Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.9.2008 | 21:42
Þó maður sé nú pirraður út í samfélagið stöku sinnum.
Til dæmis eins og þegar Herbert Guðmundsson vill ekki borga þak nágrannans.
Björn Bjarnason óskar suðurnesjalöggum velfarnaðar í nýjum störfum.
Geir Harði segir okkur að lifa á Ánamöðkum, aþþí við eyddum of miklu í fyrra.
Árni Matt vill ekki selja bréfin sín í Sparisjóðnum.
Það er kalt úti.
Þá er bara að kíkja í myndafjársjóðinn og hér er ein af elsta barninu mínu klórandi í kletta.
Og þá, eins og hið yngsta segir alltaf þegar það fær það sem það vill:
"Nú líður mér miklu betur"................
21.9.2008 | 09:12
Erfið lífsreynsla ungrar stúlku............
er hún þurfti að verða vitni að því þegar nákominn ættingi hennar veiktist skyndilega og kalla verð til sjúkrabíl. Pabbinn var ekki á staðnum en kom um hæl, sótti stelpuna sína og saman fóru þau heim til hans.
Það tók hana langan tíma, langt fram yfir háttatíma, að tjá sig út um málið. En að lokum sofnaði hún og svaf vært í nótt.
Samt á þetta líklega eftir að poppa upp aftur hjá henni og þá þarf að ræða málið upp á nýtt og reyna að útskýra ýmislegt sem svona ung stúlka skilur ekki alveg í fyrstu atrennu.
Pabbinn hafði ætlað að skreppa í bæjarrölt til borgarinnar en var hættur við förina, af einhverri óútskýranlegri tregðu þegar kallið kom.
Núna er Mikki Refur á skjánum og til þess að sjá hann betur er ágætt að hafa höfuðljós:
"og líka til að sjá þig betur, pabbi "
Annars erum við bara þokkaleg hérna þó örli á morgunþreytu, og ættinginn að ná sér.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.9.2008 | 08:48
Einkablogg - Þetta er ekki við hæfi.............
er svolítið stórt þema í Öskubusku ævintýrinu.
Þegar fóstran "vonda" sagði að það væri til dæmis ekki við hæfi að hafa gluggatjöldin dregin frá hjá prinsessum, tók skottan mín á rás inn í herbergi, dró gluggatjöldin fyrir og tautaði: "Þetta er ekki við hæfi"
Stelpan mín stóra, hefur nú flutt að heiman frá mömmu gömlu og hafið búskap með sínum ektakærasta honum Dodda. Pabbinn ern nú pínu stressaður yfir þessu brölti, en veit samt innst inni að hún stendur sig.
Til hamingju snúllurnar mínar.
Myndin sýnir Jóhönnu Lind og hundinn Pjakk.
Meira seinna héðan af vesturvígstöðvunum....
13.9.2008 | 15:42
Væmnisblogg - Rok og tilvonandi rigning............
ásamt verulegum knúsköstum í kvöld og fyrramálið, það er málið.
Byrjum á brúnni skúffuköku á eftir, kjúklingur í kvöldmatinn og svo popp með ískaldri mjólk í kvöld með einhverri góðri mynd.
Búinn að skúra, skrúbba og bóna allt hátt og lágt, sjáandi með nýjum gleraugum sem alveg er vert að skrifa um seinna.
Sakna allra hinna unganna minna.................
9.9.2008 | 20:29
Kastljós í heimsókn á Höfðabrautina - Uppfærsla á myndbandi
En þar er nú komin ný fjölskylda sem Himnaríkisfrúin Gurrí mun halda utan um fyrsta árið þeirra á Íslandi.
Frábært að sjá fjölskylduna komna til síns heima, í íbúðina þar sem þeim líður vonandi vel. Strákarnir byrjaðir að leika sér að leikföngunum, en litla dúllan (jafn gömul minni), sefur bara endalaust, enda kannski ekki skrítið eftir allt þetta ferðalag og umstang.
Allt í lagi að hafa smá húmor í þessu líka.
Skutla hérna inn myndbandi sem ég fékk sent frá Láru Hönnu bloggvinkonu. Og hún er nú ekki í vandræðum með að klippa sundur og saman myndböndin, eins og sjá má á hennar frábæru síðu.
Verð að viðurkenna að þegar ég hitti Himnaríkisfrúnna, fannst mér eins og hún gæti sprungið í loft upp þá og þegar af spenningi yfir komu fjölskyldunnar sinnar frá Írak.
Annars bara þokkalegur og á að mæta í saumsprettingu á enni í fyrramálið og þá verður tekin ákvörðun um það hvort ég er með holdsveiki eða einhvern annan banvænan sjúkdóm, á enninu.
Ef myndin prentast vel má sjá ungan mann skjótast á milli herbergja...........
Vinir og fjölskylda | Breytt 10.9.2008 kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.9.2008 | 18:51
Bangsaþvottur - Breytt fyrirsögn að beiðni lesanda..........
Nú eru öll dýrin komin úr þvotti og þurrkun. Sumum þarf kannski að greiða pínu, en öll eiga þau það sameiginlegt að bíða eftir nýju eigendunum sínum sem koma til Akraness aðfararnótt þriðjudags.
Ekki var mikið um afföll miðað við átökin sem þau lentu í, þó ég hafi valið þvottakerfi fyrir viðkvæma, prg. #27.
Finn smá hjartaflökt yfir því að geta gefið örlítið af mér, þó það sé ekki nema brotabrot af því sem aðrir hafa gert hér á Skaganum. Ég fékk að sjá íbúðina þar sem fjöldskylda Gurríar verður og hún er bara tilbúinn, með innbúi og alles, takk fyrir. Hörku nagli þessi Gurrí.
Eydísin mín fékk að leika sér smá stund að allri hrúgunni og átti svolítið bágt um tíma þegar pabbinn sagði henni að hún mætti ekki eiga leikföngin.
Hún sýndi þessu samt merkilega mikinn skilning, eftir að ég sagði henni ágrip af sögu barnanna. Eins og til dæmis einn drengurinn sem hafði misst pabba sinn í sprengingu, og slasast sjálfur.
"Á hann þá engan pabba?"
"Nei, en hann á mömmu sem kemur með honum til Akraness"
Löng þögn og hugs. Lítur lokins upp, ljómandi í framan:
"Þú ert pabbi minn!"
Hjartað tók kipp, í annað skiptið í dag..................
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.9.2008 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.9.2008 | 15:21
Frumubreytingar í húð v/s olíuleki..............
Ég á að mæta klukkan tíu í fyrramálið og hann klukkan átta morguninn eftir.
Mig kvíðir raunverulega meira fyrir niðurstöðu úr rannsóknum á honum, heldur en mér sjálfum.
Getur verið að mér þyki vænna um hann heldur en mig grunar?
Hann er allavega ekki tuðandi yfir smámunum, hleypur ekki út undan sér, er tryggur og trúr húsbónda sínum, hlýr og notalegur, stuðlar að félagslegum tengslum húsbóndans, og hjálpar honum yfir ótrúlegustu hindranir á órannsökuðum vegleysum lífsins.
Ókey ókey, ekki alveg að missa sig hér.
Annars bara fínn fram á fimmtudag..............
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.8.2008 | 11:55
Frábær helgi án menningarnætur, Erils, gulls, Glitnisgöngu............
en samt með silfurslegnu hjartaskrauti.
Ikea heimsótt í gær þar sem nokkur tuskudýr og ýmsir smáhlutir sem bráðvantaði á heimilið voru keyptir gegn staðgreiðslu með silfurpeningum. Og að sjálfsögðu myndarammar, því við erum svo afskaplega myndarleg hér á þessu heimili.
Allavega 50% okkar.
Tjaldað var á miðju gólfinu og gleðin réði ríkjum.
Hver þarf svo sem gull þegar þetta er í boði............
18.8.2008 | 15:45
Kæri nágranni............
ef þú heyrir mávagarg og brothljóð, síðan langa þögn á eftir, viltu þá rölta yfir til mín með haglabyssuna? Því þá er það næsta víst að Mávarnir hafa yfirbugað mig og eru að gæða sér á kvöldmatnum mínum.
Ég á fastlega von á því að þeir geri innrás á heimilið mitt einhvern daginn. Í gær þegar við Eydís komum heim þá ver einn þeirra búinn að leggja í stæðið mitt og hreyfði sig ekki fyrr en ég ýtti við honum með 35 tommu framhjóli bílsins, en þá færði hann sig yfir á fatlaða stæðið.
Við fórum út úr bílnum og ég bað hana að reka fuglinn burt.
"Farðu heim til unganna þinna fugl" kallaði hún.
Fugl hreyfðist ekki, en horfði bara á hana rauðum augum, og mér var ekki sama. Færði mig nær ófreskjunni og þegar Eydís ítrekaði skipunina drattaðist fiðrið í loftið.
"Loksins fór hún til unganna sinna"
Var að hugsa af hverju dóttir mín fullyrti að þetta væri mamma sem ætti unga einhverstaðar.
Þessi færsla flokkast undir yfirgengilega fuglafrekju........................
16.8.2008 | 16:36
Kjánalæti í fullorðnu fólki.
Við höfun notið dagsins til hins ítrasta. Ryksugað , skúrað og þvegið þvott. Það gekk á ýmsu samt þegar kom að því að setja á rúmin aftur. Hún harðneitaði að yfirgefa rúmið, og breiddi upp fyrir haus.
"Svona skottan mín, farðu úr rúminu strax"
"Látt ekki svona kjánalega pabbi, ég er í tjaldi"
Það er notað óspart gegn manni á hinum ýmsu stundum, uppeldið.
Annars bara góð..........hérna megin við sundin blá. En þið þarna hinumegin? Er einhver óstjórn í gangi?