27.8.2007 | 19:26
Ekki er möguleiki á að greiða Moggabloggi fyrir viðbótarpláss nema með yfirdrætti.
Eftirfarandi skeyti fékk ég frá MBL.is, eftir að hafa beðið um að fá að staðgreiða 999 kr fyrir geymslupláss á blogginu:
"Sæll Þröstur.
Það er því miður ekki hægt að kaupa geymslupláss án kreditkorts.
Kveðja,
Guðmundur Hreiðarsson
Netdeild Morgunblaðsins / mbl.is"
Ég á ekki yfirdráttarkort og hef ekki áhuga á svoleiðis viðskiptum, þannig að nauðbeygður varð ég að fá lánað yfirdráttarkortanúmer til þess að geta bloggað áfram hér.
Er þetta réttlátt?
Neibb, það finnst mér ekki.
Kannski verður lokað fyrir hjá mér fyrst ég birti þetta.
Það held ég nú..........
Athugasemdir
svona er Ísland í dag. Þú hlýtur oft að rekast á veggi Þröstur minn. Ég dáist að þér fyrir að komast af á kreditkorts. Held ekki að ég myndi gera það ;o)
Jóna Á. Gísladóttir, 27.8.2007 kl. 19:38
Mér gengur ágætlega að komast af án kk
og þá er ég að tala um kreditkort - ekki karlkyn!!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 20:42
Þú hlýtur að þekkja einhvern sem á kk þú mátt nú ekki hætta. Svo geturðu hent gömlu, ég geri það reglulega.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 20:53
Nei Jóna, hef ekki rekist á veggi fyrr. En veit að það hamlar verslun á netinu. Kannski gefst maður upp á þessu yfirdráttarleysi og fær sér kort einhverntíman.
Ásdís. Ég er búinn að öppdeita plássinu á lánsnúmeri.
Þröstur Unnar, 27.8.2007 kl. 20:57
lengra síðan ég átti ekki kk (kreditkortið) heldur en kk (karlmanninn) kemst af án karlmannsins, veit ekki með kortið
Rebbý, 27.8.2007 kl. 23:03
Lífið er tík Þröstur minn, algjör tík.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.