19.6.2008 | 10:46
Til hamingju með daginn...........
Nú fáum við eitthvað gott að borða í kvöld.
Leyfum elskunni okkar að vera í bleiku á meðan hún eldar kvöldmatinn. Við gætum jafnvel verið í bláu á meðan við horfum á boltann og steikarilmurinn fyllir eldhúsið.
Bleikt og blátt er bara flott saman.
Við gætum svo jafnvel hjálpað henni að skúra á eftir.
Því ekki það.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.6.2008 | 18:43
Eftir langa og stranga innhverfa íhugun..........
eða kannski frekar sjálfhverfa, setti rólegheitaferðin til Miðjarðarhafsins punktinn yfir iið.
Og ákvörðun sem legið hefur í loftinu um tíma, endanlega tekin. En þar með er ekki sagt að björninn sé unninn, svo það er bara að sjá til hvort maðurinn standi við heit sitt við sjálfan sig. Annars fer bara minns aftur á sama stað og reynir að ná sáttum við sjálfan sig ítrekað. Ekki amalegt að dúsa þar aðra viku eða tvær.
En óskaplega verður gott þegar hæ hæ og jibbíjey þagnar í kvöld.
Afsakið augnablik, þarf að horfa á fótbolta........11.6.2008 | 19:53
Er gjörsamlega að tryllast úr leti................ef það er þá hægt.
Umhverfið er nú ekki flóknara en þetta. Bærinn sem ég er í er yfirmáta rólegur, en samt bara passlega fyrir svona afslöppunarferð.
Eitt diskótek og svo náttúrulega strandbarirnir.
Einn og einn syfjaður Mexíkani á stangli, veit ekki hvað í greflinum þeir eru að þvælast hér í kuldanum.
Svo eru auddað gömludansarnir á kvöldin, og ég stóðst ekki mátið og myndaði þessar yndislegu stúlkur sem dönsuðu af mikilli innlifun......
með góðfúslegu leyfi móðurinnar að sjálfsögðu.
Er auðvitað búinn að heimsækja Benedorm og það að kvöldlagi meir að segja. Þar á sér stað hið mesta sukk og svínarí ever, en geggjað kúúl samt að mörgu leiti.
Nema þá helst vændið sem á sér stað þar og hvað er í raun stutt á milli gæfu og ógæfu. Ég þarf eiginlega að tjá mig um það meira seinna.
Í því sambandi segi ég bara í bili, djöfulsins andskotans fucking helvíti.
Annars bara góður og sóldökkur á þeim líkamshlutum sem standa út fyrir sólskyggni barsins......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.6.2008 | 18:43
Niðurhripingur ferðapunkta................
fyrir ykkur dúllurnar mínar á landi íss og auðnar.
Lenti í frumskógum Spánar seint í gærkvöldi og þrusaðist í gegn um flugstöðina Spænsku, í fararbroddi villuráfandi Íslendinga, og þóttist nú nokkuð góður. Eftir þokkalegar farangursheimtur strunsaði minn út á rútuplan í lognmollu og hitasvækju frumskógarins með ecco af spænsku, ensku, íslensku, þýsku, og ecuadorsku í eyrunum. En þá byrjaði vandamálið. Engin rúta merkt með íslenskum stöfum. Íslendingarnir, sem ég var farinn að kvíða svo mikið fyrir að yrðu mér til skammar á hótelinu með drykkjulátum og ótímabundnu kynlífi, hurfu út í niðdimma Spánarnóttina, án þess að kveðja hvorki kóng né prest. Náði að spyrja krakkahóp hvert þau væru að fara:" Veiteggi, í eitthvað einbýlishús, villtu koma með"? "Ok, nei takk fyrir það." Mútaði rútukalli með glænýjum Evruseðli, að skutla mér til Benedorm. Þegar þangað kom svínaði hann fyrir taxa, snarbremsaði, hoppaði út og skipaði honum að skutla mér á hótelið mitt, sem er í c.a 10 km. farlægð frá sukkstaðnum. Taxidriverinn skallaði gangstéttina og bauð mig velkominn í sinn eðal vagn, sem var af gerðinni Opel Astra, dísel knúinn árgerð 1974, held ég. Hann skilaði mér á réttan punkt samkv. GPS um miðnættið, og mikið rosalega var gott að henda sér eftir erfiðan dag.
Þetta hótel sem ég er á, er algjör snilld.
Kíki kannski í sukkið á Benedorm í kvöld, nee segi sona.
Þetta er skrifað með annarri, og nautasteik etin með hinni...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.6.2008 | 15:12
Gerið ekkert sem ég mundi ekki gera.............
Búinn að fá afleysingu í nærbuxnaþvottinn og ætla upp í einhverja flugvél á morgun og sjálfstýringin sett á SSA. Reiknað er með að brotlenda fyrir utan bæinn Albir á Spáni annað kvöld.
Reikna með að fara í stuttbuxur, strigaskó, snjóhvíta hnésokka og spásséra um listasöfn og aðra menningarstaði.
Býst fastlega við sólbrúnum kroppum um víðan völl, sem ég að sjálfsögðu leiði hjá mér eins og miðaldra hefðarmanni sæmir.
Get ekki lofað því að fylgjast ekki með ykkur hérna ormarnir ykkar, á meðan.
Ef ég verð ekki kominn aftur á haustmánuðum, þá verð ég í Úganda og þið getið gleymt mér....
5.6.2008 | 15:38
Úrskurðað í Guðjónsmálinu í dag..............
en því hafði verið frestað á þriðjudaginn. Vúúú spennan magnast. Og segir Skessuhorn að dómarinn sem dæmdi leikinn umrædda hafi ekki dæmt leik síðan þá.
Svo verður annað smámál tekið fyrir í Reykjavík í dag sem á víst að sjónvarpa beint frá.
Jahérna jeg.............farinn í ísbað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.6.2008 | 10:07
Hef mikla þörf fyrir að blogga...............
ákkurat núna, en heilinn í mér er eins og sólþurrkaður tómatur og hef þar af leiðandi ekki nokkurn skapaðan hlut til að segja frá.
Víst má blogga þó maður hafi ekkert að segja.
Hér er hátt hitastig sól og logn.
Þetta fallega útilistaverk eftir Ingu Ragnarsdóttur myndlistarkonu, á lóð Sjúkrahúss Akraness var vígt á Sjómannadaginn. Það heitir Hringrás og á að vera táknrænt fyrir það starf og líf sem á sér stað innan veggja Sjúkrahússins þar sem upphaf og endir lífsins eru daglegt brauð.
Jæja þá.........
31.5.2008 | 12:44
Hvað ef ég hefði staðið þarna en ekki þarna......................
eða þetta hefði verið hinsegin en ekki svona. Hefði ég til dæmis staðið á þeim bletti þar sem nýi hverinn opnaðist í Hveragerði, mikið djö***hefði ég soðnað maður.
Þessi orðatiltæki tröllríða öllum fjölmiðlum í örvæntingarfullri leit að nýjum fréttum um jarðskjálftana á Suðurlandi.
Jú, vissulega voru margir heppnir að vera á "réttum" stað, en kommon þetta er bara komið nóg af "hvað ef".
Við þökkum náttúrulega Guði vorum fyrir að enginn slasaðist meira en varð í þessum hörmungum og ég er engan veginn að gera lítið úr þessum atburði, hugur minn er hjá ykkur sem misstuð.
Kveðja úr Mýrar og Borgafjarðarsýslu........
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2008 | 21:41
Leitað skýringa á því hversvegna hlutfall fótknattleiksmanna á Akranesi er það hátt að það er nánast einsdæmi á heimsvísu...........
Svarið fæst kannski í þætti um fótboltabæinn mikla Akranes, á Rúv annað kvöld, ekki missa af því.
"Vináttulandsleikurinn" algjör vinátta og leikurinn gefinn af landsliðsins hálfu.
Þetta er óttaleg gúrka, ekkert að gerast alveg fram að EM en þá hefst fjörið, meira að segja Kastljósi hent út fyrir EM.
Og þó, Björn Bjarnason harðneitar að biðja þjóðina afsökunar í hlerunarmálinu stóra.
Persónulega finnst mér að hann hafi alls ekki átt að svara Kjartani sjálfur, á alþingi, heldur sitja hjá og láta einhvern annan sjá um svarið.
En það er bara ég............
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 18:56
Þá sjaldan að föður sé hafnað af dóttur sinni.........
Eins og allir vita má alls ekki bora í nefið og hvað þá borða það, það er alveg á hreinu. En þegar pabbinn settist við hlið hennar í sófann og ætlaði að njóta Stundarinnar Okkar sagði hún:
"Pabbi farðu"
"Hvert?"
"Í tölvuna"
"Af hverju, ætlarðu nokkuð að bora í nefið?"
"Já, en ég ætla ekki að borða það" og hreinskilnin skein úr andlitinu.
Náðum samkomulagi um slíkt athæfi sæmdi ekki prinsessum, og snérum okkur að Stundinni.
Annars erum við bara góð............
kl:21:50 pé ess. Þú ert viðskiptavinur minn númer áttatíuþúsund og einn....má bjóða þér köku?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)