5.11.2007 | 21:30
Perlan - Bændahöllin - Helga Möller - Snobbhelgin afstaðin - Óvíst um framhald.......................
Þessi dýr voru öll étin í Perlunni á laugardagskvöldið, frábærlega vel matreidd. Eftir átið og hóflega drukkið vín var haldið í Bændahöllina til gistingar. Á Mímisbar var enginn nema maður og kona sem sátu í stól (sitt hvorum) og þegar betur var að gáð voru það Hilmar hljómborðsleikari og Helga Möller söngkona. Við fengum okkur drykk á barnum og eftir skamma stund reis Helga á fætur gekk að hljóðnema og hóf að syngja af sinni alkunnu snilld, við undirleik Hilmars. Þau sungu fyrir okkur og nokkra aðra sem slæddist inn, í klukkutíma eða svo.
Frábær endir á góðu kvöldi, takk Helga og Hilmar.
Gæti sosum alveg vanið mig á þetta.
Hver vill koma með næst?
See you.......................
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Athugasemdir
Ég fer á næstu helgi, með vinnunni í Perluna að borða.
Marta B Helgadóttir, 5.11.2007 kl. 21:43
Þú verður að smakka öll kvikindin Marta, þetta er ljúffengt.
Þröstur Unnar, 5.11.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.