27.7.2008 | 23:02
Já fröken nú skal eldað.........
hvað heldurðu manneskja. Það vefst nú ekki fyrir þeim gamla að sletta einni steik á pönnuna, eftir að hafa hlustað á tónleika aldarinnar, so far.
Á maður ekki alltaf að fá sér skyrtu í stíl við eldhúsgardínurnar?
Hér er nefnilega hugsað um það sem maður er að gera, og verkið klárað:
"Jæja er maturinn tilbúinn pabbi"?
Annars bara góður, eftir ágæta mynd í flataranum, um stríðshörmungar elskenda í Þýskalandi.
Svo var nú gaman að hlusta á viðtalið við Geir Jón í morgun, held ég sé alveg að ná því þroskastigi að fyrirgefa kallinum það að hafa handtekið mig í Bekkjabíl á Þjóðhátíð endur fyrir löngu, og læsa mig inni í fangaklefa í 30 mín.
Sakargiftir: Rétti einum biksvörtum á lúðurinn, nóta bene, eftir að hann hafði hafið tilraun til hins sama við mig.
"Rasismi" sagði fóstur í löggubúningi, um leið og hann hvarf á bak við Geir Jón.
Geir Jón: " Ertu ekki til í að vera inni í svona hálftíma vinur, á meðan þetta róast allt saman? Þú mátt hafa gítarinn hjá þér"
Dómsorð 30 mín. seinna: " Nokk, nokk. Drífa sig á lappir bekkjabíllin bíður, ætlarðu að missa af Þjóðhátíðinni?
Guð geymi ykkur öll, amen......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.7.2008 | 19:52
Borg óttans heimsótt um nótt - Blaðamaður tjáir sig um bloggið........
Skrapp í borgina í gærkvöldi og rölti í "bæinn" með lífvörð mér við hlið. Aldrei of varlega farið. Miðbærinn var bara troðinn af fólki í góða veðrinu. Er þetta svona allar helgar? Kommon þetta var bara föstudagskvöld.
Hitti blaðamann inni á ölsölufjósi einhverju og sá var ekki par ánægður með okkur bloggara. Sagði bloggið ganga mest út á að rífa niður fólk og níðast á blaðamönnum. Ég fékk mig ekki til að vera honum sammála og espaðist þá kallin um nokkur stig á Richter og sagði: "Hvað munduð þið bloggarar blogga um ef engin væri blaðamaðurinn?"
Sumsé, ef allir blaða og fréttamenn létu af störfum.
Ég er enn að hugsa svarið.
Elska Reykjavík úr öruggri fjarlægð............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.7.2008 | 21:47
Við gerum grín að þeim........
en samt getum við ekki án þeirra verið.
Karlmenn tökum okkur saman í fésinu og hættum því. Gerum frekar grín að ljóskum, eða eru þær kannski konur líka?
(Fámiðlunarefni)
Ekkert svo mikið annað að fást við núna, en hef smá fiðring í fjöðrunum eftir að vinkona mín, sem ég sköttlaði á Fimmvörðuháls um síðustu helgi, kom og færði mér rauðvínsflösku og dýrindis ostakörfu. Og ætlaði síðan að líta við á Ölstofu einhverri í borg óttans.
Dýrindis vinur.......
24.7.2008 | 16:45
Hún sló mig á vangann........
hugsunin um
að þurfa
að verða
að vera vinur.
Djúpt? Jamm, það held ég.
Mig langar að benda lesendum á þessa frábæru færslu Steinu bloggvinkonu minnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2008 | 13:42
Þó nokkur umferð gangandi - Myndablogg.....
Ég lánaði sjálfan mig í það verkefni á laugardagsmorguninn, að skutla tveim dömum upp að Fúkka, sem er skáli Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi. Með því styttu þær sér leiðina í Þórsmörk um tvo til þrjá tíma.
Fúkki heitir reyndar Baldvinsskáli en ber fúkkanafnið með rentu. Þar er ekki einu sinni hægt að matast fyrir fúkkalykt og ekkert hefur verið hugsað um skálann í áraraðir þó Ferðafélagið hafi lofað að taka hann í gegn, þegar þeir tóku við honum, árið 2003.
Alveg er það sorglegt hve lítið er hugsað um aðstöðu ferðamanna á hálendinu.
Þarna eru "dömurnar" að leggja í´ann.
Eyjafjallajökull í baksýn.
Vaðið yfir Skógá var grunnt og lítið í ánni.
Varð að hafa eina mynd af vini mínum með.
Svangur og þyrstur kom ég niður af hálsinum og ákvað að fá mér eitthvað við því. Renndi upp að húsi sem var vel merkt að utan " Restaurant -Shop ".
Bað um samloku en stúlkan horfði á mig í forundran og sagði: " I do not understand. Do you speak english?"
Það held ég...............
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.7.2008 | 23:48
Ég elska þig litli engilinn minn.........
og þú veitir mér í ómældum skammti ást þína á móti.
Pabbi.
Það þarf ekki alltaf tilefni og pabbar meiga gráta líka.................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
17.7.2008 | 22:16
Amanda, ég hef þyngst svolítið..........
en láttu það ekki á þig fá, ég spila fyrir þig...............
Kv. Boston.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2008 | 14:53
Starfsstúlka óskast - Tímabundin ráðning.
Þarf að hafa óbilandi áhuga á draumráðningum og vera vön kristalkúlum. Hér er um að ræða frábært tækifæri fyrir viðkomandi aðila á að öðlast frægð og frama í greininni.
Þyrlupróf æskilegt en ekki nauðsyn.
Má hafa með sér börn.
Laun samkv. kjarasamningi Bakarasveinafélags Íslands.
Starfsstaður: Athugasemdarkerfi við þessa færslu.
Starfslýsing: Ráðning á eftirfarandi draumi.
"Mann nokkurn dreymir sig vera boðinn í kaffi til vinkonu sinnar úr grárri forneskju. Hún býður honum upp á kaffi og kex úr hvítri krukku með bláum upphleyptum stjörnum. Konan er einstaklega mikið ófrísk."
Ath: Hér er ekki um fastráðningu að ræða og öllum umsóknum mun svarað fullum hálsi.....
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.7.2008 | 10:24
Nýtt á blogginu.
Hef verið að velta því fyrir mér með bloggið, hvort væri ekki hægt að hlaða því niður á tölvuna sína. Maður þarf nú stundum að skoða eldri færslur og minnið er ekki að rúma árið aftur í tímann eða hvað þá lengra. Svo tekur langan tíma að fletta til baka og rifja upp á blogginu.
Setti inn fyrirspurn til bloggmeistaranna og svarið barst nánast um hæl. Þeir eru í þessum rituðu orðum að útbúa síðu þar sem bloggarar geta afritað og sýslað með allt sitt blogg, ásamt myndum og athugasemdum.
Snillar, ekki satt?
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2008 | 16:37
Skítt með helvítis kerfið............
Er það virkilega að fara fyrir brjóstið á ykkur, þótt heyrist eitt blótsyrði.
Skítt með það. Pétur er snilli og maður bara mígur á sig af hlátri við að horfa á gaurinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)