10.8.2009 | 12:43
Það er af sem áður var, fuglasöngur lækjarkjarr og friður...........
Góðan dag, hefur þú litið út um gluggann nýlega?
Sérðu ekki að mýrarpytturinn er að þorna upp?
Finnst þér ekki rigningin góð?
Andar þú ekki lengur að þér angan bílanna?
Veltir þú vöngum, og þá hvaða?
Berðu stundum Kennsl á sjálfa(n) þig?
Langar þig ekki stundum til að velta við grjóti, og sjá hvað leynist undir því?
Finnst þér eins og sumir gangi í svefni?
Undrast þú ekki stundum á því hve lítið er rætt um skordýr í útvarpinu?
Langar þig ekki til þess að gata kallað þessi skrif mín ljóð?
Finnst þér nokkur ástæða til þess að ég leiti aðstoðar manna í hvítum sloppum?.......................
Athugasemdir
Finnst þér nokkur ástæða til þess að ég leiti aðstoðar manna í hvítum sloppum?.......................
Já mér finnst ástæða til að tékka á plássi inn við Sundin bláu....þeir hafa læknað verra tilfelli en þetta er mér sagt. En þar sem ég hef ekki listaspýrugen af neinni tegund (enda bara bílstjóri) þá dæmi ég ekki um hvort hægt er að nota þetta í ljóð.....þú varst einhverntíma að koma frá miðli, nú er bara fara til hans aftur og ná sambandi við Nóbelsskáldið og leggja þetta undir dóm hjá honum. Myndirnar eru hinsvegar ekki af verri endanum og tæplega eftir óbrjálaðann mann
Sverrir Einarsson, 10.8.2009 kl. 13:31
Jú... ég vildi ég gæti kallað þessi skrif þín ljóð
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 22:59
Ekki að svo stöddu en hver veit.............
Ía Jóhannsdóttir, 11.8.2009 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.