o - Hausmynd

o

Söngur - Dans - Saltkjöt - baunir og bollur................

IMG_1539Þúsundir barna sungu fyrir mig í vikunni, held ég. Alla vega hurfu súkkulaðihjúpaðir lakkrísmolar fyrir þúsundir ISK ofan í marga sykursjokkaða maga þann daginn.

Allt gott um það að segja og ég tók fullann þátt, með því að smella mynd af hverjum og einasta hóp sem náði að troða sér inn í litlu afgreiðsluna mína. Annar hópur beið svo fyrir utan og mér leið eins og Ædoldómara sem mátti bara segja "gjörið svo vel fáið ykkur mola esskurnar" en alls ekki "glatað farið´ið heim",,, allt so eftir sönginn.

 

burstarTugir ljósmyndara ætla að heimsækja kjördæmi vort um helgina til þess að taka myndir ... of kors, og auðvitað tekur maður á móti gjörningnum eldsnemma á sunnudagsmorgun.

Stefnan er að mynda Skagann í ræmur og halda síðan upp í hinn fagra Borgarfjörð, eitthvað inn í dali og enda inn í Hvalfirði að mynda stórhvaladráp. W00t

Í tilefni þess og rólegheita í vinnunni sendi ég ykkur mínar bestu jóla og nýjárskveðjur með þökkum fyrir það liðna.

Þröstur og börn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 skemmtilegt, sé þig fyrir mér hlustandi á söngvarana haldandi á pokum með hjúplakkrís fyrir aftan bak.

Og gleðilega Góu kæri vinur, takk fyrir liðinn Þorra!

Ásta S (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:49

2 Smámynd:

Gott að eiga á vísan að róa á öskudaginn  Gangi myndarbragurinn vel um helgina

, 26.2.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Líst vel á myndatökuhelgi. Reyndu nú að taka almennilega mynd!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2009 kl. 09:19

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það var mikið að maður fékk jólakveðjuna! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.2.2009 kl. 01:06

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh tek undir hjá Láru Hönnu og taktu nú seríuna úr glugganum fyrir páska alla vega.  Annars bara góðar kveðjur á Skagan þó ég þekki nú ekki kjaft þar.

Ía Jóhannsdóttir, 1.3.2009 kl. 07:29

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

og Skagann með tveimur ennnnnnnnnnum

Ía Jóhannsdóttir, 1.3.2009 kl. 07:31

7 Smámynd: Sverrir Einarsson

Það er ágætt verklag að ef serían er ekki farin niður um páska þá tekur því ekki að taka hana niður fyrir jólin.

Sverrir Einarsson, 1.3.2009 kl. 16:56

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

KærleiksLjós

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 11:03

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jæja, jólakveðjan komin, þá nenni ég ekki að vera móðguð lengur.

Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2009 kl. 18:08

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Sona sona róa sig dömur, þessar jólakveðjur gilda fyrir næstu jól.

Hér eru engin raðljós í gangi, bara eitt og eitt kærleiksljós sem btw, sendist ykkur öllum til baka med det sammme.

Þröstur Unnar, 2.3.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband