26.5.2008 | 20:40
Tveir menn með efasemdir um komu flóttamanna til Akraness..........
nee, er það? Trúi frekar að þessir tveir hafi gagnrýnt hvernig var staðið að kynningu á málinu. Ég fer ekkert ofan af því að kynning málsins til almennings af hendi bæjarstjórnar hefði mátt vera betri og hafa lengri aðdraganda.
Það stendur á skilti við Hvalfjarðargöngin " Velkomin til Akraness".
En ekkert er minnst á það þar hvernig maður á að vera á litinn, eða hvaða guð maður tilbiður.
Kannski hefði ég þá ekki fengið inngöngu á sínum tíma.
Það held ég..........
![]() |
Góður andi á upplýsingafundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.5.2008 | 23:17
Cat Stevens kom og sigraði Júró - Rússarnir bölvaðir raftar - Norski kjóllinn flottastur...
Norska verður mitt móðurmál héðan í frá..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.5.2008 | 18:52
Hátíðin að ganga í garð................
búinn að versla það sem upp á vantaði í Krónunni. Nautakjötið snarkar á pönnunni, bjórinn kominn í kælinn (æi gleymdi að kaupa hann, ok slepp´onum þá bara) reykurinn frá útigrillunum liggur yfir bænum og læðist lævíslega inn um gluggann minn, fréttirnar á Rúv eru lesnar með titrandi röddu þulunnar, hundurinn í næsta húsi er úti, lútir höfði og þegir.
Ég er eins og sumir, kominn út úr skápnum á síðustu stundu...........
Kona kallaði á mig yfir þvera verslun Krónunnar:
"Er ´ett ekki Þröstur".
*Hux: Gvuð minn góður, hvað hef ég gert af mér núna?
Æi, þá var þetta bara saklaus bloggari.
Mjög óvanalegt, yfirleitt klípa þær í rassinn á mér við kassann.............
![]() |
Margföld sala í snakki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2008 | 14:11
Hvað gerir þú, þegar sá sem þú treystir fyrir sjálfum þér, er ekki alveg að höndla traustið?
Jú, oftast tekur maður því eins og hverju öðru hunds eða kattarbiti, og heldur áfram að leita að einverjum sem gæti tekið við titlinum. En svo skrítið er það nú með suma, að þeir sogast oft að þeim sem eru ekki líklegir til þessa að valda þeim titli þegar á reynir.
Það held ég........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2008 | 21:56
Það má ekki líta af ykkur eitt augnablik..........
Forsetinn sjálfkjörinn á miðnætti.
Kristinn H skammar Magnús Þór, eða næstum því.
HB Grandi frestar aftöku nokkurra Skagamanna.
Við unnum Júróvíson, á morgun.
Stormskerið bregður fæti fyrir Stebba Hilmars, svo goðið liggur í forinni. Það rignir þá ekki upp í litla sæta nebbann hans á meðan.
Mig langaði mest til að fresta þessum föstudegi, en hann kom samt með vibba svifryksmengun og eitt og annað sem ekki er venjulegum mönnum bjóðandi.
............og þú sem lest þetta, til hamingju með daginn.
Kjalarnes | 21:00 | A 6 | 9°C |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sænska stultupían er bara brosleg, og ef væri búið að leggja hana lárétta liti hún út eins og stýrið á reiðhjólinu mínu.
See you in Belgrad or Betlehem.............
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2008 | 15:01
Er hægt að drepa hnífstungu.................
eða er fréttamaðurinn bara að ruglast í íslenskunni, þegar hann notar þessa fyrir sögn um þetta hræðilega mál í Danmörku.
Tilvitnun í frétt:
Lögregla á norðanverðu Jótlandi í Danmörku hefur greint frá því að fyrrum kærasti hinnar sautján ára gömlu Monika Sabine Skærbæk Olsen sé talinn hafa stungið hana til bana og að kærasti hennar hafi reynt að bjarga lífi hennar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten...........
Jebb ég veit ég á að vera að vinna..................farinn í kaffi.
![]() |
Hnífstungudráp í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2008 | 19:52
Sumarið er komið - Hunangsfuglar - Hársnyrting.........
til mótvægis við allan gauraganginn í "stóru mönnunum" hér á Skaga vorum, þarf ekki nema nokkur augnablik með litlu Eydísinni sinni, til þess að ná mjúkri lendingu og jarðtengingu hugans.
Í gærkvöldi sofnaði hún við hlið pabba síns. Pabbinn strauk litlu höndina um leið og hann ætlaði að laumast fram úr. En þá hrökk hún upp með andfælum og pínu skræk....
"pabbi það er randafluga á hendinni á mér "
Pabbinn, "nei ástin mín, pabbi var bara að strjúka höndina þína"
Hún " Ó....okey pabbi minn....
Eftir dálítinn fyrirlestur um Randaflugur, hversu stórar, og..... "óggislegar og, og, og ekki pota í þær þá, þá stinga og, og bíta mig"....sigu augnlokin og nýr draumur tók við.
Fyrr um daginn, ný komin úr sumarklippingunni þar sem fuku 10 cm af dýrmætu hári, sem pabbinn sá alveg hrikalega eftir, spyr hann:
"Hver klippti þig"?
"Elva, og ég gleymdi hárinu mínu, það er heima hjá Elvu. En það er altílagi"...
Það skal áréttað hér að stúlkan var klippt á fínni hárgreiðslustofu, en ekki í heimahúsi.........
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.5.2008 | 12:43
Allt stjörnuvitlaust á Akranesi.............
enga Kolmunnaveiðar (aukaatriði), HB Grandi liðið lík hér í bæ, eldur í járn og álverksmiðjum annan hvern dag, Magnús Þór fer hamförum, krakkar mega ekki drekka brennivín og dópa á tjaldstæðinu á Írskum dögum, Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið völdin í bænum........
Skessuhorn segir frá..............
í hvaða átt er Þórshöfn í Færeyjum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.5.2008 | 10:38
Svefndrukkinn söngla ég mig inn í daginn..........
eftir næturbrölt og sjónvarpsgláp fram eftir nóttu. Ekki minn stíll að vaka til þrjú á næturnar, en gat ekki rifið mig frá Bruce Willis bjarga fólki.
Það er indælt að Hvítasunnan er bara einu sinni á ári. Búinn að hvítskúra allt, bæði heima og á vinnustað, éta, hanga, sofa, vaka, færa mig milli stóla, aðstoða fólk í Syper Space, taka myndir, hugsa, hugsa, hugsa, hugsa afturábak, hugsa fram á við, leiðast, dreyma, sakna, gráta, brosa, elska............
Horfði meira að segja á Gospel í sjóvarpinu í gærkvöldi og fékk tár í eitt augað.
Ætli sé til eitthvað við´essu...........
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)