Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Ótrúlega stutt síðan hann var bara lítill pabbastrákur, en í dag er hann upp um fjöll og firnindi, með björgunarsveit.
Þá er hann að kenna klifur, frussast niður árflúðir með túrhesta eða þá að leita að fólki.
Þarna er hann til hægri að pósa með félaga.
Svona ísveggur er kallaður "íste".
Æi, gamli er nú stundum svolítið stressaður yfir stráknum sínum.
Þessi kynning er í boði pabbasínum..........
22.2.2008 | 22:58
Af því að það er laugardagur á morgun...................
ætlum við að hanga heima í fullkomnu letikasti (glætan) og horfa saman á Lion King, þangað til nóttin kemur og þá á að fara að sofa.
Eða þá, þegar hún er búin að segja pabba sínum svo margar sögur að hann er við það að sofna.
En þá heyrist stundum:" Pabbi ekki sofa strax ég á að sofa fyrst"
Þetta var bundið fastmælum áðan, en hún er búin að vera lasin heima alla vikuna og horfa mestmegnis á sömu myndina aftur og aftur...so what?
Jebb takk fyrir okkur esskurnar um víða veröld...............
3.2.2008 | 17:19
Lestur Fréttablaðsins - Heitt kakó og ristað brauð - Sunnudagur til sælu og pínu svima.......
er við vorum að hafa það kósý við eldhúsborðið komu að sjálfsögðu nokkrar dramatískar athugasemdir frá minni konu.
Er pabbinn fletti blaðinu og setti upp gleraugun: "Pabbi ég verð að fá gleraugu"
Hann: Af hverju?
Hún: Ég sé ekki neitt.
Hann: Bendir á kakó. Hvað er þetta?
Hún: Kakó
Hann: Þá sérðu, er það ekki?
Hún: Ég sé ekki blaðið.
Hann gefst upp, og hún biður um Öskubusku með dönsku tali.
Pabbablogg................
Þegar hún er búin að knúsa kallin og fóstrurnar náð áttum yfir ósköpunum, koma hina ýmsu athugasemdir.
Pabbi, vertu rólegur.
Ég á nýja vettlinga og það má ekki koma snjór á þá.
Förum heim og horfum á Litlu Hafmeyjuna.
Hún er yðar hátign eins og Öskubuska.
Fyrst hana svo Skrímsli svo Öskubusku. (135 mín)
Viltu velja Íslensku? (Varðandi val á tungumálum á DVD diski)
Er þetta á Dönsku?
Þessi færsla flokkast undir pabbablogg.
18.1.2008 | 18:47
Ekki á leikskólann í þrjá daga, svo sem ekki það versta sem til er................
en kvef, slæmur hósti og pínu pirringur er öllu verra.
Svo maður verður bara að láta sig dreyma um snjókall, en máeggi fara út, "pabbi sagði´ða".
Þá verður maður bara að einbeita sér að einhverju skemmtilegu til að dunda við inni og rífa þetta úr sér yfir helgina.
Svona er lífið.........
Tvö skref afturábak til að taka mynd, þýddu að kallin var að stinga af og þá setur maður bara upp smá skeifu til að vera öruggur um að hann fari ekki alveg strax.
Óskapar athygli er manni nú sýnd maður fer bara gjörsamlega i hnút. Allir krakkarnir að horfa á mann.
Æi, svo var þetta bara allt í lagi.
Niðurstaða: Þegar málfræðin er ekki alveg orðin fullkomin verður maður bara að tjá sig með svipnum.
Jebb..........
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.12.2007 | 15:32
Stundum vaknar hún um miðja nótt, hlæjandi, eða þá syngjandi................
allt eftir því hvað hana er að dreyma í það og það skiptið. Þegar spurt var einu sinni um ástæðu vöknunar var svarið:
Hvað? Farðu að sofa pabbi minn.
Það voru haldnir tónleikar fyrir tusku-kisuna, hún átti nefnilega ammæli á haustmánuðum.
I feel young................
21.12.2007 | 12:44
Einhverfa - Einmanaleiki - Eigingirni ? ....................
Langar að vitna í blogg systur minnar "Þessi tími er senn heillandi og skelfilegur þegar maður er með einhverft barn." nú þegar ég á von á einmanaleika þetta mikilvæga kvöld margra jarðarbúa sem framundan er, aðfangadagskvöld.
Alltaf stutt í húmorinn Gunna mín og skemmtileg stutta æskuminningin þín frá þriggja ára jólunum. Vissi alveg að þú værir bráð vel gefin en rosa hefurðu verið snemm-gáfað barn :)
Bendi þér Gunna, á skemmtilega og fróðlega (fyrir mig) síðu hjá Jónu bloggvinkonu minni sem á einhverfan dreng, en eins og hjá þér alltaf stutt í gáskann hjá henni.
Eydísin mín er einmitt þriggja núna og ég vona að hún gleymi kallinum sínum rétt á meðan á öllu pakkastússinu stendur.
Jólin eru einmitt það fyrirbæri sem foreldrar vilja gera sem gleðilegastan fyrir börnin sín og kannski sjálfan sig pínu í leiðinni. (mitt álit). Ætla ekki að hella mér út í sjálfsvorkunn hér að svo stöddu,(kannski seinna) en þetta hefur verið erfiður tími, þessi jólamánuður. Sá fyrsti sem ég geng götuna einn í þrettán ár.
Aðfangadagskvöldinu verður ráðstafað á eftirfarandi máta:
1. Grenjað í tvo klukkutíma milli kl 18:00 og 20:00 sharp.
2. Horft á DVD mynd.
3. Spilaður tölvuleikur.
4. Svefn.
Alveg satt.........
ps. Þið hin megið alveg vorkenna mér líka, ekki bara Gunna systir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 22:02
Þegar maður er eins árs og vill ekki matinn sinn..........
þá setur maður bara upp þennan svip svo allir skilji við hvað er átt.
Annars kemur Habba systir heim í jólafrí frá Danmörku um helgina, og ég elska hana soooo mikið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)