o - Hausmynd

o

Færsluflokkur: Bloggar

Hrólfur Guðmundsson 35 ára er

farinn í afeitrun. Þvílíkt kjaftæði. Það var þetta sem ég óttaðist mest við þetta blogg bull, maður verður háður því og þarf að hitta afeitrunarfræðinga til að ná sér. Ekki það að síðan mín hafi verið lesin svo mikið, en hugsið ykkur ef ég hefði skrifað um eins og einn djammtúrinn um ævina, og komist svona vel að orði eins og Hrólfur.

Orðinn frægur. En helvítis kallinn vildi ekki að ég pikkaði niður meðalþykka harðspjaldabók,fyrir hann, meðan hann sötraði öl og einhleypu barstelpurnar stæðu í biðröð við þröskuldinn.

Þá hefði hann fyrst orðið almennilega frægur.

Þá er bara best að snúa sér að einhverju öðru, kannski skrifa sjálfur, með kakó í tebolla, maulandi speltibrauð.

 


Eins og eitthvað hafi breyst

Ákvað eftir langa og stranga umhugsun að rölta á barinn í nótt. Það var gott veður og ég búinn að vara að pirrast í fólki hérna á blogginu. Ekki mikið að gerast á barnum, c.a 60% pólverjar og restin íslendingar með flöktandi augnaráð, leitand og horfandi í gegnum mann, eða bara framhjá.

Allt í lagi með það, en nennti ekki að vera þarna og eftir einn öllara labbaði ég af stað heim.

Á miðri leið fór mér að líða eitthvað skringilega. Ég lyfti hausnum í rétta stöðu, en hann var farinn að síga soldið, stoppaði og leit í hringum mig. Eitthvað hafði breyst, mér fór að líða vel og gat brosað út í bláinn. Það var að renna upp fyrir mér, og ég að trúa því, að lífið er ekki alslæmt.

Þetta var ný líðan sem hefur ekki gert vart við sig í langan tíma.

Kom heim í fínu formi og fór að sofa.

Vaknaði um hádegið og fór bloggrúntinn, og þar var comment frá Svampinum sem þurkaði burtu alla þynku á augabragði. Gott að sjá einhvern annan segja það sem maður sjálfur hefur verið að hugsa, það fær mann til að trúa því betur.

Takk kærlega Svampur minn (mín) fyrir þessa ábendingu. 


Er það normal

að sitja heima á laugardagskvöldi og lesa úr sér augun á blogginu, í stað þess að vera út um allt með vinum og kunningjum. Veit ekki, en vantar ekki eitthvað í líf þess fólks sem gerir það að staðaldri? Kanski vini og kunningja?

Eða er bara leiðinlegt í sjónvarpinu,eða þú ein(n) heima eins og er.

Einhver Svampur var að benda mér á að ég virkaði normal á mínu bloggi, en ekki annars-staðar, sem er að vissu leiti rétt. Held að maður reyni að láta öðrum líka við sig með því að líkjast öðrum örlítið.

Klikkun? Við erum öll kleyfhugar að vissu marki, ef vel er kíkt í kollinn, er ég viss um. 

Ætla í öl og ná í kjellingu og lemja kall.... 

ok bæ 


Sól og kuldi úti, eins og mér líður í hjartanu.....

Sveiflurnar einkennilegar eins og veðrið, hlítt og kalt, bjart og dimmt.

Búinn að vera að þvo og þurka í allan morgun, c.a 120 kg af þvotti, ánægður með það.

Jóhanna, stóra stelpan mín er 19 ára í dag og var að heyra í henni frá Akureyri.

Búinn að fara bloggrúntinn og lítið merkilegt þar, nema frumsamin smásaga frá honum Ásgeiri bloggvini mínum, sem ég hlakka til að lesa í kvöld, og svo að sjálfsögðu hann Hrólfur með eitthvað corp-s inni bæli.

See ya.


Skallapopparar

Lausn virðist í sjónmáli á skallavandamálinu mikla, bara fá sér músaskinn og græða á skallann.

Nei annars, djók, hef eitthvað miskilið fréttina.

Mig hefur reyndar oft langað til að vera hárlaus á höfðinu, en þori því eiginlega ekki er með svo ljótt höfuðlag, eða bara ekki nógu hugaður til þess.

Er að spökulera að blogga þessa frétt á einn góðan bloggvin. 


mbl.is Vonir glæðast um að hægt sé að meðhöndla skalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ég geng framhjá

útidyrunum á bakvið lít ég ósjálfrátt alltaf út um gluggan. Býst sífelt við að sjá lítinn rauðan bíl fyrir utan.

En það hefur ekki gerst ennþá og á örugglega ekki eftir að gerast.

Sorglegt, en svona er lífið víst.


Fjósamjólk,,frétt af RÚV

preview

Fjósamjólk góð gegn ofnæmi og asma

Hvað er fjósamjólk?

Ég veit um kókómjól, súrmjólk, nýmjólk, geitamjólk, kúamjólk, ABmjólk, brjóstamjólk.......


Brúðkaupsfréttir

Ég held að ég sé búinn að missa báða uppáhalds bloggvini mína á einu bretti. Heiða og Hrólfur ætla að ganga í það heilaga þ.e.a.segja ef mamma hans Hrólfs gefur samþykki sitt, sem ég er viss um að hún gerir því Heiða lætur hann ekki þjást meira, heldur færir honum öl í fangið svo hann geti setið við allan dagin og bloggað. En ég er hræddur um að það verði öðruvísi bloggið hjá honum þá. Þvílík andsk. heppni hjá kallinum ég sem var búinn að sverma fyrir henni hérna á blogginu,ekki víst að hún hafi tekið eftir því, en samt.

Jæja ég verð þá bara að finna aðra með DD skálar. 


Yfirstrikanir

Það virðist sem yfirstrikanir á Árna séu nokkuð á hreinu, menn eru að gefa sér 20% þá eru eftir 80%, sem hljóta þá að styðja hann. En það virðist taka miklu lengri tíma að finna yfirstrikanir Björns, útgefið er nokkrir dagar. Eru þær svona miklu fleiri en hjá Árna, eða er bara einn maður í þessu og valdi hann Árna fyrst?

Tapaði Ómar þessum atkvæðum?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1269570

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband