o - Hausmynd

o

Er ekki rétt að stinga af frá hinu daglega amstri um páskana..............

Skjaldbreiðurrífa sig út úr grámygluðum hversdagsleikanum, og bruna á fjöll?

"Páskaferð Vesturlandsdeildar verður farin 20 og 21 mars. Gist verður á Laugum í Sælingsdal og farið verður á Drangajökull annan daginn en eitthvað styttra hinn daginn. Við höfum möguleika á gistingu á Laugum aðfaranótt 20, 21 og 22 en upptekið er 23 mars en á Laugum er hægt að gista í herbergjum og höfum við aðgang að eldhúsi. Nákvæmari áætlun hefur ekki verið gerð en veður spilar þar inn í. Við reiknum með að fara af stað frá Laugum milli kl.8 og 9 þann daginn sem við förum á Drangajökul."

Eru ekki allir til í það?

Eða kannski bara vera heima og rífast á blogginu í mígandi þunglyndi yfir Bubba og Bigga, Brynju eða Báru.

Eða við bilaðar kjéllingar á MSN.......................


Þunglyndir bloggarar - Góðlyndur gúmmítöffari sem dýrkar Bubba Morthens..............

Arrrg

hallast til vinstri, jafnvel grænna,

námskeið í feminiskum fræðum,

óskast

þá einkum og sérílagi öfga,

Þunglyndir töffarar á seinna skeiði lífsins

bloggandi

um eymd og volæði

veikindi, bækur, eða bíla

blóm í haga eða sunnan svala.               

Ath: Þetta er ekki bloggfærsla

Höfundur ókunnur......................

 


Hafandi ferðast á mínum Stóra-Rauð.............

HPIM1283til borgar væringa, ójöfnuðar og ótta, um Hvalfjarðargöngin og Kjalarnesið í kviðum andskotans, er ég loks komin heim heill á húfi (oj ljótt orð,,húfi).

Ætlunin var að fylla bílinn af allskonar smávarningi og húsgögnum úr verslunum Ikea, Rúmfatalagers og Tekk´s Vöruhúss, mér og dóttur til yndisauka.

Eftir mikið ráp um allar þessar verslanir var eins og eitthvað hvíslaði að mér að nú væri komið nóg í bili, þar sem umhverfið var farið að snúast í hringi fyrir augum mínum. Hef það fyrir víst að þetta sé sjúkdómur sem kallast verslunarkjarnafælni.

Kaffi og vínarbrauð í IKEA Magasín og þar með farinn.

Þegar talið var upp úr ferðakistlunum komu í ljós, eitt loftljós með fiðrildum, upphækkunarkollur fyrir dóttur við vaskinn og sex manna kaffibollasett.

Ok allir sex í kaffi........


"Litli" strákurinn minn - Björgunarsveitarmaður - Undanfari - Myndablogg....

Ragnar ÞórÓtrúlega stutt síðan hann var bara lítill pabbastrákur, en í dag er hann upp um fjöll og firnindi, með björgunarsveit.

Þá er hann að kenna klifur, frussast niður árflúðir með túrhesta eða þá að leita að fólki.

 

 

Pósan

 

 

 

Þarna er hann til hægri að pósa með félaga.

 

Íste

 

 

 

 

Svona ísveggur er kallaður "íste".

 

 Æi, gamli er nú stundum svolítið stressaður yfir stráknum sínum. 

Þessi kynning er í boði pabbasínum..........


Milliríkjadeilur - Ofdrykkja - Hófdrykkja og spjall við Pólverja..............

thinkinger brot af því sem ég varð vitni að og tók þátt í á laugardagskvöldið á Sódómu Akraness.

" Ég ekki skilja Íslendinga, þeir fjúríus yfir mér og samt ég byggja hús fyrir þá og drekka bjórinn þeirra".....er eitthvað í áttina af því sem Pólverjinn sem ég átti spjall við, sagði við mig eftir pínu milliríkjadeilur hans og ungs karlmanns af íslensku bergi brotnu.

Annars bar fínn, og hrikalega gott að koma heim í holuna sína eftir strangan göngutúr í ískulda og snjó.

Á lappir um hádegi á sunnudag, svell kaldur, og svaraði hringingu og tilboði litlu dóttur minnar um kakó og brauð. Tók því fegins hendi og hún kom síðan með pabba sínum heim til hans til þess að fá lánaða Litlu Hafmeyjuna. " Já pabbi minn, ég skala passa hana og koma með hana aftur til þín næst" var svarið þegar pabbinn sagðist vilja fá myndina til baka.

Fiskur í hádeginu.........Crying


Einn af mínum uppáhalds samtíðarmönnum.......

sem ég á svo margt sameiginlegt með.

Better Days.

 Well my soul checked out missing as I sat listening
To the hours and minutes tickin' away
Yeah, just sittin' around waitin' for my life to begin
While it was all just slippin' away.
I'm tired of waitin' for tomorrow to come
Or that train to come roarin' 'round the bend
I got a new suit of clothes a pretty red rose
And a woman I can call my friend

These are better days baby
Yeah there's better days shining through
These are better days baby
Better days with a girl like you

Well I took a piss at fortune's sweet kiss
It's like eatin' caviar and dirt
It's a sad funny ending to find yourself pretending
A rich man in a poor man's shirt
Now my ass was draggin' when from a passin' gypsy wagon
Your heart like a diamond shone
Tonight I'm layin' in your arms carvin' lucky charms
Out of these heard luck bones

 


Ég ætla að skrifa þér ástarsöng.....................

Snúruhangs

þú veist ekki hver ég er

en ég veit hver þú ert

og sé þig á hverjum degi

ljóst og leynt.

Þegar þú gengur út götuna

með andann í glasinu

bókina og fötuna.

*Í tilefni dagsins.........

 


Hvur grefillinn........................

BloggLoks þegar maður getur sest niður og gert sig líklegan til að blogga um fréttir dagsins, þá er búið að blogga um þær allar.

Best að halda sig við einkamálabloggið í bili, því það virðist ekkert vera að ske (danska) þessa dagana.

En læt fljóta með aðalfrétt dagsins um að OR hefur nú loksins borað "lengstu" holu landsins, ofan í jörðina.

Skata er besti matur í heimi................


mbl.is Lengsta borhola landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingamótvægisjöfnun - Til hamingju Skessuhorn.................

Langisandurmeð það að ég skuli plotta ykkur hér á mínu einkabloggi og auglýsa ókeypis fyrir ykkur. Eins og ég er nú mikið á móti auglýsingum.

Tilefnið er að Langisandur, baðströnd okkar Skagamanna, man nú fífil sinn fegri eftir stórbrim undanfarnar vikur og heitir nú Langaurð. Sandurinn er að hverfa á haf út og grjóti skolað upp í staðin.

Hef eftir áræðanlegum heimildum að sumar frúr sem búa í háhýsunum við sandinn, séu ekki par ánægðar með hamskiptin, eins og allir sannir sólbaðsdýrkendur.

Auðvitað sagði Skessuhorn frá................

ps. Myndin er að sjálfsögðu stolin af vef áðurnefnds blaðs....


Hó Hó Hó - só só só í endursýningu...................

HPIM3022þar sem ég var orðin svo þreytt í gærkvöldi, eftir að Raggi bróðir og Jóhanna systir fóru þá gat ég ekki dansað meir. Þá bara gerði ég það í morgun og meira að segja upp á borði, þó pabbi minn segði að það mætti ekki dansa upp á borðum.´

"Ég ætla bara að dansa Hó Hó Só Só, svo kem ég niður"

"Pabbi rólegur" ávítti ég pabba minn þegar hann gargaði upp að þetta lag færi sko ekki áfram.

Eftir nánari samræður og tólistarlega íhugun, urðum við sátt um úrslitin.

 

Þessi færsla er í boði Júrófrómas..............

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband