o - Hausmynd

o

Hátíðin að ganga í garð................

grillbúinn að versla það sem upp á vantaði í Krónunni. Nautakjötið snarkar á pönnunni, bjórinn kominn í kælinn (æi gleymdi að kaupa hann, ok slepp´onum þá bara) reykurinn frá útigrillunum liggur yfir bænum og læðist lævíslega inn um gluggann minn, fréttirnar á Rúv eru lesnar með titrandi röddu þulunnar, hundurinn í næsta húsi er úti, lútir höfði og þegir.

 

Ég er eins og sumir, kominn út úr skápnum á síðustu stundu...........

 

Kona kallaði á mig yfir þvera verslun Krónunnar:

"Er ´ett ekki Þröstur".

*Hux: Gvuð minn góður, hvað hef ég gert af mér núna?

Æi, þá var þetta bara saklaus bloggari.

Mjög óvanalegt, yfirleitt klípa þær í rassinn á mér við kassann.............


mbl.is Margföld sala í snakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það var MJÖG gaman að hitta þig loksins í eigin persónu. Ætla að blogga um þá svaðalegu lífsreynslu eftir Evróvisjón.

Góða skemmtun í kvöld. Þú ert samt velkominn í himnaríki ef þér leiðist. Fyrst við þekkjum orðið svona vel. Reyndar ekkert bús hér frekar en vanalega, kaffi er svo miklu betra!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 19:05

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kleip Gurrí þig svo ekki í rassinn??? 

Flott grill þarna á myndinni. Ég þyrfti að fá mér svona, er með svo þröngar svalir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Nei Lára, við hittumst við mjólkurkælinn og það var svo mikið af börnum þar.

Takk Gurrí mín, en verð að vera einn þegar "úrslitin" verða tilkynnt.

Þröstur Unnar, 24.5.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband