o - Hausmynd

o

Fallegur og kaldur dagur - Myndablogg

HPIM3263Þar sem ég hafði hafnað æsilegri bæjarferð í Borgina í gærkvöldi og lá þess í stað djúpt ofan í sófa allt kvöldið, án þess að hreyfa legg eða kjálka og heilsan í dag þar af leiðandi eðlileg, bauð dagurinn ekki upp á neitt af viti nema letirúnt upp að Akrafjalli og niður að Langasandi.

En þar voru menn og málefni að gera sig klára fyrir hjólasprett.

Ég rauk heim og náði í myndavélina, en þegar kom að myndtökum sá ég að rafhlaðan var næst um því tóm.

Náði þó að smella nokkrum myndum af strákum og HPIM3252stelpum, körlum, konum sem nutu sín í botn í gerviblíðunni.

 

 

Hið marglofaða og dáða Himnaríki sem oft var svo mikið skrifað um hér áður fyrr á Moggabloggi (nú á einhverju öðru, svart hvítu bloggi úti í bæ) ber hér í Akrafjallið fagra.

 

 HPIM3258

 

 

 

Djö...sem mann langar í hjól, en sjáðu til það er kreppa svo þessi íþrótt bíður aðeins.

 

Veit um íþrótt sem hæfir kannski betur, en þar er mikil hætta á að maður lendi undir pari og það vill siðprúður maðurinn sko ekki.    

HPIM3264

 

 

Svenna var orðið drullukalt á höndunum og í nauðvörn affrysti hann þær á pústgrein vélhjólsins.

 

 

 

En ég ætlaði að fjalla um ást í þessum pistli og bara steingleymdi því.

Hér er linkur á ágætis pésa um ást, sem einhver nýr bloggari setti inn áðan.

 

Megið þið svo sofa í ást og friði í nótt, sjáum til með næstu................................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Geggjað stuð hjá þér og vinum þínum minn kæri

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábærar myndir hjá þér!!! Næst kíkir þú í kaffi!

Guðríður Haraldsdóttir, 30.11.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegt þarna á Skaganum.. Kalt en fallegt.  Það verður að segjast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já fallegar myndir.  Takk fyrir það.  Góðan mánudag

Ía Jóhannsdóttir, 1.12.2008 kl. 09:02

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Eigðu nú góða vinnuviku eftir allt afslappelsið um helgina.

Sverrir Einarsson, 1.12.2008 kl. 09:07

6 Smámynd: Brynja skordal

Fallegt er umhverfið okkar Hafðu skemmtilega vinnuviku í sveitinni

Brynja skordal, 2.12.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir! Hvar er Langisandur? Hann getur nú varla verið svo langur úr því ég sá hann ekki...........

Hrönn Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 09:17

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey! Ég sá að einhver spurði á blogginu í dag: "Ertu maður eða motta?" Mér datt þú í hug......

Hrönn Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 22:30

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyrir mig.

Hrönn auddað er ég motta og ónothæfur í eldhús, að mati annarra. .

En djö....það kemur þessu máli ekkert við.

Þröstur Unnar, 3.12.2008 kl. 14:35

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábærar myndir, takk fyrir það og kærleiksknús til íslendings með bíladellu !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 16:04

11 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég kíkti í heisókn til Þrastar um daginn og eina mottan sem ég sá var sú sem ég þurkaði af skónum mínum á. Held að Þröstur geti örugglega soðið vatn án þess að brenna það við.

Farinn í mótmælagöngu að heimta Jolly Cola og Sinalco aftur í búðirnar.

Sverrir Einarsson, 6.12.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband