o - Hausmynd

o

Færsluflokkur: Íþróttir

Fallegur og kaldur dagur - Myndablogg

HPIM3263Þar sem ég hafði hafnað æsilegri bæjarferð í Borgina í gærkvöldi og lá þess í stað djúpt ofan í sófa allt kvöldið, án þess að hreyfa legg eða kjálka og heilsan í dag þar af leiðandi eðlileg, bauð dagurinn ekki upp á neitt af viti nema letirúnt upp að Akrafjalli og niður að Langasandi.

En þar voru menn og málefni að gera sig klára fyrir hjólasprett.

Ég rauk heim og náði í myndavélina, en þegar kom að myndtökum sá ég að rafhlaðan var næst um því tóm.

Náði þó að smella nokkrum myndum af strákum og HPIM3252stelpum, körlum, konum sem nutu sín í botn í gerviblíðunni.

 

 

Hið marglofaða og dáða Himnaríki sem oft var svo mikið skrifað um hér áður fyrr á Moggabloggi (nú á einhverju öðru, svart hvítu bloggi úti í bæ) ber hér í Akrafjallið fagra.

 

 HPIM3258

 

 

 

Djö...sem mann langar í hjól, en sjáðu til það er kreppa svo þessi íþrótt bíður aðeins.

 

Veit um íþrótt sem hæfir kannski betur, en þar er mikil hætta á að maður lendi undir pari og það vill siðprúður maðurinn sko ekki.    

HPIM3264

 

 

Svenna var orðið drullukalt á höndunum og í nauðvörn affrysti hann þær á pústgrein vélhjólsins.

 

 

 

En ég ætlaði að fjalla um ást í þessum pistli og bara steingleymdi því.

Hér er linkur á ágætis pésa um ást, sem einhver nýr bloggari setti inn áðan.

 

Megið þið svo sofa í ást og friði í nótt, sjáum til með næstu................................


Haft eftir Alexander Peterson á Eurosport..........

Af Akrafjalliað nú verði handboltasprengja á Íslandi.

Skrítið að lesa um pínulitla landið sitt snjóa og íss, í öllum risablöðum heimspressunar.

Eurosport:"Several Icelandic handballers successfully play for clubs outside their fire-and-ice island, home to only 300,000 people. W00t

Back home, few of their compatriots follow their games, preferring to watch football or basketball on television." GetLost 

"We get about 500 spectators per game," Iceland right back Olafur Stefanssonsaid. "It's understandable, sometimes there's bad weather and you don't want to go driving 20 minutes through the snow when you can watch TV instead."

-----------------------------------------------------------

Óli minn. Þú kemst nú þó nokkuð langt á tuttugu mínútum og ekki er snjónum fyrir að fara í henni Reykjavík, nema mesta lagi tvo til þrjá klukkutíma yfir veturinn. En þá hafa saltbílar dauðans pæklað hvert einasta snjókorn til bana.

Ok svo, allir á lappir kl 7:00 sharp á sunnudagsmorgun til að hita upp fyrir gullið........nema þið sem ætlið að elta Eril...........


Henti sjónvarpinu og sjálfum mér með (næstum því) í vegg.............

ham-mastá meðan ég reyndi að fylgjast með útsendingu á leik Tyrkja og Þjóðverja í gærkvöldi. Þulirnir reyndu af fremsta megni að koma sem minnst að lýsingu á leiknum sjálfum, heldur blöðruðu (hægt) um eitthvað allt annað en það sem kom leiknum við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég reyni að fylgjast með lýsingu Adolfs Inga Erlingssonar á sjónvarpsútsendingu og ég lofa að reyna það ekki aftur. Maðurinn á alls ekki að lýsa í sjónvarpi, hann er alltaf einni til tveim mínútum á eftir atburðarásinni. Ágætur í útvarpi þar sem maður sér ekki atburðarásina.

Þá var það nú ekki til að bæta það, að einhver kippti gervihnettinum úr sambandi hvað eftir annað.

Er að hugsa um að hanna minn eigin gervihnött eftir hádegið.

Gvöð hvað ég kvíði fyrir síðustu tveim leikjunum...........


Hef fengið ómældar kvartanir...........

yfir því að vera svona latur að blogga. Ok, en ef ég mæli þær þá eru þær bara ein. Svo hér kemur ein neyðarfærsla um ferðalag.

Ákveðið var kl: 10:00 á föstudagsmorgni að fara í Landmannalaugar kl: 12:00 á hádegi sama dag. Planið var að gista eina nótt og halda heim á laugardeginum. Nokkrum samlokum og Sólardjúsi hent í kassa, ökutækið fyllt af gullolíu 24.500 kr. total, og rokið af stað. Ekki skal orðlengja það nánar en hrepptum einstakt blíðviðri, logn og steikjandi sólarbræðslu. Engar festur, bara sprautað um fjöll og dali, og nóg af snjónum blessuðum. Vorum með par (túrhesta) frá Lúxemborg með, sem áttu ekki orð yfir fegurð Íslensku fjallanna, og töfðu okkur ótæpilega með sífelldu myndtöku stoppi. Hann (Lúxkallinn) er einhver svaka ljósmyndari og myndar fyrir ferðaþjónustur út í heimi, en hún (hinn helmingurinn af parinu) var með hlandið í buxunum yfir kallinum sínum, þegar hann gægðist fram af snjóhengjum, eða lagðist nánast undir bílinn hjá manni til að ná sem bestum myndum. Þau skildu hvorki upp né niður í því hvernig þessir bílar gátu ekið ofan á dúnmjúkum snjónum án þess að sökkva. En þegar við höfðum hleypt mest öllu lofti úr dekkjum og sprautað af stað, áttuðu þau sig á undrinu, bílarnir flutu ofan á snjónum.

HPIM3042

 

 

 

 

Sko, veðrið var massað í rugl.

 

 

HPIM3043

 

 

 

 

Lúxarinn að mynda vaðið við Tungná og frúin að passa hann.

 

 

HPIM3045

 

 

 

 

Við Ljótapoll.

 

 

HPIM3055

 

 

 

Þessi var á leiðinni á kamarinn um kvöldið og ákvað að leggja sig upp við hann, en eins og allir vita eru Patrolar hin mestu letidýr.

 

 

HPIM3071

 

 

 

 

Hann var svolítið krumpaður greyið eftir ferðina á kamarinn.

 

Annars bara frábær ferð með skemmtilegu fólki, íslensku sem erlendu.


Ég ætla að skrifa þér ástarsöng.....................

Snúruhangs

þú veist ekki hver ég er

en ég veit hver þú ert

og sé þig á hverjum degi

ljóst og leynt.

Þegar þú gengur út götuna

með andann í glasinu

bókina og fötuna.

*Í tilefni dagsins.........

 


Suðvestan 20 - Fjúkandi kerrur - Húsbílar á tveimur hjólum - Smá gola, en samt

Jeepvar þetta sumt af því sem fyrir augu bar, í dagsferðinni í dag, Akranes - Reykjavík - Keflavík og omvent.

Eitt hjólhýsi fauk í haug á hálendinu, og jepplingur sem það dinglaði aftaní fylgdi bara með út í móa, og hverjir aðrir en erlendir ferðamenn þar á ferðinni.

Húsbíll valt í hvassviðri vestan við Kvísker um klukkan hálf þrjú í dag. Erlend hjón.

Austur á Biskupshálsi hvolfdi bíl með tjaldvagn í eftirdragi og lenti sitt hvorum megin vegar.

Hvassviðri, my ass.

Gola.

Vonandi fer að snjóa hressilega sem fyrst, svo maður geti tekið þá í háfjallaleikunum.

Jess sörí............


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband