o - Hausmynd

o

Eftir margra mánaða leit að réttu klukkunni..............

Klukkanfannst hún loksins í dag. Var búinn að endasendast um alla Reykjavík og nágrenni en ekki fannst gripurinn sem passaði eigandanum s.s stærð og útlit, en stærðin skiptir máli því hér á bæ eru oft stórar stundir. Svo bara einn góðan veðurdag, eins og í dag, opnaði verslun hér á Skaga vorum með akkúrat réttu klukkuna, og ýmislegt annað að vísu. Las það í vikublaðinu Skessuhorn þar sem blaðið tilkynnti opnun verslunarinnar og birti mynd af eiganda hennar með klukkuna góðu í bakgrunni. Hún er nú komin upp á vegg hér á bæ.

Eydís

 

Annars erum við bara góð og höfum horft á söngleikinn Ávaxtakörfuna (DVD) 12 sinnum síðan í gær, held ég, milli þess að skreppa í vinnu og verslun. Jebb to much dvd, ég veit....GetLost

 

Akrafjall

 

 

Sumarblíða á Skaganum (kannski víðar) og fjallasýnin dýrðleg. Sit núna bænastund í kyrrþey þess efnis, að snjórinn fari ekki alveg strax úr fjöllunum.

Þessi auglýsing er ekki í boði Skessuhorns............................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Flott klukka sem hæfir stórum stundum.

Er handviss um að snjóinn haldi fram yfir páska, a.m.k. á jeppaslóðum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.3.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Halla Rut

Klukka í eldhúsið er must...

Halla Rut , 15.3.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Klukkan skiptir voða litlu máli mín vegna.
En þessi er nú flott.
Ætli maður fari ekki að taka sig saman og læra á svona klukkur....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.3.2008 kl. 01:09

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flott klukka - fyrir sjóndapra og alla aðra líka

Helgarkveðja til ykkar.

Marta B Helgadóttir, 16.3.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: Rebbý

til lukku með klukkuna, auðvitað verður það að vera rétta klukkan ..
12 sinnum sami DVD-inn á sólahring .... voðalega er ég ánægð að þurfa þess ekki lengur

Rebbý, 16.3.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott þetta með stóru stundirnar.

Til hamingju með Ávaxtakörfuhorfið (OMG) og klukkuna.

Sú litla er alltaf jafn dúlluleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.3.2008 kl. 18:26

7 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páskakveðjur

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 14:05

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó mæ godd. Sonur minn var tengdur í tölvunni minni en komment númer 9 er frá mér, þú hefur ekki eignast viðbótaraðdáanda á Skaganum, sorrí.

Guðríður Haraldsdóttir, 19.3.2008 kl. 19:31

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er ánægð með þessa klukku. Eldhúsið hjá mér er enn klukkulaust þar sem ég hef enn ekki fundið þá réttu. Kannski að ég þurfi að skreppa á Skagann.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.3.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband