3.4.2008 | 21:28
Þú smellir bara á stjórnborð og síðan velur þú ný færsla............
þar með ertu komin af stað og getur byrjað að bulla, meina blogga.
Það er einmitt það sem ég er að gera núna, og ég veit að það fer í þær fínustu hjá sumum. En votta hekk.
Samband mitt og rafvélarinnar sem kallast tölva, hefur ekki verið upp á það besta undanfarið. Eiginlega svo slæmt að liggur við tímabundnum skilnaði á borði. Ég veit að ég á meginsökina, en stundum finnst mér eins og hún sé með óraunhæfar væntingar gagnvart mér, þegar ég kveiki á henni, hún heimti eitthvað eða krefjist.
Ætla bara að sjá til eitthvað fram á morgundaginn, hvort þetta lagast ekki bara að sjálfu sér, áður en farið verður til sambandsráðgjafa.
Jebb hún er nú líka svo miklu yngri en jeg............
Var að huxa.
Manstu eftir:
Óskalögum sjómanna?
Óskalögum sjúklinga?
Lögum unga fólksins?
Neibb ekki ég..............
Athugasemdir
Það er með þetta samband eins og öll önnur, hæðir og lægðir. Ástandið á eftir að skána aftur, trúðu mér
Ég man vel eftir óskalögum........, hrikaleg staðreynd og segir allt sem segja þarf
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 21:35
Já, ég man eftir þessu öllu, manst þú eftir spurningaþáttunum með Svavari Gests?? "og það var rétt" og manstu eftir útvarpsleikritunum?? svo er þetta votta jehóva ekki votta hekk
Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 23:06
Man eftir þessu ölli gamli minn.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 23:30
Hvort ég man, svo líka Radio Luxemburg heheheheh þú manst ekkert eftir því er það. Kveðja inn í bjartan daginn.
Ía Jóhannsdóttir, 4.4.2008 kl. 08:45
já man eftir þeim lög unga fólksins mikið hlustað þar Hafðu ljúfa helgi
Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.