o - Hausmynd

o

Ég er bara hoppandi trítil óður yfir úrslitum söngvakeppninnar í kvöld.......

Hrundþar sem ein besta söngkona þjóðarinnar var vanmetin all svakalega. (Tek Reykásinn á eftir.) En hún Hrund Ósk er að mínu mati ein af bestu söngkonum lýðveldisins sem uppistandandi eru í dag. Verst þykir mér að hún skuli vera að blúsast eitthvað út í buskann með Pálma, eða þá bara ein og sér, því oft er það svo að þeir sem lenda á þeim stað, eru ekki vissir hvað þeir vilja gjöra. Blús er bara millistigs ástand og á að nota sem gatnamót í tónlist, en er gott til síns brúks.

Jebb, ég hef séð hana blúsast og það er flott, en ég vil meira frá henni, sorrí Pálmi minn.

Ok þá er það Reykásinn: Lagið passaði að sjálfsögðu ekki inn í Evróvísíon sultuna, því fór sem fór.

Ekki orð um það meir............

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Missti af öllu sjónvarpi í kvöld svo ég veit ekki neitt í minn haus.  Hafðu það gott minn kæri og ekki vera leiður yfir svona tónlistarmisskilningi, þeir velja alltaf vitlaust lög. 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Týndi þér í bloggvinalistanum mínum!  

...er að reyna að setja Þröstinn inn aftur en þá koma hann tvöfaldur

Marta B Helgadóttir, 3.2.2008 kl. 02:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, gerðu eins og ég, hættu að horfa á þennan ömurlega þátt.  En Hrund Ósk er ein af okkar efnilegustu söngkonum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 09:48

4 identicon

Þar sem ég þekki aðeins til get ég frætt þig um að að er Hrund sjálf og ein sem elskar að syngja blús og hún er svoooooo góð í því að það væri synd ef þjóðin færi á mis við hana sem blússöngkonu. Ég veit allavega að þeir sem voru á tónleikunum hennar á Dómó í nóvember munu aldrei gleyma þeim. Ég er ein af þeim.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:00

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...aftur kemur bloggið þitt tvöfalt inn á stjórnborðið hjá mér, þetta er einhver error sem ég kann ekki að laga, en ekki slæmt að eiga tvo Þresti fyrir bloggvini

Marta B Helgadóttir, 3.2.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Held ég verði bara tvöfaldur í dag, svo allt búið.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 11:27

7 identicon

PS: Gleymdi að segja að Hrund er að læra klassískan söng í Söngskólanum og birllerar í því líka. Ein af fáum sem hefur lært klassískan söng en getur sungið allt öðruvísi tónlist án þess að klassíkin komi í gegn.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:32

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyrir það Anna. Það er nefnilega heila málið. Ég vil sjá hana poppa og rokka án þess að klassíkin komi í gegn. Mér finnst stundum líka að blúsinn sé endastöð hjá sumum, en ætti að vera gatnamót þar sem þú gætir komið að aftur ef þú villist.

Skilur einhver mig hérna?

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 11:44

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég skil hvorki upp né niður

Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 14:25

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hún er með feikna rödd þessi stelpa. Skil ekki hvað hún var að gera í þessari tegund tónlistar, þó hún hafi sungið þetta afspirnu vel! Hvað þá að hún hafi verið með eldri manni að syngja, ef þetta hefðu verið tvö ungmenni hefði þetta örugglega verið rosalega gott lag þannig séð..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 14:38

11 Smámynd: Þröstur Unnar

En Róslín, mér fannst þetta vera feikna flott hjá þeim. Og sýnir bara hvað hún er góð söngkona að geta sungið fullkomlega með Pálma.

Mundu að tónlistin er 99% fyrir eyrað og rest fyrir augað.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 14:45

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég var nú bara að meina röddin, hefði viljað heyra aðeins yngri karlmannsrödd

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 14:55

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Ok skil.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 14:56

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála Jónu er alveg úti að aka

Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 16:51

15 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Svo sakar nú ekki Þröstur að það lekur af henni kynþokkinn líka... svo í þessu tilfelli á bara þessi 99:1 % regla alls ekkert við

En mér fannst samt reyndar ömurlegt að þetta uppvöskunarlag frá Dr. Gunna skyldi fara áfram á kostnað taxanna, þrátt fyrir að vissulega hafi Maggi Eiríks samið margt betra. Hinsvegar finnst mér textinn magnaður.  

Þorsteinn Gunnarsson, 4.2.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband