o - Hausmynd

o

Engar krassandi fréttir af Írskum Dögum á Akranesi.............

HPIM3122og allt því að þakka segja menn, að tjaldstæðið við Kalmannsvík var lokað "unglingum" að 23ja ára aldri. Jæja þá heldurðu bara, en ekki orð um það meira.

Við vorum bara kúl á því yfir helgina, við feðgin. Kíktum vel skreytt, á leiksvæðið við Jaðarsbakka í gær. Þar var margt og merkilegt að sjá og reyna.

Blöðrur, hattar, andlitsmálning og hrikalegt tæki sem fór hátt upp í loftið og datt svo niður.

"Bara fyrir stóra krakka" sagði pabbinn.

"En ég er stór" sagði hún eftir að hafa klifrað upp á kanntstein. 

HPIM3136Lukum deginum með smá sjónvarpsglápi og poppkorni. Svo var haldið í rúmið sitt og "pabbi tróð einhverju gulu í eyrun sín"

"Mig langar líka í svona"

*dæs og sofn.

 

 

 

HPIM3137Eftir að hafa skilað barninu mínu á lögheimilið sitt, skrapp ég einn rúnt til að athuga hvort það væri virkilega ekkert krassandi eftir helgina hérna. Þurfti ekkert að leita mjög lengi.

Nennti ekki að taka þetta og skila í óskilamuni, heldur tók bara niður GPS punktinn væna mín:66,45,02N og 45,22,17W.

 

Úr sól og blíðu á Skaganum.........


205 leikskólakrakkar settu hátíðina Írskir Dagar á Akranesi í gær.....

Mynd_0400878og byrjuðu á því að reyna að kenna Gísla bæjó að syngja. Það gekk bara ágætlega, því kallinn er vel liðtækur í söng og hefur gert þó nokkuð af því að syngja og spila á nikku í hinum ýmsu uppákomum.

Eftir söng á torgi hins himneska friðar Akratorgi, gengu börnin í halarófu fram hjá vinnustað hans, og í óviðráðanlegu "krúttkasti" hendist hann út á gangstétt og gragar "hæ". Blandaður barnakór öskrar á móti "hæææææ" þótt hæið hafi bara verið ætlað einu barni. Hann hleypur að barni einu og fóstran sem leiðir það brosir hringinn og heldur að hann ætli að faðma sig, en verður fyrir miklum vonbrigðum (held ég ) þegar hann stekkur á barnið, faðmar og kyssir bara það en ekki hana.

Annars verður aðal stuðið og fjandans lætin í kvöld á hinu margrómaða Lopapeysuballi í Sementsgeymslunni.

Það er búið að tjalda partýtjaldinu í næsta húsi og fljótlega verður farið að bera þar út þúsund vatta hljómflutningstækin sem munu halda okkur við efnið fram eftir kvöldi. Það vill samt þannig til að mitt hús snýr þannig við hinu húsinu að lítil hætta stafar af flösku, og grjótkasti í mína glugga.

Æi pínu ýkt. Fannst bara gaman að sjá hversu allir hér skemmtu sér vel í gærkvöldi í þessari líka endemis blíðu.

Er bara góður, og engin truflun af unglingum yfir 23ja hér á efri Skaga.

Mynd stolin, breytt og stílfærð. Skessuhorn á ´ana.......


mbl.is Erilsöm nótt á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hádegið síðastliðinn sunnudag fékk maður.........

HPIM3120mjólk og köku. Svo var eitthvað í Fréttablaðinu sem þurfti að nánari athugunar við. Og þá er gott að geta brugðið á sig gleraugum gamla mannsins, sem eru að vísu apoteksgleraugu, en kallinn sér furðu vel enn þá.

 

Eftir það var gengið á smábátabryggjuna og kíkt ofan í.

"Sérðu Krabbana pabbi?

"Þetta eru ekki Krabbar, þetta er þari"

"Víst, ég þekki Krabba, vertu rólegur pabbi" W00t

Þetta að "vera rólegur" er hátískan í dag, hjá barninu.

Verum bara róleg þar sem við förum, hvort sem það er í umferðinni, á blogginu, á tjaldstæðunum (yfir 23ja) eða bara heima.

Þessi færsla flokkast sem rangsælis url............


Þar hljóp á snærið hjá bloggurum............

thinkingþegar Kenýamanninum Paul Ramses var vísað úr landi í gær. Og þó, það eru nú ekki miklar upplýsingar sem við höfum um málið. Helst er minnst á það að hlífa eigi manninum við brottrekstri vegna þess að hann á barn og konu, og er á aftökulista Kenísku ríkistjórnarinnar.

 

Hvar er aftökulistinn?

Hver er konan hans, sem varð ólétt c.a sjö mánuðum áður en hann kom ólöglega inn í landið?

Er hún Íslensk, eða eru þau bæði ólöglegir innflytjendur?

Er nóg að gera íslenska stelpu ólétta til að fá hæli?

Þetta er örugglega vænsti peyi og búinn að vinna vel sína vinnu, en eigum við ekki að fara bara rólega þangað til allt liggur ljóst fyrir? Það vantar mörg brot til þess að fá heildarmyndina, sýnist mér.

Annars eru allar ábendingar vel þegnar............


Er lífið að fjara út ?

1200EM búið, júní að klára sig og rigningar mánuðurinn tekur við. Einstaka manneskja gengur um götur bæjarins og ef heppnin er með þá opnast dyrnar og bjallan glymur 3svar sinnum á dag. Meira að segja flugurnar eru hálffeimnar við að fljúga inn um dyrnar.

.....fersk angan af hafinu leggur fyrir vitin, og daufur hljómur þriggja strengja gítars, þar sem eiga að vera sex, berst til eyrna. Hann gengur upp moldarstíginn sem liggur úr fjörunni og upp að timburhúsinu. Það er ljós á pallinum fyrir utan, en húsið sjálft er myrkvað. Hljómar gítarsins hverfa en fylgja honum samt........

Afsakið missti mig aðeins í blúsinn.

Eru ekki Ólimpíuleikarnir í handbolta að byrja?

Over and out.........


Henti sjónvarpinu og sjálfum mér með (næstum því) í vegg.............

ham-mastá meðan ég reyndi að fylgjast með útsendingu á leik Tyrkja og Þjóðverja í gærkvöldi. Þulirnir reyndu af fremsta megni að koma sem minnst að lýsingu á leiknum sjálfum, heldur blöðruðu (hægt) um eitthvað allt annað en það sem kom leiknum við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég reyni að fylgjast með lýsingu Adolfs Inga Erlingssonar á sjónvarpsútsendingu og ég lofa að reyna það ekki aftur. Maðurinn á alls ekki að lýsa í sjónvarpi, hann er alltaf einni til tveim mínútum á eftir atburðarásinni. Ágætur í útvarpi þar sem maður sér ekki atburðarásina.

Þá var það nú ekki til að bæta það, að einhver kippti gervihnettinum úr sambandi hvað eftir annað.

Er að hugsa um að hanna minn eigin gervihnött eftir hádegið.

Gvöð hvað ég kvíði fyrir síðustu tveim leikjunum...........


Finn fyrir töluverðum fráhvarfseinkennum.........

EMog leið frekar illa í gærkvöldi. Hringdi áðan í hárgreiðslumeistarann minn til að panta mér klippingu og lagningu, en enginn tími laus fyrr en kl 19:00 í kvöld.

Hugsaði með mér" jæja þá missi ég bara af fyrri hálfleik".

En heyrði svo óvart í útvarpi allra landsmanna að það væri engin leikur í kvöld, hann verður annað kvöld.

Þetta var eins og köld vatnsgusa í andlitið.

Hvað gerir maður þegar maður fær ekki skammtinn sinn?

Verður líf eftir EM?

Farinn í lagningu...................


Írskir dagar á Akranesi - Yngri en 23. ára fá ekki aðgang........

Laundryog þeim sem geta ekki sýnt fram á að hafa greitt aðgangseyri, verður umsvifalaust vísað burt þaðan.

Þá er það á hreinu, takk fyrir.

Ég hef nú reyndar ekki myndað mér skoðun á þessum aldurstakmörkunum, en ef það er að virka í rétta átt, þá er það bara hið besta mál. Bara spurning hver áttin er.

Hátíðinni hefur verið flýtt frá því sem áður hefur verið og verður hún haldin fyrstu vikuna í júlí að þessu sinni.

Að sjálfsögðu verður rauðhærðasti Íslendingurinn valinn að vanda.

Koma svo allir helstu rauðhausar landsins, mæta nú...............


Náði rifflinum þegar mamma og pabbi voru ekki heima.........

Hugsog tók eina létta æfingu fyrir austan hús. Markið var rafmagnstaurarnir tveir sem stóðu saman með allt rafmagnsdraslið á milli sín. Ekki í fyrsta sinn sem minn náði rifflinum, en vissi svosem að það var alveg bannað að leika sér með hann, og líka kindabyssuna.

 

Fór fljótlega að leiðast paufið og ákvað að skjóta bara á ská upp í loftið, í áttina að næsta bæ.

Það væri gaman að vita hvort einhverjum yrði ekki brugðið ef riffilkúla dytti niður við lappir hans, var það sem flaug í gegn um huga 10 ára gamals drengs fyrir mörgum árum.

HrúturHrútur:Fólk veit ekki hvernig það á að taka þér núna svo þú getur alveg eins komið með tvíræð skilaboð. Notaðu tækifærið og stuðaðu allan heiminn.

Eins gott að minns bjó ekki í 101.

Það held ég................


Áður en þetta sjálf um glaða fífl nær að eyðileggja daginn alveg.........

sunætla ég heim hér og nú. Draga fyrir alla glugga, læsa hurðum, éta pantaða samloku frá Galito, poppa sjálfum mér upp í sófa og ekki róta mér fyrr en úrslit í leiknum liggja á borðinu.

Er eiginlega búinn að fá nóg af þeirri gulu, og lít út eins og gamall rauðvínslegin og marineraður Franskur afbrotamaður.

 

 

 

Góða nótt..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband