24.2.2009 | 13:30
Ég heyrði í henni áður en hún kom........................
fljúgandi og skellti sér ofan í hálsmálið, kitlaði mig á maganum og dó.
Það var ekki viljandi gert, heldur brá mér svona óskaplega við þessa árás að ég sló sjálfan mig.
Þær eru svo viltar greyin þegar þær verða fyrir ótímabærri vöknun úr vetrardvala.
Ég setti hana í gluggann hjá hinum tveim sem komu í gær.
Ryksuga þær bara um helgina.
Annars má maður vera þakklátur fyrir einhverja heimsókn núna á þessum síðustu og verstu, það er kreppa mannstu, og fólk er ekkrt að flýta sér með þorrabúningana í hreinsun.
Áfram framsókn.
Höfundur er skráður í þjóðskrá samkv. almannaki hins íslenska þvjóðvinafélags.............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.