Færsluflokkur: Bloggar
26.5.2008 | 20:40
Tveir menn með efasemdir um komu flóttamanna til Akraness..........
nee, er það? Trúi frekar að þessir tveir hafi gagnrýnt hvernig var staðið að kynningu á málinu. Ég fer ekkert ofan af því að kynning málsins til almennings af hendi bæjarstjórnar hefði mátt vera betri og hafa lengri aðdraganda.
Það stendur á skilti við Hvalfjarðargöngin " Velkomin til Akraness".
En ekkert er minnst á það þar hvernig maður á að vera á litinn, eða hvaða guð maður tilbiður.
Kannski hefði ég þá ekki fengið inngöngu á sínum tíma.
Það held ég..........
Góður andi á upplýsingafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.5.2008 | 23:17
Cat Stevens kom og sigraði Júró - Rússarnir bölvaðir raftar - Norski kjóllinn flottastur...
Norska verður mitt móðurmál héðan í frá..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.5.2008 | 18:52
Hátíðin að ganga í garð................
búinn að versla það sem upp á vantaði í Krónunni. Nautakjötið snarkar á pönnunni, bjórinn kominn í kælinn (æi gleymdi að kaupa hann, ok slepp´onum þá bara) reykurinn frá útigrillunum liggur yfir bænum og læðist lævíslega inn um gluggann minn, fréttirnar á Rúv eru lesnar með titrandi röddu þulunnar, hundurinn í næsta húsi er úti, lútir höfði og þegir.
Ég er eins og sumir, kominn út úr skápnum á síðustu stundu...........
Kona kallaði á mig yfir þvera verslun Krónunnar:
"Er ´ett ekki Þröstur".
*Hux: Gvuð minn góður, hvað hef ég gert af mér núna?
Æi, þá var þetta bara saklaus bloggari.
Mjög óvanalegt, yfirleitt klípa þær í rassinn á mér við kassann.............
Margföld sala í snakki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2008 | 21:56
Það má ekki líta af ykkur eitt augnablik..........
Forsetinn sjálfkjörinn á miðnætti.
Kristinn H skammar Magnús Þór, eða næstum því.
HB Grandi frestar aftöku nokkurra Skagamanna.
Við unnum Júróvíson, á morgun.
Stormskerið bregður fæti fyrir Stebba Hilmars, svo goðið liggur í forinni. Það rignir þá ekki upp í litla sæta nebbann hans á meðan.
Mig langaði mest til að fresta þessum föstudegi, en hann kom samt með vibba svifryksmengun og eitt og annað sem ekki er venjulegum mönnum bjóðandi.
............og þú sem lest þetta, til hamingju með daginn.
Kjalarnes | 21:00 | A 6 | 9°C |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2008 | 01:11
Það munar millimetrum.............
að ég skelli mér í borg óttans og djammi í alla nótt.
Þú þarft bara að segja "koddu bara" og minn farinn.
Meina þig addna, sem ég tek mark á.
Annars bara, "seinna meir sé ég við þér".....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 09:59
Af því að ég vil ekki hafa klámmynd........
efst á blogginu mínu þegar ég opna það, en tími ekki að henda henni, og til mótvægis við síðustu færslu, þá birti ég hérna eitt af mínum uppáhaldsljóðum.
½ dl hörfræ
½ dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
½ dl rúgkjarnar
4 dl vatn
8 dl hveiti
1 dl hveitiklíð
¾ msk salt
2 ½ tsk þurrger
1 lítið egg
3 ½ dl volgt vatn
Hafið öll sem yndislegastan dag.
Farinn að þvo nærjur, hvíta sloppa og græn föt...........
1. maí my assBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.4.2008 | 10:31
Ég er ríkur - Vann í lottóinu....................
Er ekki yndislegt hvernig sumarið byrjar hjá manni. Frábært veður, mikið frí (not?) og ríkidæmi.
Var sem sagt að vinna eina miljón Evrur í Hollenska Ríkislottóinu.
Býð öllum bloggvinum í hitting á Rojal Hotel Plaza í París og að sjálfsögðu borga ég brúsann.
You have won the prize Sum of 1 ,000,000.00 Only (One million Euro),
INT.LOTTERY Netherlands.
For further development for Clarification and procedure please
Contact ,MICHAEL HOLMES, Sponsor Loterij International.
TEL:0031-622-618-335
Þarf bara að gefa upp kortanúmerið mitt og þá leggja þeir inn hjá mér.
Varð að setja með mynd af því hvernig á að þekkja ríku mennina frá hinum fátæku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.4.2008 | 12:14
Fiðrildið sem eyðilagði húsið mitt..............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2008 | 21:48
Ertu eins og þú ert............
er myndin af þér gömul, eða pínu lítið lagfærð með aðstoð tölvutækninnar?
Þú veist, litla myndin af þér á bloggsíðunni þinni.
Þú mátt alveg vera með gamla mynd af þér, frá því að þú varst í blóma lífsins það er ekki málið, er sko ekkert að amast við því
En af hverju ættir þú sýna þig öðruvísi en þú ert á þessum fjölmiðli?
Bara vangaveltur hugsandi myndasmiðs........
Gleðileg jól.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.3.2008 | 18:39
Þunglyndir bloggarar - Góðlyndur gúmmítöffari sem dýrkar Bubba Morthens..............
hallast til vinstri, jafnvel grænna,
námskeið í feminiskum fræðum,
óskast
þá einkum og sérílagi öfga,
Þunglyndir töffarar á seinna skeiði lífsins
bloggandi
um eymd og volæði
veikindi, bækur, eða bíla
blóm í haga eða sunnan svala.
Ath: Þetta er ekki bloggfærsla
Höfundur ókunnur......................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)