Færsluflokkur: Bloggar
25.6.2009 | 22:32
Myndir af bruna á Marbakkabraut í Kópavogi.
Einn fluttur á sjúkrahús.
Búið að slökkva eld á Marbakkabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það féll um sjálft sig, því þar var fyrir fullt af skrítnu fólki sem hafði yfirtekið staðinn og næsta nágrenni.
En.......vííííííí hvað var gaman.
Fólkið jafnvel ávarpaði mig að fyrra bragði eins og ég væri bara venjulegur borgari, siðprúður, ósmitaður og aldeilis ekkert hættulegur. Að vísu skildi ég ekki tungumálið, en hvað með það. Svona lagað yljar gömlum manni um innvolsið, og íslendingar með sín ísköldu hjörtu mættu alveg íhuga að svona fyrirbæri eins og að tala við ókunnugan, gæti alveg gefið af sér.
Afsakið nöldrið kæru landsmenn, og þakka þeim sem hlýddu....................
Víkingavalkyrjur á vappi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2009 | 15:32
Mér rennur kalt vatn milli skips og bryggju.........
Og geng bara með veggjum og engu öðru, í bili.
Þó er aldrei að vita nema maður fari að ganga með hurðarás um öxl.
Hafið Ástríkan dag, öll þarna úti.............
Karl gengur með tvíbura | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 13:03
Á meðan ég borðaði hestakjötið áðan...............
fór hugurinn á tölt. Ég hugsaði um bæjarnöfn og örnefni þar sem ég hafði farið um á Stóra-Rauð hér á árum áður.
Saurar, Svertingsstaðir, Snípur, Upptyppingar og Tíðarskarð þar sem bíllinn minn tókst á loft í vindhviðu en lenti mjúiklega aftur á miðjum veginum.
Skrítið að detta þetta í hug ákkúrat á meðan maður borðar það sem maður ætti frekar að ferðst á.
Fór á magnaða tónleika með Magna & co í gærkvöldi í Fífunni (með ljósmyndaraleyfi) og skaut 360 myndum. Var að væflast þarna áður en tónleikarnir hófust, á meðan englakórinn frá Selfossi var á lokaæfingu og náði að spjalla pínu við Magna.
Hann hóf þegar að monta sig af nýju myndavélinni sinni EOS 1000D en mér sýndist hann roðna pínu þegar ég sýndi honum mína fullkomnu EOS 40D, eða kannski var það bara ljósið sem gerði hann rauðan.
Dauðþreyttur ákvað ég að leggja mig á fremsta bekk og bíða hátíðarinnar. Vakna svo við það að þrjár gullfallegar (held ég) stúlkur setjast ofan á mig, eða næstum því, og tónleikarnir hefjast.
Frábærir tónleikar með englakór Fjölbrautarskóla Suðurlands, Magna, Eiríki Hauks og Heru.
Hef ekki hugmynd um af hverju ég er að skrifa þetta því ég má ekkert vera að því.
Mér er þungt í maganum...................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.2.2009 | 22:15
Söngur - Dans - Saltkjöt - baunir og bollur................
Þúsundir barna sungu fyrir mig í vikunni, held ég. Alla vega hurfu súkkulaðihjúpaðir lakkrísmolar fyrir þúsundir ISK ofan í marga sykursjokkaða maga þann daginn.
Allt gott um það að segja og ég tók fullann þátt, með því að smella mynd af hverjum og einasta hóp sem náði að troða sér inn í litlu afgreiðsluna mína. Annar hópur beið svo fyrir utan og mér leið eins og Ædoldómara sem mátti bara segja "gjörið svo vel fáið ykkur mola esskurnar" en alls ekki "glatað farið´ið heim",,, allt so eftir sönginn.
Tugir ljósmyndara ætla að heimsækja kjördæmi vort um helgina til þess að taka myndir ... of kors, og auðvitað tekur maður á móti gjörningnum eldsnemma á sunnudagsmorgun.
Stefnan er að mynda Skagann í ræmur og halda síðan upp í hinn fagra Borgarfjörð, eitthvað inn í dali og enda inn í Hvalfirði að mynda stórhvaladráp.
Í tilefni þess og rólegheita í vinnunni sendi ég ykkur mínar bestu jóla og nýjárskveðjur með þökkum fyrir það liðna.
Þröstur og börn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.2.2009 | 13:30
Ég heyrði í henni áður en hún kom........................
fljúgandi og skellti sér ofan í hálsmálið, kitlaði mig á maganum og dó.
Það var ekki viljandi gert, heldur brá mér svona óskaplega við þessa árás að ég sló sjálfan mig.
Þær eru svo viltar greyin þegar þær verða fyrir ótímabærri vöknun úr vetrardvala.
Ég setti hana í gluggann hjá hinum tveim sem komu í gær.
Ryksuga þær bara um helgina.
Annars má maður vera þakklátur fyrir einhverja heimsókn núna á þessum síðustu og verstu, það er kreppa mannstu, og fólk er ekkrt að flýta sér með þorrabúningana í hreinsun.
Áfram framsókn.
Höfundur er skráður í þjóðskrá samkv. almannaki hins íslenska þvjóðvinafélags.............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 11:53
Skopskyn...................................
Oftast er litið svo á að brandari sé fyndinn ef og aðeins ef einhverjum finnst hann fyndinn, alveg eins og matur er bragðgóður ef og aðeins ef einhverjum finnst hann bragðgóður. Flestum finnst okkur ofureðlilegt að það sem einum þyki fyndið þyki öðrum ekkert fyndið og við teljum það ekki merki þess að annar hafi rétt fyrir sér frekar en hinn um það hvað sé fyndið.
Gvuð blessi ykkur..............
Selja íbúð á Manhattan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2009 | 22:54
Snerting............................................
Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum.
Haaaalelúja.................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2008 | 09:29
Að taka þetta ekki inn á sig er ekki í boði lengur - Finnst ég stundum ganga við hliðina á mér....................................
og ekki vera í tengslum við sjálfan mig. Umtalið í fjölmiðlum af kreppu, mótmælum, innbrotum, ofbeldi á börnum, þjófnaði, hvar við lendum og hvert við ætlum er farin að leggjast á herðar manns eins og mara.
Einn dagur í einu er bara ekki ásættanlegt, það verður að fara að koma einhver skíma frá yfirvöldum um að sé réttlætanlegt að halda áfram, annars mun þjóðin þjóðnýta sjálfa sig fleyta rjómann og fara svo úr landi.
Djöfull sem ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig, t.d með því að ritskoða fréttir, hlusta á jólalög, baka piparkökur og þess háttar. En afsakið mig, það bara virkar ekki lengur og nú er mælirinn að fyllast.
Nú er eins gott að Davíð og Geir vandi sig með miljarðana sem eru að streyma inn í landið frá Alþjóðasamfélaginu, því hvað gerist ef krónan sekkur og miljarðarnir með?
Rannsökum, skjótum og hengjum seinna. Orkuna þarf að nýta í endurhæfingu þjóðar.
Heyrumst..............
IMF byrjaður að lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2008 | 13:38
Það var sagt mér að það væri partý hérna...........
Það er laugardagskvöld
nú er gleðin við völd.
Það var sagt mér að það væru píur hérna.
Eru ekki allir í stuði?................................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)