27.1.2008 | 13:14
Saurstofan - Skítaveður og pabbablogg...........................
Mikið skelfilega fóru þeir yfir strikið Spaugstofumenn í gærkvöldi, mér meira að seigja ofbauð hvað er hægt að drulla yfir einn einstakling. Mínu áhorfi er lokið hér með á þennan þátt, sem var reyndar farið að styttast í hvort sem var.
Annars bara góður, skítaveður á Skaganum, rok og regn eins og um hásumar sé að ræða. Vaknaði að sjálfsögðu með Jenný, Valdísi og Eydísi, en sú síðastnefnda svaf með Hafmeyjuna (DVD) í fanginu og hefur ekki sleppt henni í allan morgun.
Á meðan pabbinn fékk að hlusta á Valdísi var reynt eftir fremsta megni að vekja athygli á sér með hinum ýmsu setningum sem eru nýlærðar, sem tengjast því að hún er dóttir:
Skríðandi í fangið á honum: Ætlarðu að missa dóttur þína?
Hún alein inni í herbergi: Pabbi komdu til dóttir þína!
Hún: Heyrirðu ekki hvað dóttir þín segir?
Heyrumst ...........
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2008 | 18:20
Ég ætla ekki að vakna með Valdísi og Jenný Önnu Baldursdóttur á sunnudagsmorguninn............
hef það eftir áræðanlegum heimildum að Jenný verður í Bylgju-þættinum Vaknað með Valdísi á sunnudag.
Hef stundum reynt að vakna með Valdísi, en alltaf hefur einhver þriðji aðili verið með, og hef þá bara lagt mig aftur (stundum). En núna í þetta skiptið ætla ég að vera vel vaknaður með Eydísi þegar þátturinn byrjar og ekki missa af einu orði.
Hlakka gríðarlega til að heyra hvað Jenný okkar allra hefur að segja.
The end...........
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þegar hún er búin að knúsa kallin og fóstrurnar náð áttum yfir ósköpunum, koma hina ýmsu athugasemdir.
Pabbi, vertu rólegur.
Ég á nýja vettlinga og það má ekki koma snjór á þá.
Förum heim og horfum á Litlu Hafmeyjuna.
Hún er yðar hátign eins og Öskubuska.
Fyrst hana svo Skrímsli svo Öskubusku. (135 mín)
Viltu velja Íslensku? (Varðandi val á tungumálum á DVD diski)
Er þetta á Dönsku?
Þessi færsla flokkast undir pabbablogg.
23.1.2008 | 09:40
Samræmdar reglur um þvagsýnatöku í smíðum - Engar breytingar frá fyrri háttum............
segir Ólafur Helgi sýslumaður. Hvað er verið að samræma?
Kannski aðferðir Ólafs um land allt, þar sem hann er þáttakandi í smíðum reglugerðarinnar.
" Í drögunum er lögð áhersla á að meðalhófi skuli beitt við sýnatöku. " Var ekki beitt meðalhófi í sumar þegar sýni var tekið úr konu með valdi og hún beitt ofbeldi, eins og formaður Læknafélagsins lét hafa eftir sér.
Maður bara spyr sig..............
![]() |
Samræmdar reglur um þvagsýnatöku í smíðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2008 | 08:38
Margrét Sverrisdóttir - Hver er hún? - Ekki frjálslynd - Ekki óháð - Ekki Ómarssinnuð...................
og hafnar sinni eigin málefnaskrá fyrir Dag B. Eggertsson. Vá hvað hún var ástfangin af honum í Ráðhúsinu í gærkvöldi, sáuð þið það?
Hvað var það nákvæmlega sem var að Ólafi F . Var það einhver sjúkdómur sem má ekki ræða um vegna fordóma?
Ekki missti hann fót né hendi.
Annars er auðvelt að geta sér til um það, þeir eru ekki margir fordómasjúkdómarnir. Kannski 2 til 3.
Bara spyr sí sona...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.1.2008 | 16:39
Blogga bara af því að ég hef ekkert að segja....................
en þegar grannt er skoðað þá er heilmikið að segja, en ætla ekki að segja það núna. Til dæmis hnífapör á kafi í baki einhvers, Jenný í London, brjálað að gera í skúringunum, vitlaust veður á leiðinni með ASA hláku.
Spurning um að fara að ferðast með strætó og leggja The Jeep.
Ath. Þessi mynd er þrælstolin af einhverri síðu innan sveitarfélagsins.
Ef það er eitthvað vesen með það, þá láttu þinn bara tala við minn.
See ja............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2008 | 22:02
Dagur á Akrafjalli - Myndarlegt blogg............
Skruppum nokkrir létgeggjaðir í bíltúr á þessum kalda og fagra laugardegi, upp á topp Akrafjalls.
Á toppnum.
Akranes
Yfir Hvalfjörð og sundin blá.
Á brún hengiflugsins fyrir ofan Hvalfjarðargöng.
Hvalfjörður og verksmiðjurnar okkar grænbláu.
Smá bilerí, og þá er bara að rafsjóða draslið saman.
Og ekki orð um það meir..........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.1.2008 | 18:47
Ekki á leikskólann í þrjá daga, svo sem ekki það versta sem til er................
en kvef, slæmur hósti og pínu pirringur er öllu verra.
Svo maður verður bara að láta sig dreyma um snjókall, en máeggi fara út, "pabbi sagði´ða".
Þá verður maður bara að einbeita sér að einhverju skemmtilegu til að dunda við inni og rífa þetta úr sér yfir helgina.
Svona er lífið.........
17.1.2008 | 09:39
Er Moggabloggið örugg gagnageymsla...................
eða getur einhver starfsmaður bloggsins skoðað óbirtar færslur? Getur óbirt færsla skyndilega birst, kannski við uppfærslu kerfisins hjá kerfisstjóra eða eitthvað álíka stúss?
Er hægt að downloda öllum bloggfærslunum sínum til geymslu og henda síðunni, þegar maður vill hætta að blogga?
Auðvitað er einfaldast að spyrja þá sem stjórna, en velti þessu fyrir mér vegna þess að ég nota bloggið þó nokkuð sem dagbók.
Gott að geta skrifað í vinnunni eða hvar sem er, og sótt óbirta færslu þegar heim er komið. Og ég á slatta af færslum sem ég vildi alls ekki að landslýður kæmist í.
Bara að spökulera svona í morgunsárið, á meðan allt fennir í kaf.
Jebb..........
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
og gættu að því að ég er fórnarlamb. Nú sá nýjasti sem hótar útburði óvirkra bloggvina er sjálfur kóngurinn Jens Guð. Æ mig auman. Hefði bara viljað vera fluga á vegg og hefja sjálfan mig á stall meðal frægra án mikillar fyrirhafnar. Reyndi við Ellý Ármanns um daginn og hún tók mér eins og týnda syninum og bauð mig ástúðlega velkomin í hópinn, en viti menn þá bara hvarf allur bloggvinalistinn hennar.
Jæja er nú samt að spökulera í að láta þetta yfir mig ganga og bíta í þann súra banana, án frekari mótvægisaðgerða að sinni, á meðan ég hef mína uppáhalds.
Ég skal reyna að vinna fyrir mér hjá ykkur.
Það er nú svo...........
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)