahafnir töldu ekki fært að verða við öllum óskum fyrirtækisins."
Annars erum við bara nokkuð góð hérna á Skaganum miðað við mörg önnur sjávarþorp og höfum næga atvinnu, svo gengur líka strætó í bæinn þarna hinumegin við sundin blá.
Það held nú ég Gísli minn.........
![]() |
Höfnina skal efla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 22:58
Ég hef verið boðaður í viðtal á Rás 2.........................
sunnudaginn 10 febrúar, til þess að ræða um aðra bloggara og upplýsa landsmenn um mitt einkalíf.
Þess vegna er ég í óða önn að flokka niður þá sem koma til greina og semja eitthvað um þá.
----------------------------
Hef reyndar forskot því ég hef myndað mér ákveðnar skoðanir á mörgum ykkar, og er í aðra óðaönn að skrifa um það. Þetta tekur mikinn tíma og þess vegna bið ég ykkur afsökunar á að hafa ekki truflað ykkur flest, með kommentum.
En eitt enn. Ég fékk óvænt stuðnings-meil við HAM færslunni hér á undan og er þess vegna auðmjúklega þakklátur því, og fleygi henni ekki þess vegna.
Veit alveg að svona auglýsingar pirra marga hér, en þið verðið bara að lifa með því esskurnar.
Farinn fram............
Fyrri helmingurinn af þessari færslu er hauga lygi og hinn seinni auglýsing í boði bloggteljara.....
28.1.2008 | 17:39