Færsluflokkur: Dægurmál
28.5.2008 | 21:41
Leitað skýringa á því hversvegna hlutfall fótknattleiksmanna á Akranesi er það hátt að það er nánast einsdæmi á heimsvísu...........
Svarið fæst kannski í þætti um fótboltabæinn mikla Akranes, á Rúv annað kvöld, ekki missa af því.
"Vináttulandsleikurinn" algjör vinátta og leikurinn gefinn af landsliðsins hálfu.
Þetta er óttaleg gúrka, ekkert að gerast alveg fram að EM en þá hefst fjörið, meira að segja Kastljósi hent út fyrir EM.
Og þó, Björn Bjarnason harðneitar að biðja þjóðina afsökunar í hlerunarmálinu stóra.
Persónulega finnst mér að hann hafi alls ekki átt að svara Kjartani sjálfur, á alþingi, heldur sitja hjá og láta einhvern annan sjá um svarið.
En það er bara ég............
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2008 | 14:11
Hvað gerir þú, þegar sá sem þú treystir fyrir sjálfum þér, er ekki alveg að höndla traustið?
Jú, oftast tekur maður því eins og hverju öðru hunds eða kattarbiti, og heldur áfram að leita að einverjum sem gæti tekið við titlinum. En svo skrítið er það nú með suma, að þeir sogast oft að þeim sem eru ekki líklegir til þessa að valda þeim titli þegar á reynir.
Það held ég........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 20:58
Það verður stuð í borginni næstu tvö árin.........
þó Óli F segi bara eitt ár eða skemur. Snilldarleikur hjá kallinum, bara eitt ár í einu, og Kobbi kominn í þokkalegt djobb. Hef reyndar aldrei fílað hann sem skemmtikraft, en gefum honum sjéns eitt til tvö ár í viðbót, svo má hann leggja sig á hilluna, eins og Eiður Smári.
Jebb, mér er svo sem alveg sama þó rjúki úr eyrunum á Svandísi, bara að það berist ekki yfir flóann og hingað á Skagann, þar sem Gísli bæjó ætlar að taka við 40 einstæðum mæðrum frá, hvað, Kólumbíu eða eitthvað sollis. Jú fínt mál að hjálpa til, bara að kenna þeim ÍSL 103 með hraði og þá verður þetta allt í gúddí.
En að alvarlegri málum.
Þessum bláa Fordson Stegamajor var stolið af bæ einum á Vesturlandi um daginn. Æi látið nú lögguna vita ef þið sjáið hann einhverstaðar á rúntinum.
ps. Ef þú drekkur kaffi úr mjólkurglasi, og ert í vafa um sjálfið þitt, þá get ég ráðlagt þér.........
Flyttu á Blönduós...........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2008 | 20:17
Bílvelta í Landmannalaugum - Af gefnu tilefni..............
já myndin í Fréttablaðinu í dag er mín. Örbloggaði um þetta um daginn og birti mynd af Patrol á hvolfi. Í gær hafði svo fréttamaður samband við mig og fékk leyfi til að nota myndir frá "atburðinum".
Nokkur símtöl, flest vinaleg og nokkur e-mail, flest kurteis voru afgreidd í morgun, en sum voru ekki afgreidd sökum ókurteisi sendanda.
Blogga kannski seinna um þetta, nenni ekki núna...........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.4.2008 | 21:17
Ég get sko alveg bloggað um skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga.......
en ætla sko alls ekki að gera það.En af hverju eru þær í grænum fötum, en geislunarfróðir í bláum. Mér finnst ekkert róandi við grænt, verð til dæmis alveg vitlaus á sumrin þegar ég sé grænar torfur af grasi og hleyp um víðan völl í leit að tjaldstæði. Hef meira að segja séð grænt eldhús og fékk létt hjartastopp.
Æi sjáum til, bíð bara eftir að þeir í hvítu sloppunum banki hjá mér og bjóði mér vinsamlegast að koma með sér.
Hvort finnst þér betra að hafa rjómann ofan á Seríosinu eða undir því?
Ok þá, ég skal taka pillu...........
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 10:21
Ný vinnuvika hafin.............
og þar með vinnuhelgi afstaðin. Skelfilega gott að byrja venjulega viku aftur. Mánudagar eru að verða mitt uppáhald vegna þessa.
Svo sem ekkert vígalegt í fréttum, nema að litla dúllan mín hefur verið meira og minna lasin í viku, með upp og niður hitaköst og líklega eitthvað í eyrunum. Hún var hjá pabba sínum á föstudag og fram á miðjan laugardag:
Pabbi nú líður mér betur. (ef hún fékk að horfa á Ávaxtakörfuna)
Ég er ekki lasin.
Mér líður illa.
Pabbi koddu og hugsaðu um mig.
Hef verið hryllilega latur að blogga og að kommenta hjá bloggvinum mínum og bið forláts á því, en lengi skal manninn bæta.
Síjúol...........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2008 | 12:29
Heyrði í Lóu í vikunni.............
rífandi kjaft yfir því að það er búið að byggja nokkrar blokkir, raðhús, atvinnuhúsnæði og leggja þjóðveg um varpsvæðið hennar frá því í fyrra sumar.
Skil hana vel og reyndi að telja henni trú um að svæðið upp við Akrafjall væri eiginlega betra fyrir hana, en hún setti upp á sig snúð og flaug í burtu.
Já vorið er komið á Skagann......
Vér smáfuglarnir skiljum hvorn annan............
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2008 | 18:16
Eftir margra mánaða leit að réttu klukkunni..............
fannst hún loksins í dag. Var búinn að endasendast um alla Reykjavík og nágrenni en ekki fannst gripurinn sem passaði eigandanum s.s stærð og útlit, en stærðin skiptir máli því hér á bæ eru oft stórar stundir. Svo bara einn góðan veðurdag, eins og í dag, opnaði verslun hér á Skaga vorum með akkúrat réttu klukkuna, og ýmislegt annað að vísu. Las það í vikublaðinu Skessuhorn þar sem blaðið tilkynnti opnun verslunarinnar og birti mynd af eiganda hennar með klukkuna góðu í bakgrunni. Hún er nú komin upp á vegg hér á bæ.
Annars erum við bara góð og höfum horft á söngleikinn Ávaxtakörfuna (DVD) 12 sinnum síðan í gær, held ég, milli þess að skreppa í vinnu og verslun. Jebb to much dvd, ég veit....
Sumarblíða á Skaganum (kannski víðar) og fjallasýnin dýrðleg. Sit núna bænastund í kyrrþey þess efnis, að snjórinn fari ekki alveg strax úr fjöllunum.
Þessi auglýsing er ekki í boði Skessuhorns............................
rífa sig út úr grámygluðum hversdagsleikanum, og bruna á fjöll?
"Páskaferð Vesturlandsdeildar verður farin 20 og 21 mars. Gist verður á Laugum í Sælingsdal og farið verður á Drangajökull annan daginn en eitthvað styttra hinn daginn. Við höfum möguleika á gistingu á Laugum aðfaranótt 20, 21 og 22 en upptekið er 23 mars en á Laugum er hægt að gista í herbergjum og höfum við aðgang að eldhúsi. Nákvæmari áætlun hefur ekki verið gerð en veður spilar þar inn í. Við reiknum með að fara af stað frá Laugum milli kl.8 og 9 þann daginn sem við förum á Drangajökul."
Eru ekki allir til í það?
Eða kannski bara vera heima og rífast á blogginu í mígandi þunglyndi yfir Bubba og Bigga, Brynju eða Báru.
Eða við bilaðar kjéllingar á MSN.......................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
er brot af því sem ég varð vitni að og tók þátt í á laugardagskvöldið á Sódómu Akraness.
" Ég ekki skilja Íslendinga, þeir fjúríus yfir mér og samt ég byggja hús fyrir þá og drekka bjórinn þeirra".....er eitthvað í áttina af því sem Pólverjinn sem ég átti spjall við, sagði við mig eftir pínu milliríkjadeilur hans og ungs karlmanns af íslensku bergi brotnu.
Annars bar fínn, og hrikalega gott að koma heim í holuna sína eftir strangan göngutúr í ískulda og snjó.
Á lappir um hádegi á sunnudag, svell kaldur, og svaraði hringingu og tilboði litlu dóttur minnar um kakó og brauð. Tók því fegins hendi og hún kom síðan með pabba sínum heim til hans til þess að fá lánaða Litlu Hafmeyjuna. " Já pabbi minn, ég skala passa hana og koma með hana aftur til þín næst" var svarið þegar pabbinn sagðist vilja fá myndina til baka.
Fiskur í hádeginu.........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)