22.2.2008 | 22:58
Af því að það er laugardagur á morgun...................
ætlum við að hanga heima í fullkomnu letikasti (glætan) og horfa saman á Lion King, þangað til nóttin kemur og þá á að fara að sofa.
Eða þá, þegar hún er búin að segja pabba sínum svo margar sögur að hann er við það að sofna.
En þá heyrist stundum:" Pabbi ekki sofa strax ég á að sofa fyrst"
Þetta var bundið fastmælum áðan, en hún er búin að vera lasin heima alla vikuna og horfa mestmegnis á sömu myndina aftur og aftur...so what?
Jebb takk fyrir okkur esskurnar um víða veröld...............
22.2.2008 | 09:49
Það að blogga án þess að hafa nokkuð að segja..................
samræmist ekki skoðunum sumra bloggara, en mínum ágætlega. Svo ég ætla að blogga hér og nú án þess að segja nokkuð.
Nema að:
Það finnst ekki landsliðsþjálfari í handbolta.
Það finnst engin borgarfulltrúi sem vill tala við sjónvarpsmenn.
Það finnst ekkert að Össuri.
Það finnst engin Loðna.
Það finnst engin kona handa mér, undir þrítugu.
See jú gæs......................
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2008 | 20:37
Ætla ekki að skrifa um efni næturbloggs Össurar, né hvort hann sé á fylliríi í miðri viku........
né þaðan af síður Jens Gvuð. Finnst þó að Jensinn mætti setja inn nýrri mynd af sér, bara helvíti reffilegur kallinn í sjónvarpinu áðan.
Heldur bara það að litla snúllan mín steypti í sig 40 gráðu hita og ógeðshósta aðfararnótt mánudags, en "nei pabbi, ég er ekkert lasin" svaraði hún spurningu föðurs um hvort henni lið ílla, þegar hún vaknaði í svitakófi eftir klukkutíma svefn.
En þetta kemur allt saman.
En hún bloggar bara fyrir tuskudýrin sín á meðan pabbinn, með ferköntuð augun les úr sér allt vit á ektablogginu, mbl.is.
Heyrðu, það var nú ekki meira að sinni, veri´ði sæl esskurnar.
Ef ykkur finnst titill þessa bloggs stangast á við efnið, ja þá veit ég ekki hvað......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2008 | 10:12
Enn meira af neikvæðum blogglesurum.................
sem geta ekki á sér setið og senda meil um hánótt. Fékk eitt svoleiðis í nótt en sit ekkert hugsi yfir því. Þar var ég spurður af hverju ég væri að blogga. Þetta væru svo leiðinlegar færslur hjá mér að enginn nennti að lesa þær.
*Úps, lestu þá ekki færslurnar fyrst þú veist hve leiðinlegar þær eru eða fréttirðu það bara af afspurn frá öðrum sem les þær ekki? Neee, veit að þú kommentar ekki á þessa færslu frekar en hinar.
Svar: Ég blogga fyrir mig einan, og kalla þetta opna dagbók. Mér finnst gaman að bulla, og ekki bulla hér. Þetta skilur eftir sig ákveðna, slóð sem ég glugga stöku sinnum í. Er ekki undir pressu við að ná mér í vinsældir innan cyper-tómsins, þá mundi ég kannski skrifa um rassa, pjöllur eða kynóðar konur.
Svo sakna ég færslanna hennar Jennýar Önnu um litlu ömmudúlluna hennar.
Takk fyrir mig..................
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.2.2008 | 22:41
Þegar konur eldast höfundur Jón Jónsson - Ekki mundi mér detta annað eins í hug - að konur eldist, neibb..................
Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona.Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.
Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að
elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í Heiðursmannagrillinu í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.
Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að
gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.
Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast. En strákar, ef þið hafið lært það af þessari grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.Kveðja,
Jón Jónsson
Athugasemd ritstjóra:
Jón Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi einhvern veginn, án þess að
gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.
16.2.2008 | 11:49
Týndur gómur - Góð fundarlaun í boði..............
Týndi Gómnum mínum á föstudaginn 8 febr fyrir utan Hyrnuna . Góð fundar laun í boði. uppl í síma
Æi man hann ekki, hringi aldrei í sjálfan mig.
Ég veit að ég verð böggaður með þessari auglýsingu og uppnefndur eldriborgari, sem ég er að sjálfsögðu ekki fyrr en eftir 30 ár, en hva, skítt með það, hún er ekki mín, meina auglýsingin.
Neibb, hef ekkert annað þarfara að gera og kann ekki að blogga í augnablikinu.Bíð eftir 55kg þvottavélinni sem berst hatrammri baráttu við nærföt. Velti fyrir mér að ræsa skúringafötuna af værum blundi, hún hefur fengið langa hvíld.Rigningin hefur þessi áhrif á mig, finnst eins og allt þurfi að vera tandurhreint.Svo er farið að birta svo asskoti snemma að drullan og rykið sést miklu lengur yfir daginn.
.
Farinn að skúrast...................13.2.2008 | 11:24
Af þorrablótum og ónýtum mat. " Mér fannst þessi matur ekki góður.................
"Hann var ónýtur"
"Mér finnst betra að fá hafragraut og lýsi hjá pabba mínum"
Aðeins stílfært af föður barnsins, annars alveg kórrétt, það á að vera lýsi með öllum morgunmat og hefur verið svo frá fæðingu, annars minnir barnið á sig.
Ekki nokkur ástæða til að rengja orð stúlkunnar, myndin segir allt sem segja þarf um þetta fóður.
Þessi færsla skoðast sem pabbablogg..........
11.2.2008 | 21:24
Er hægt að blogga alla leið frá Danmörku og er ekki bloggið lengi á leiðinni til ykkar.......
það er svo helv. langt mundi maður missa af einhverju?
Haldið þið að ég sé að grínast? O neeee.
Er að spökulera í tilboði sem ég fékk frá Dönsku bakaríi, alveg hreint í miðbænum ekki langt frá brautarstöðinni. Lítið bakarí og konditorí, fínn vinnutími, ódýrt húsnæði, fín laun, ódýr Carlsberg.
Eða er orðið stórhættulegt að vera þarna vegna óeirða?
Æi er búinn að fá nóg af Óla Eff og kem bara kannski aftur ef Villi verður borgarstjóri.
Hræðslutilfinning grípur mig þegar ég hugsa um að yfirgefa landið mitt og ástirnar í lífi mínu.
Hux, hux.............
Þessi færsla flokkast undir væmninsblogg, so what..........
9.2.2008 | 16:48
Bloggvinahreinsirinn lá of lengi á, um daginn þegar ég hugumbreyttist í bloggvina-ræstitækni,þannig að einhverjir af bloggvinum mínum.........
tærðust upp og hurfu. Þetta er miklu sterkara efni en ég bjóst við, og það verður varlegar farið með það næst.
Fæst í Bykó.
Þið sem urðuð fyrir barðinu á honum að ósekju, viljið þið bara ekki tengjast mér vináttuböndum á ný, ef áhugi ykkar er fyrir hendi. Ég hafna engum sem nennir.
Svo sem ekkart annað sem ég vildi koma að í bili.
Sit bara og skrifa ævisöguna, sem kemur vonandi út fyrir jólin 2066 ef veður leyfir.
Jú annars, þið megið alveg deila með mér því hvaða myndforrit þið notið við digital myndirnar ykkar. Það er að segja við að flokka, skoða og raða þeim.
Með fyrirfram þökk úr sveitinni.
8.2.2008 | 14:24
Pínulítið komment frá okkur sem eigum fimmtán miljarða í Orkuveitu Reykjavíkur.......
og erum ekki nema 6000 hræður.
Tilvitnun í 2987 fund bæjarstjórnar Akraness Dags. 7. Febrúar 2008
28. Skýrsla stýrihóps um REI málið.
"Bæjarráð Akraness lýsir yfir furðu sinni á því að skýrsla stýrihóps um REI málið svokallaða skuli birt opinberlega í dag áður en allir eignaraðilar hafa fengið hana í hendur og fjallað um hana. Svo virðist sem skýrsluhöfundur telji að málefni REI sé einkamál borgarstjórnar Reykjavíkur, þar sem pólitískir fulltrúar sem þátt tóku í atburðarrásinni geti rannsakað sjálfa sig og komist að sameiginlegri niðurstöðu. Bæjarráð telur lítið mark takandi á slíkri skýrslu og átelur vinnubrögðin, þar sem sameigendum hefur verið haldið utan við málið á öllum stigum þess.Ef tilefni þótti til að rannsaka þetta mál átti það að vera að frumkvæði stjórnar Orkuveitunnar og til þess ráðinn óháður aðili. Slík skýrsla hefði verið trúverðug og getað varpað ljósi á alla málavexti. Bæjarráð ítrekar jafnframt óskir bæjarstjórnar við svörum við spurningum sem lagðar hafa verið fyrir formann stjórnar og forstjóra Orkuveitunnar."
Tilvitnun líkur:
Kemur okkur hérna uppfrá þetta ekki pínulítið við, eða hvað?
Sjáumst yfir flóann SS ..............