o - Hausmynd

o

Færsluflokkur: Dægurmál

Algjörlega óviðunandi bloggleti..................

hefur hrjáð mig undanfarið og eiginlega öll almenn leti. En hef þó drullast til að þvo á fjórða hundrað kíló af þvotti samt. Og síðan bara hangið heima og látið mér leiðast heil reiðinnar býsn. Er að hugsa um að kalla þessa helgi Þrek og Tár. En fucking nóg um það, eins og ein bloggvinkona mín mundi kannski orða það.

Föstudagurinn einkenndist af verslunarleiðangri  í IKEA, Rúmfatalagerinn og Heimilistæki. Sit einmitt hérna núna og virði fyrir mér árangurinn og er þokkalega sáttur við afrekið. En það sem verra er að ég þarf að fara aftur á morgun í IKEA og einhverja aðra búð, því ekki er hægt að búast við því að maður sem hrjáist af verslunarkjarnafælni, klári svona innkaup á einum degi ooo nei.

Ætli sé hægt að fá lánaða verslunarleiðangurskonu einhverstaðar?

Sófinn

 

 

Hvernig finnst ykkur liturinn á sófanum?

Er að spá í svona lit á Lazy Boy stól og sófa.

Jess sör.............


Af mænuvökvasjúklingi og yndislegri vinkonu úr grárri forneskju.....................

Útskrifaðist af Landspítalanum í gær og hana nú. Ástæða innlagnarinnar var að það fannst pínu blóð í mænuvökvasullinu, svo lítið að það sást ekki í fyrstu. Var skipað að rúlla mér beint í bæinn og inn á bráðamóttöku sem ég og hlýddi svo til strax. Þar tók við mér haugur af hjúkkum sem rúlluðu mér fram og aftur um ganga spítalans á milli þess sem ég var stungin, bankaður, kreistur, sneiðmyndaður,skuggasneiðmyndaður og eitthvað miklu fleira sem ég kann ekki að nefna. Mér fannst ég eins og alvöru mænuvökvasjúklingur þar sem mér var rúllað í hjólastól um allt og mátti ekki nefna upphátt að mig langaði að ganga. Skrýtið hvað maður verður miklu veikari um leið og maður sest í hjólastól. Fannst alveg eins og lífið væri að fjara út, á 20 km hraða um ranghala slysó. Fyrsta skuggasneiðmyndartakan klikkaði og þá var klukkan langt gengin í kvöldmat á föstudaginn og mér skipað að vera kyrr um nóttina hjá hjúkkunum. Það samþykkti ég hinsvegar ekki og rauk út í Stóra-Rauð (með hjúkkurnar á bakinu, óskhyggja) og ók sem leið lá upp á Skagann indæla, eftir að hafa gefið loforð um að mæta kl 11:00 sharp, daginn eftir.

Í törninni á laugardeginum klikkaði ekkert og ég útskrifaður sem heill maður með stöku hausverkjaköst, (sem mundu drepa djöfulinn ef hann væri til) af ungri og fallegri hjúkrunarkonu. Skrítið hvað er lítið af karlmannalæknum þarna, ekki það að ég sé að kvarta ne ne.

Elva

 

 

Var að horfa á þáttinn hennar Evu Maríu á Rúv þar sem hún spjallaði við gamla vinkonu mína Elvu Ósk Ólafsdóttur. En Elva er ein af þeim konum sem verða bara fallegri með aldrinum og alltaf með hjartað á réttum stað.

Frábærir þættir hjá Evu Maríu.

Það held ég nú góðir hálsar..........


Útsofelsi - Vorhret - Merkilegur dagur...................

Það var ekkert sem vakti mig í morgun um kl. tíu og það finnst mér merkilegt. Að geta sofið svona hræðilega lengi án þess að vakna. (er maður ekki sofandi þá, ef maður er ekki vakandi?) Espaðist allur upp þegar ég áttaði mig á því hvað klukkan var orðin margt. En veit ekki af hverju, það var sosum ekkert sem lá fyrir að gera í dag. Nenni sosum ekki til Borgarinnar að versla í IKEA þó það sé nú reyndar ýmislegt sem vantar. Þá er ég líka haldin þessum hræðilega sjúkdómi Verslunarkjarnafælni, sem ekki hefur fengið viðurkenningu lækna á að vera sjúkdómur, en gæti kannski flokkast sem félagsfælni, bíts me.

Anyway, skítaveður á Skaganum núna, þið elskurnar sem vitið það ekki nú þegar, og ekki köttum út sigandi. Hundum virðist þó alltaf vera út sigandi. En fátt pirrar mig meira en rattattinn í næsta húsi sem gjammar eitt gjamm á 5 sekúndna fresti þegar honum er hleypt út á miljónkróna pallinn sem smíðaður var í sumar, en sem betur fer opnast garðdyrnar yfirleitt alltaf eftir tíu mínútna útiveru kvikindisins og frúin kallar "koddu,koddu,koddu".

HPIM1553

 

 

 

Annars er eitt sem gerir þennan dag merkilegri en aðra daga fyrir mig, að fyrir þremur árum fæddist í þennan heim eitt af fjórum ljósum lífs míns, hún Eydís Lára.


Fallegt fólk í ljótu hylki..................

Á hverjum degi sé ég mjög ófríða konu, sem ég hef aldrei talað við, en hef oft hugsað um hvernig henni líði og hvernig lífi hún lifi. Svona hugsanir skjóta iðulega upp kollinum hjá mér varðandi allskonar fólk, bæði fallegt og ófrítt, bara fólk almennt. Þetta með ófríðu konuna er ekkert að ásækja mig, en datt hún í hug eftir að hafa horft á fréttirnar áðan um hina óhefðbundnu fegurðarsamkeppni sem haldin var fyrir vestan í sumar, og einhver útlensk kona gerði heimildarmynd um.

Ég er frekar hlédrægur, nánast feiminn og hef mig sjaldan frammi í að tala við fólk að fyrra bragði nema um sé að ræða eitthvað sem tengist verslun, viðskiptum eða vinnu. En í dag þurfti ég að tala við konuna ófríðu varðandi vinnuna. Samtalið teygðist aðeins og konan breyttist hægt og rólega í fallega manneskju. Við kvöddumst og mér sýndist ég sjá þakklæti í svipnum hennar. 

Þetta eru sosum engin ný vísindi, en bara smá áminning.

Jamm..........


Augnablik lét ég hann fara í taugarnar á mér, þennan bloggara Jón Val...........

þegar hann var með sína egósísku pistla í kommentakefinu hennar Mörtu en eftir lestur æðruleysis svara hennar við þessum prédikunum hvarf sú líðan sem dögg fyrir sólu.

Mér finnst að hann ætti bara að gefa út sitt eigið ritskoðaða pistlablað í pappírsformi ritskoðað af sínum 5 jáurum. Veit sosum ekki hver mundi kaupa það,  en það má ekki kosta mikið.

Bloggið er einfaldlega ekki fyrir svona herra sem henda út og loka á þá sem eru ekki þeim sammála. Hann ætti bara velja sér annan miðil til að koma sér á framfæri.

Minnir mig óneitanlega á Þjóðverja sem var uppi um 1939.

Piss me off no longer.......................


Forblaut formúla - Blíða í dag - Brjálað á morgun - Blaðamenn fylgjast með ferðum

okkar sem nennum ekki að elda heima. Hef þetta eftir áræðanlegum heimildum. Fyrsta eftirgrennslan átti sér stað í gærkvöldi á veitingastað á Akranesi. Sjá hér  Kannski er verið að gera úttekt á því hvort sé ekki hagkvæmara að byggja aðra hverja íbúð án eldhúss fyrir þá sem elda ekki heima hjá sér.

Formúlan var æsispennandi í lokin en Hammilton sigraði.

Í gærkvöldi fór það eins og mig grunaði. Ég gafst upp á viðgerðunum og tók hægribeygju niður á Mörk í staðin fyrir vinstri heim. Þar var bara slakað sér og spjallað við Pólverja úr Borgarnesi sem finnst miklu skemmtilegra að koma á Skagann um helgar heldur en hírast á Nesinu. Skil þá fullkomlega, Skagastelpurnar eru hrikalegar sætar upp til fjárhópa.

Þá vatt sér að mér kona ein og ávarpaði mig með fullu nafni, hafði aldrei séð hana, en hún sagðist þekkja mig af vangasvipnum á blogginu. Hún fékk að taka af mér mynd og fékk leyfi til að birta hana á blogginu, sem að sjálfsögðu var auðsótt mál þar sem minn var á þriðja bjór og fjórða skoti. Hún sagðist skoða blogg Gurríarreglulega og sagði mig oft "hnyttin" í tilsvörum. Svo hváði hún þegar ég sagði henni að ég þekkti Gurrí ekki neitt og hefði aldrei séða hana. Skrítið.

Annars allt fínt af Skaganum, bara rjómablíða í dag en spáir sunnansjötíu á morgun.

Sí jú.........

 


Skrapp á hálendið................að vísu fyrrir nokkru síðan,

HPIM1341

 

 og smellti einni af þessum.

Hann er ekki jafn ógnvekjandi sjálfur eins og umhverfið í kring um hann, og er ekki í almannaleið.

Hafið þið séð hann?

 

 

 

 

 

 

 Lónið

 

 

 

 

Á heimleið, ein mynd af jaka á leið sinni á haf út.


Helgin loks á enda og venjulegur vinnudagur á næstu grösum.

Hvað er með þessi grös geta þau ekki bara drepist svo veturinn komist að? Sólin að gera útaf við mann rétt þegar maður var að byrja að fagna rigningunni. Best að láta af þessum fögnum næst þegar rignir.

Jæja, búin að vera annasöm helgi og gott að geta slappað af í kvöld.

Þvegið - þurrkað - smíðað - málað (listaverk sem enginn má sjá) - skrifað texta (sem enginn má sjá) - horft á landsleikinn góða á móti Spánverjum - ekki bloggað - hugsað - tekin ákvörðun.

Heyrði einhver staðar að margir menn hefðu verið handteknir í borg dauðans er þeir migu á veggi. Loksins er lögreglan að gera eitthvað í málunum þarna suðurfrá, manni finnst nú nóg komið með allan djöfulganginn þarna um helgar. Mundi hugsa mig tvisvar um ef ég þyrfti að fara í miðbæ Reykjavíkur ófullur og þá án " ég get allt og lem þig " svipsins, einhverja helgina. Svo er náttúrulega öryggi í því að hafa sérsveitina við höndina ef maður þyrfti að míga, eða einhver dólgurinn, eða dólgynjan færu að abbast uppá mann.

Jebb, só far só gút.........


Kárahnjúkar - Litli og stóri - Myndablogg

HPIM1271Skrapp upp að Kárahnjúkum skömmu eftir að byrjað var að HPIM1297grafa.

 

 

 

Og ósköp var maður lítill í þessu landslagi.


Það er eitthvað við veturinn

HPIM1589sem fær mann til að hlakka til. Snjórinn, ferska loftið, fjöllin, kyrrðin, einn og einn einmana Hrafn.

Þá er gott að vera á röltinu á sunnudagsmorgni og taka myndir.

 

 Jess sör.......


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband