12.5.2008 | 01:11
Það munar millimetrum.............
að ég skelli mér í borg óttans og djammi í alla nótt.
Þú þarft bara að segja "koddu bara" og minn farinn.
Meina þig addna, sem ég tek mark á.
Annars bara, "seinna meir sé ég við þér".....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2008 | 22:31
Haltu fast í drauma þína - Nostalgíukast hérna megin........
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.5.2008 | 20:58
Það verður stuð í borginni næstu tvö árin.........
þó Óli F segi bara eitt ár eða skemur. Snilldarleikur hjá kallinum, bara eitt ár í einu, og Kobbi kominn í þokkalegt djobb. Hef reyndar aldrei fílað hann sem skemmtikraft, en gefum honum sjéns eitt til tvö ár í viðbót, svo má hann leggja sig á hilluna, eins og Eiður Smári.
Jebb, mér er svo sem alveg sama þó rjúki úr eyrunum á Svandísi, bara að það berist ekki yfir flóann og hingað á Skagann, þar sem Gísli bæjó ætlar að taka við 40 einstæðum mæðrum frá, hvað, Kólumbíu eða eitthvað sollis. Jú fínt mál að hjálpa til, bara að kenna þeim ÍSL 103 með hraði og þá verður þetta allt í gúddí.
En að alvarlegri málum.
Þessum bláa Fordson Stegamajor var stolið af bæ einum á Vesturlandi um daginn. Æi látið nú lögguna vita ef þið sjáið hann einhverstaðar á rúntinum.
ps. Ef þú drekkur kaffi úr mjólkurglasi, og ert í vafa um sjálfið þitt, þá get ég ráðlagt þér.........
Flyttu á Blönduós...........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2008 | 20:17
Bílvelta í Landmannalaugum - Af gefnu tilefni..............
já myndin í Fréttablaðinu í dag er mín. Örbloggaði um þetta um daginn og birti mynd af Patrol á hvolfi. Í gær hafði svo fréttamaður samband við mig og fékk leyfi til að nota myndir frá "atburðinum".
Nokkur símtöl, flest vinaleg og nokkur e-mail, flest kurteis voru afgreidd í morgun, en sum voru ekki afgreidd sökum ókurteisi sendanda.
Blogga kannski seinna um þetta, nenni ekki núna...........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.5.2008 | 15:42
Veggspjald til verndar náttúrunni ...........
3.5.2008 | 08:45
Jú það er rétt - Ég ætti að vera staddur á Vatnajökli núna.......
en eftir langar og strangar vangaveltur um kostnað ferðarinnar, samanburð á helgarferð til Köben, Manchester, París, London, eða tunglferð þá endaði það með því að ég strækaði á ferðina og sit heima í uppreisn yfir olíuverði án þess að nokkur veiti því minnstu athygli.
Kostnaður við jökulferð.
Olía 40.000 kr
Samlokur 1.400 kr
Vatn 0 kr.
Samtals: ISK 41.400.......
Ferð til Köben:
Flug gisting og morgunmatur 70.000 kr.
Carlsberg 1.200 kr
Aðdáun Danskra yngismeyja 0 kr.
Samtals: IKR 71.200
Sko, ekki segja mér að þið séuð sofandi ennþá svefnpurkurnar ykkar. Hér varð farið á fætur kl:07:00 sharp á tíma (GMT) Casablanca, Monrovia, Reykjavik, og beðið eftir Gríslingunum í sjónvarpi allra landsmanna, og so Ávaxtakörfuna og so Hafmeyjuna og so Dóru, og so, og so, og " pabbi þú mátt alveg horfa á með mér "
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2008 | 15:01
Ekki nein ný vísindi, sosum................
að fleiri sýklar séu á lyklaborðum heldur en klóset z um.
Fólk reynir nú að hafa seturnar þokkalega hreinar en gleymir svo að þvo sér um hendur eftir klóstetferðir, borar í nebbann og dembir sér svo á bloggið.
Nee ekki ég, kjánarnir ykkar.
E haggi?
![]() |
Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2008 | 09:59
Af því að ég vil ekki hafa klámmynd........
efst á blogginu mínu þegar ég opna það, en tími ekki að henda henni, og til mótvægis við síðustu færslu, þá birti ég hérna eitt af mínum uppáhaldsljóðum.
½ dl hörfræ
½ dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
½ dl rúgkjarnar
4 dl vatn
8 dl hveiti
1 dl hveitiklíð
¾ msk salt
2 ½ tsk þurrger
1 lítið egg
3 ½ dl volgt vatn
Hafið öll sem yndislegastan dag.
Farinn að þvo nærjur, hvíta sloppa og græn föt...........
1. maí my assBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.4.2008 | 21:17
Ég get sko alveg bloggað um skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga.......
en ætla sko alls ekki að gera það.En af hverju eru þær í grænum fötum, en geislunarfróðir í bláum. Mér finnst ekkert róandi við grænt, verð til dæmis alveg vitlaus á sumrin þegar ég sé grænar torfur af grasi og hleyp um víðan völl í leit að tjaldstæði. Hef meira að segja séð grænt eldhús og fékk létt hjartastopp.
Æi sjáum til, bíð bara eftir að þeir í hvítu sloppunum banki hjá mér og bjóði mér vinsamlegast að koma með sér.
Hvort finnst þér betra að hafa rjómann ofan á Seríosinu eða undir því?
Ok þá, ég skal taka pillu...........
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2008 | 10:31
Ég er ríkur - Vann í lottóinu....................
Er ekki yndislegt hvernig sumarið byrjar hjá manni. Frábært veður, mikið frí (not?) og ríkidæmi.
Var sem sagt að vinna eina miljón Evrur í Hollenska Ríkislottóinu.
Býð öllum bloggvinum í hitting á Rojal Hotel Plaza í París og að sjálfsögðu borga ég brúsann.
You have won the prize Sum of 1 ,000,000.00 Only (One million Euro),
INT.LOTTERY Netherlands.
For further development for Clarification and procedure please
Contact ,MICHAEL HOLMES, Sponsor Loterij International.
TEL:0031-622-618-335
Þarf bara að gefa upp kortanúmerið mitt og þá leggja þeir inn hjá mér.
Varð að setja með mynd af því hvernig á að þekkja ríku mennina frá hinum fátæku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)