3.2.2008 | 17:19
Lestur Fréttablaðsins - Heitt kakó og ristað brauð - Sunnudagur til sælu og pínu svima.......
er við vorum að hafa það kósý við eldhúsborðið komu að sjálfsögðu nokkrar dramatískar athugasemdir frá minni konu.
Er pabbinn fletti blaðinu og setti upp gleraugun: "Pabbi ég verð að fá gleraugu"
Hann: Af hverju?
Hún: Ég sé ekki neitt.
Hann: Bendir á kakó. Hvað er þetta?
Hún: Kakó
Hann: Þá sérðu, er það ekki?
Hún: Ég sé ekki blaðið.
Hann gefst upp, og hún biður um Öskubusku með dönsku tali.
Pabbablogg................
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Segi það enn og aftur þessir ,,bloggkrakkar" eru séní
Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:30
Eldklár stelpan og lætur pabba ekki snúa sér
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:30
Sniðug er hún!
En af hverju með dönsku tali?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:36
Þetta eru stælar í henni Róslín, þar sem hún veit að það er hægt að velja mörg tungumál. Stundum vill hún ensku.
Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 18:47
Ég vildi allt á íslensku á þessum aldri, ég horfði ekki á nema það væri á íslensku.. greinilegt að æskan sé búin að breytast heilmikið frá því ég var yngri!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:55
Hún verður þá ábyggilega snögg að læra erlend tungumál fyrst hún er farin að velja mismunandi svona ung, þau eru svo fljót að nema málin. Hafðu það gott með yndinu þínu.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:05
Flott stelpa. Greinilega gott samband á milli ykkar feðgina. Nú langar mig í rúnnstykki með osti og kakó. Get fengið ristað brauð hvenær sem er.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 20:55
Rosalega áttu krúttlega stúlku.
Hún verður góð þessi - minnir mig á mína þegar hún var lítil Alltaf með skemmtilegar athugasemdir og tilvitnanir.
Linda Lea Bogadóttir, 4.2.2008 kl. 11:00
Hún er æðisleg....hlýtur að hafa fegurðina frá móður sinni
Heiða Þórðar, 4.2.2008 kl. 22:54
Skemmtileg dama a ferð ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.2.2008 kl. 23:31
Krúttskí alveg klárlega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2008 kl. 20:19
haha gleraugu, spangir og aðrir fylgihlutir verða svo spennandi á vissum aldri.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.2.2008 kl. 11:16
þetta átti eiginlega að vera aukahlutir... held ég
Jóna Á. Gísladóttir, 6.2.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.