Færsluflokkur: Bloggar
23.6.2007 | 14:22
Hefur þú fundið hamingjuna?
Ef svo er, haltu þá vel utan um hana, því það er mjög auðvelt að týna henni og fjandanum erfiðara að finna hana aftur.
Hún finnst reyndar bæði innra með sjálfum manni og í efnislegum hlutum, erfiðara er þó að leita hennar innra með sér heldur en í efnislegu hlutunum.
Dæmi um marklausa leit manna eftir hamingjunni: Maður gengur að konu sem er að leita að einhverju fyrir utan húsið sitt. Hann spyr hana að hverju hún er að leita og hún segist hafa týnt nálinni sinni. Hann spyr hana þá hvort hún muni hvar hún týndi henni.. og hún svarar, já, í húsinu mínu. Þá spyr maðurinn afhverju hún leiti ekki inní húsinu sínu.. og hún svarar; því það er svo dimmt þar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 19:53
Eyjan.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 19:23
Stoðkerfisvandamál hjá póstberum, segir fulltrúi Íslandspósts.
Sagt var frá því í fréttum RÚV áðan að póstberar þurfa að beygja sig niður til að geta komið póstinum til skila í bréfalúgurnar.
Og þannig álag á líkamann er ekki liðið af yfirmönnum Íslandspósts.
Getur verið að þetta séu ekki heilbrigðir einstaklingar sem bera út póstinn, eða er þetta bara kannski grín, eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 19:24
Síðasti vitavörðurinn á Íslandi
Óskar vitavörður á Stórhöfða vel að því kominn að fá heiðursnafnbótina Umhverfishetja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 19:04
Rakst á þessa setningu á blogginu.
Dóttir mín hafði sofnað fast með aðra örsmáa hendina út undan sængurfötunum. Í henni hélt hún hjarta mínu.
Hugo Williams
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2007 | 14:22
Alveg eins og ég átti von á
en þess virði að reyna. Við settumst í makindum út á svalir í logni og sólskyni. Ég með kaffibollann og fartölvuna,ætlaði að láta fara vel um okkur og lesa bloggið,hún með kókómjólk og kleinu. Eftir að hún hafði misst niður kókómjólkina kleinan staðið í henni,
" pabbi meiri mjólk",
"pabbi meiri kleinu",
"pabbi má ég borða flugu?"
" pabbi ég er stór",
kom hún askvaðndi að mér og heimtaði að ýta á stafinn sinn, E. Ég rétt slapp með að vista færsluna áður en eeeeeeeeeeeeeeeeeee byrtist á skjánum.
Er ekki lífið yndislegt, þegar maður er tveggja og hálfs, eða er það soldið erfitt stundum?
Ekki málið reyni bara að lesa seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 20:03
Skrítið með Morgunblaðið
þeir minntust ekkert á það þegar ÉG byrjaði að blogga hjá þeim.
Best að breyta blogginu úr Motta, í Gull Þrastar.
Svo setja þeir eldgamla mynd af kallinum með fréttinni, hann er bara næstum því myndarlegur á myndinni, myndi ég segja.
Egill Helgason byrjaður að blogga á mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 22:10
Gleymdi
í færslunni áðan að vel væri þegið ef einhver benti mér á gistiheimili í miðbæ Köben, sem þið þekkið eða hafi reynslu af.
Held að regntíminn sé að skella á okkur hér á landi, og hann standi út júlí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 21:49
Eins gott að passa sig
á rafsnúrunum í Köben.
Langar rosalega að skreppa í viku eða svo í sumar, bara til að gera ekki neitt. Þvælast um göturnar og skoða, borða góðan mat og rölta á barina á kvöldin. Kannski skreppa út fyrir bæinn eða bara hitta frændur vora Dani. Þarf þá að finna þokkalegan gististað, annan en hótel. Væri til í lítið gistiheimili inn í miðbænum.
Sjö urðu fyrir rafmagnsleiðslu í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 19:47
Jeppaferð Vesturlandsdeildar með Skjólstæðinga
Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Held að þetta sé 6. árið sem þessi ferð er farinn.
20 jeppar og allavega 45 manns.
Ég fékk þrjár frábærar stúlkur í bílinn minn og lögðum af stað frá Olís Akranesi kl 10:30 og brunað í Borganes, þar sem fleiri bættust í hópinn. Farið yfir Geldingardraga og fyrir Hvalfjörð, um Kjósarskarð og á Þingvelli niður að Ljósafellsstöð og að Nesjavöllum.
Þar sýndi stúlka frá Orkuveitunni okkur Nesjavallavirkjun. Eftir þá sýningu var boðið í mat í Nesbúð.
Eftir matinn, myndatökur og dundur úti í góða veðrinu var lagt af stað heimleiðis og ekið eftir pípuveginum að Hafravatni og síðan heim um Hvalfjarðargöngin.
Það er alveg ótrúlega gaman og gefandi að fara í svona bíltúr með þetta skemmtilega fólk. Brandarar flugu í talstöðvunum og sagna og ljóðamenn fóru með hluta úr verkum sínum.
Gleðin og þakklætið skein úr augum allra, og þegar ég kom heim eftir frábæran dag leið mér vel eftir að hafa getað veitt þeim þessa ánægju sem þau minnast allt árið þangað til næsta ferð verður farin.
Bloggar | Breytt 11.6.2007 kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)