25.11.2008 | 23:36
Myndband sem gott er að horfa á rétt fyrir svefninn................
maður sofnar svo óskaplega varlega.
Myndbandið er tvísýnt, sem sagt sýnt tvisvar í runu, og í seinna skiptið læt ég tónlistina dofna og náttúrulegu hljóðin frá veðri og vinnandi mönnum um borð í fylgdarskipinu spila sína tónlist í bland við hina.
Þetta kippir manni nokkur ár aftur í tíma þegar siglt var daglega inn og út með þessum hrikalegu hömrum gnæfandi yfir skipi og áhöfn. Og oft virtist vera tvísýnt um hvort skipið slengdist í klettavegginn en það voru snillingar í brúnni.
Ok, tónlistin í botn og myndbandið í fullscreen.
Að svo búnu sé ég öngva ástæðu til að vaka lengur.................................
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 08:12
Blautt, kalt og þynnka er það sem mér dettur í hug við að horfa á þetta.
Fékk þokkalegt nostalgíukast við að horfa á þetta. Rosalega svæfandi svona sjólag ef maður er ekki á vakt sko.
Sverrir Einarsson, 26.11.2008 kl. 08:33
Ferlega flottur sjór! Ég hefði hinsvegar ekkert endilega viljað vera um borð í bátnum......
Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 09:07
Ég verð að viðurkenna að ég fékk smá velgju, þó mig langaði líka til að sigla með á bátnum.
Ásta S (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.