o - Hausmynd

o

Færsluflokkur: Dægurmál

Nakin kona (næstum því) - Önnur sem heimsótti forsetann þegar hann lá fárveikur í flensu.............

já, ég er að nýta mér frægð annarra með þessari fyrirsögn. Sko, þetta er ekki getraun. Þið sem fylgst hafið með vitið hvað ég á við, þið hin verðið bara að lifa með því að vita ekkert í ykkar haus. En ég held að ég hafi fengið of stóran skammt heimsóknum kvenna og ofmetnast af kommentum við síðustu færslu. En er samt þess fullviss að ég næ góðum bata fljótt og allt fellur í ljúfa löð (oj ljótt orð) fyrr en varir. Og fyrr en varir (hvað kemur á undan vörum?) verð ég aftur farin að blogga um barnið mitt, volæði, kvenmannsleysi, vinnuofálag, yfirtöku Bjarna Ármanns á Akraneskaupstað, feminista, tunglið og hrafnana sem ég tala við á hverjum degi, Gurrí þegar hún flengist í Einarsbúð, tölvuskjáinn minn sem þrútnar stundum út þegar ég les Jenný Önnu, turn-offið hennar Ellý Ármanns, hjartakremjandi færslur Jónu, Dúu dásamlegu, Davíð Oddson, ne nú gekk ég of langt.

Æi hafði ekkert að segja frekar en í gær, þannig að ég lét köttinn hlaupa yfir lyklaborðið og þá komu þessir stafir bara.

Á Vatnajökli

 

 

 

Mig langar þarna uppeftir.

 

Farinn að taka pilluna mína..............


Þið öll, til sjávar og sveita, bæjar eða borgar, bloggvinir, upprennandi og efnilegir samferðamenn og konur........

HPIM1584hvurslags eiginlega rugl er þetta. Jæja þá, þið sem lesið þetta, innilegustu óskir um gleðileg áramót og hafið hjartakremjandi þökk fyrir hérumbil liðið ár.

Þetta á ekki að vera annáll ársins hjá mér en mig langar að minnast aðeins á það, að þið sem hafið séð ykkur fært að verða bloggvinir mínir og skutlað inn á mig einu og einu kommenti á þessu ári sem er eitt af erfiðari árum lífs míns, hafið ekki hugmynd um hve mikið það hefur gefið mér. (ætla ekkert að segja ykkur það núna) GetLost Kanski seinna.

And just for the fun:

Það býr myndarleg einstæð móðir við hliðina á mér. Við hittumst stundum út á stétt þegar sá gállinn er á okkur að þurfa að reykja samtímis. Áðan er við vorum úti að soga í okkur yndislegt kolefnisjafnað andrúmsloftið spurði hún mig upp úr eins manns hljóði:

"Skýtur þú mikið?"

Ég roðnaði í norðan nepjunni, því ég get svarið að mér heyrðist hún spyrja með einföldu.

Alveg satt...............

 

Get ekki lofað að þetta verði síðasta færsla ársins, en ekki taka mark á því ef ég blogga um malt og appelsín seint í kvöld.

Ég kærði köttinn minn fyrir kynferðislega áreiti árið 1999.................

Fuck u kisaen hann sat fyrir mér þegar ég kom úr sturtunni og stökk á þetta sem dinglar framan á karlmönnum, og klóraði. Hélt örugglega að þetta væri rækja, sem að sjálfsögðu er mikill misskilningur og líkist ekki þeirri dýrategund. En sum sé ekkert varð af handtöku þar sem dýrið flúði að heiman og hefur ekki sést síðan.

 

Alveg satt............


mbl.is Sakaður um snjóboltaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðríður Haraldsdóttir með útvarpsþátt á Útvarpi Akranes - Óli Palli með sinn 600. Rokklandsþátt á morgun.......

HPIM1886

Guðríður Haraldsdóttir

Blaðakonan og bloggvinur minn Gurrí var með bráðskemmtilegan þátt í jólaútvarpi okkar Skagamanna áðan, þar sem hún kenndi okkur að lesa ýmislegt út úr kaffidrykkju og hafragrautsáti, pínu bókarýni, tónlist og spjalli við Óla Palla. Konan sú sem rétt náði í þáttinn eftir að hafa sigrað Hafnfirðinga í Útsvari í gærkvöldi, (með smá aðstoð Sigrúnar og Bjarna.) Svo á hún örugglega eftir að lesa eins og þrjár bækur fyrir kvöldið, jahérna mikið að gera hjá frægafólkinu.

Verð alveg að viðurkenna löngun mína í að rjúka heim úr vinnunni og sækja myndavélina, bruna í Skrúðgarðinn, ná mynd af þeim saman. Held ég sé að smitast af blaðamannsveiki......

Óli kallinn er svo að dúndra sínum 600. Rokklandsþætti í loftið á morgun. Þættir sem ég hef reynt að missa ekki af í gegn um árin.

Til hamingju þið bæði tvö.

Mynd af Gurrí stolin af bloggsíðu hennar.

Mynd af Óla tók ég sjálfur á þorrablóti í flugskýli.

So far so sweet...........


Alvarleg rólegheit gera vart við sig.....

Jólakonasem gæti verið fyrirboði hátíðatstorms. Eða kannski jöfnunaraðgerð hugans til að lifa af tímabilið.

Eins er það með veðrið, nú er logn og blíða á Skaganum.

Fékk mér nýja vinkonu á föstudaginn:

2,66 megariðin sjá alfarið um að allt gangi hnökralaust fyrir sig og engar tafir verði á framkvæmdum.

2ja gígabæta minnið sér um að allt verði geymt en ekki gleymt.

500 gígabæta diskurinn sér alfarið um vistun á öllu, nema mér sjálfum, til frambúðar.

Svo er bara að vera duglegur að afrita þessa elsku nógu oft, svo ekkert tapist ef svo skildi fara að hún gæfist upp, eins og fyrirrennarar hennar.

 

Jamm esskurnar.......


" Leikskólakonan sagði að ég mætti ekki alltaf vera prinsessa"..................

HPIM2968Bara hinn (þrír fingur upp í loft). (Skiljist sem ekki á morgun heldur hinn).

Sem sagt maður á ekki að koma daglega í prinsessukjól í leikskólann. Gert er ráð fyrir að börnin skeri sig ekki of mikið úr í klæðaburði, skilst mér, svona dags daglega. Hið besta mál.

Þannig að í dag,var ég bara í forljótum svörtum joggingbuxum þegar pabbi kom í hádeginu og sótti mig, þar sem ég er lasin og var svo "hræðilega" ( að eigin sögn) þreytt, að ég sofnaði bara með hausinn inni í skápnum hjá honum pabba mínum.

 

*Dæs......


Nauðganir - Misnotkun á börnum - Morð - Iðrun morðingja - Káfandi Pólverjar.........

Tákneru helstu málaflokkar bloggara á moggabloggi þessa dagana. Og í þokkabót leynilegur saumaklúbbur bloggvinkvenna.

Pizzan var vond.

Hommamynd í sjónvarpinu.

Mér leiðist.

Les Stormskerið aftur og aftur.

Það held ég ................


50 kíló af nærbuxum og 50 kíló af tuskum í flokknum Þvegið og þurkað.....................

um helgina, geggt gaman. Annars var ég að lesa bráðskemmtilegan pistil blaðamanns moggans, sem slóst í för með Mugison fyrir vestan, fyrir og eftir tónleika sem hann hélt þar. Gaman að því að maður eins og Muggi skuli halda tryggð við sitt heimahérað en ekki lenda á malbikinu eins og flestir "frægu" poppararnir hafa tilhneigingu til. Svo verður hann með tónleika á NASA í kvöld sem mig dauðlangar að sjá, en nenni ekki einn og hef engan til að fara með *sniff sniff og búhú.

Næsta vika á eftir að verða erfið í tilfinningalitrófinu og best að undirbúa það með því að vorkenna sjálfum sér pínu, og skutla hérna inn myndbandi með hinum svo ágætis söngvara Enrique Iglesias þar sem hann flytur lagið Tired Of Being Sorry.

Komma so og vorkenna manni pínu allir saman nú...........

 


Stuðninghópur kvenna með duldar þrár - Taka tvö...................

Alveg satt,ég var búinn að skrifa smá stafarugl í gær við fyrri færslu og copy past úr word, en með óútskýranlegum hætti hvarf færslan eins og fæti væri veifað. Nennti ekki að skrifa allt heila klabbið aftur og svo bara leit þetta helvíti vel út svona autt, og fékk meira að segja komment frá sætustu bloggdúllunum mínum fyrir vikið.

En: 

eftir ferð til Borgarinnar um helgina finnst mér kominn tími til að stofna þennan félagskap. Rakst óneitanlega á þörfina, en meiddi mig ekkert sosum, bara pínu í hjartanu þeirra vegna. Ég veit sosum líka að það verður engin þátttaka, en er samt tilbúinn með stofnfundargerð til undirritunar. Meira seinna krúttin mín.

Með bestu kveðjum yfir Flóann, af heilögum Skaga...........

 

Jebb beib...........


Stuðningshópur kvenna með duldar þrár....................

 

 

 

 

 

 

 

 

Jebb............


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband