o - Hausmynd

o

Hvort er meira leim að vera umvafinn lopa..................

Lopieða með hann í andlitinu?

Sumir sem missa hárið af höfðinu, fá sjálfstraustið aftur með því að safna lopa í andlitið.

Það var sagt mér fyrir ekki svo löngu síðan að ég væri hálf leim í peysunni minni.

 

Hún var rauð, hvít og móbrún. Held hún hafi verið garðaprjónuð. GetLost

Hún var líka hlý og mér þótti vænt um hana.

Ég vann einu sinni með rosknum manni við fiskflökun. Hann var alltaf í lopapeysu og engu undir, vetur sumar vor og haust. Honum var alltaf jafn hlítt, ekki heitt heldur hlítt.

Mér þótti vænt um hann, en hann er dáinn.

ATH: Hrútaskráin er komin út.........................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Betra að vera umvafinn ekki nokkur smurning.

Ég hlálega settur er saman
ég segi það rétt eins og er.
Ég skelfilegt skegg hef í framan
en skallinn er gljáandi ber.

Höfundur þessarar snilldar vísu er gamall skólabróðir og orti  þetta um þáverandi  skólastjóra Bændaskólans á Hólum en núverandi þingmann Jón Bjarnason, hverjju orði sannara.

ps. ég man ekki til þess að sjá hann oft í lopapeysu.

Sverrir Einarsson, 25.11.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert sko bara flottur í peysunni, lopi um skrokk er unaður ekki spurning, en líkami umvafinn öðrum er samt best.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tjah.... það fer algjörlega eftir.........

Láttu mig vita þegar þú ert búinn að safna lopa í feisið á þér og ég skal koma og dæma! Ég er nefnilega eins og Jesú í hjáverkum - dæmi lifendur og dauða

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....hvar er peysan þín núna?

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 18:26

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hey og hrútaskráin.... hún er gefin út í minni sveit

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 18:26

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Díj... hvaða dónaskapur er þetta í Ásdísi?

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 18:27

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er þetta einhver dónasíða eða hvað?

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 18:27

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekki láta þessar stelpur hér að ofan hafa áhrif á þig, vertu bara eins og þú ert nakinn eða umvafinn lopa.  Bara eins og þú fílar það hverju sinni.  Úps nú kemur Hrönn alveg á fullu, dóna hvað?

Ía Jóhannsdóttir, 25.11.2008 kl. 19:31

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Obbosí. Hvað gengur á hér.

Ég sé engan dónaskap við lopa, nema þegar hann hefur dottið af höfuðum manna.

Hrönn ég safna ekki hári í andlitið, þá fyrst mundi Dúa telja mig fríðan og því þori ég ekki.

Sverrir takk fyrir limruna atarna 

ÍA þær hafa engin völd hér, því ég verð víst bara að vera eins og ég er og ef ég væri það ekki þá væri ég eins og hinir, sem gerir málið all verulega flóknara.

Þröstur Unnar, 25.11.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband