o - Hausmynd

o

Færsluflokkur: Bloggar

Það er ekki verið að tala um Sýslumanninn í textanum sem fylgir myndinni

Kolfinnurheldur stóðhestinn, hann Kolfinn Kjaftfora frá Kjarnholtum

 

 

Eitt af síðustu embættisverkum Kolfinns.

Skessuhorn segir frá.


Ertu að leita að glæsilegum ferðafélaga sem er fullur af fróðleik

.....................ferðakortið.is

island-500

 

 

Varð að líta upp úr blogginu þegar ég heyrði þetta í sjónvarpinu. Eins og mig vanti ferðafélaga í ágúst til Köben? hmm ne.

 


Æi, nei ekki fleiri slys, ekki í dag.

Þar sem ég sit hérna við eldhúsgluggann og er að yfirfara slysafréttir gærdagsins, heyri ég í sjúkrabílnum og sé hann á leið út úr bænum í átt að Akrafjalli, með sírenuna á fullu. Og svo annar skömmu síðar.

Hvað er að gerast, er ekki komið nóg í bili.

Talaði við fullorðna konu í dag, og hún sagði að sér hefði liðið hálf undarlega síðustu vikuna. "Einhver ónot svona í mér" sagði hún.

Mig langar eiginlega ekki að horfa á fréttirnar á eftir.


Aukin harka lögreglu við umferðarlagabrotum

og meira eftirlit, virðast vera að skila árangri. Ég ek 200 km á hverjum degi frá Akranesi til Keflavíkur fram og til baka. Og hef tekið eftir að hraðakstur hefur minkað mikið. Ég get ekið þessa leið á 90 til 95 km hraða, nánast án þess að nokkur fari fram úr mér. Helst eru það ökumenn stórra bíla, (rútur og malarfluttningabíla) sem mættu skoða málið betur. Bifhjólamenn sé ég aldrei orðið aka óvarlega, þeir halda umferðahraða, og þar hefur orðið mikil breyting á.

Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist við Akrafjall í gærkvöldi, en er bara að nota tækifærið og minna á, hvað það er sem er að drepa flesta sem deyja í umferðaslysum, hraðinn!!

Höldum áfram á réttri braut.

Mynd 410012


Annað slysið í kvöld

Þyrla flaug hérna yfir bæinn fyrr í kvöld, og ekki löngu síðar sá ég sjúkrabílana í forgangsaksri bruna út úr bænum. Og fann fyrir hrolli.

Mynd 410012


mbl.is Banaslys á Akrafjallsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástin er fullkomin

þegar hún er skylirðislaus.

Picture 538

Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi þessa mynd, sendar á meilið mitt, þar sem kemur fram að fólk vill gjarnan vita meira um þessa mynd. Myndin er tekin 2006 í Sundenborg DK eftir fyrsta aðskilnað okkar Eydísar, tvær vikur. Hún var svona í fanginu á mér í margar mínútur og ekki hljóð heyrðist frá henni. Held að svipurinn á henni segi allt. Við hjónin vorum ekki skilin þá, skildum í febrúar á þessu ári.

Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir áhugann, bjóst alls ekki við þessu, og ykkur kæru bloggvinir fyrir falleg comment.

 

 

 


Vaknaði í morgun klár oghress

klæddi mig í föt og sagði bless, eftir fínan nætursvefn sem hófst um eittleitið eftir að hafa lesið komment frá http://jonaa.blog.is/ um að ég yrði rithöfundur bara ef ég ákvæði það. Ákvað þar og nú að verða það, og með það fór ég að sofa. En þegar ég vaknaði í morgun,og ætlaði að fara að rithöfundast fann ég að það hafði ekkert breyst. Orðin og hugsanirnar flugu bara um fram og til baka, sífellt fleiri og fleiri og ómögulegt að fanga þau, þó ég hefði lengsta og besta lundaháf í heiminum.

Hvað hef ég gert vitlaust Jóna, eða varstu bara að stríða mér?


Bið ykkur um að hætta

að klukka fólk, get ekki sofnað.

1. Ég er 184 cm upp í loftið, vildi vera 134 cm, af því ég sést svo vel.

2. Ég þoli ekki þegar illa er farið með minnimáttar.

3. Ég öðlaðist brún augu og krullur við fæðingu, minntur á það daglega síðan.

4. Ég get hrætt dýr með svipnum á mér.

5. Börn og dýr flaðra upp um mig, ef ég gef grænt ljós.

6. Gef sjaldan grænt ljós.

7. Elska góðann mat og hálendisferðir.

8. Vildi vera rithöfundur eins og Gurrí

Skamm jenfo  og gurrí


Það er vinsælt að hóta

því að hætta að blogga, og best að ég geri það líka. Hef nebbnilega orðið fyrir smá áreiti hérna á blogginu. Þórhallur heldur því fram að ég sé alltaf að klæmast við Rauðku, sem er ekki satt, kannski bara svona pínu ljósblátt daður. Svo KLUKKAÐI hún Gurrí sambæjarbýliskona mín mig, sem þýðir það að ég verð að segja frá einhverjum 8 hlutum um sjálfan mig á blogginu mínu. Það er mér gjörsamlega ómögulegt. Hvað mundi gerast ef allir þeir sem lesa, sæju það svart á hvítu að ég er ekki fullkominn, og hvern mann ég hef að geyma. Þunglyndi til frambúðar, hætta að blogga og hvað á ég þá að gera á kvöldin?

Farinn að horfa á Uglý Bettý.


Er að fara í vikufrí bráðlega

vantar endilega upplýsingar um Hótel eða gististaði, please. Til greina koma Köben, Nice, Algarve og Mílano. Einn stúfur á ferð, ok. þú matt koma með. Cool

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband