o - Hausmynd

o

Færsluflokkur: Bloggar

Við karlarnir erum grillmeistarar

Fékk þessa sendingu frá vinkonu og bara varð að deila henni með ykkur.


Grilltímabilið í hámarki. Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið. VEI!

Þannig gengur þetta fyrir sig:
      Frúin verslar í matinn.
      Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.
      Frúin undirbýr kjötið. Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.
         Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri.

Lykilatriði:
         Bóndinn setur kjötið á grillið!
      Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.
      Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.
         Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.

Annað lykilatriði:
         Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.
      Frúin leggur á borð. Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.
      Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

Mikilvægast af öllu:
       Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.
       Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað "frídagurinn"...
       og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til geðs.


Borg óttans að tæmast

mmmmmm 

og kannski maður geti þá skroppið á kaffihús, ef maður kemst fyrir fjörð.


Skrapp í Sandgerði

c_documents_and_settings_rostur_gu_laugsson_desktop_desert1.jpg

og náði þessarri mynd af Kollu.


Er að stikna

hérna inni, en verð að halda það út til kl sex. Þannig að ég ákvað að böggast bara í einhverjum á blogginu sem hefði það örugglega betra en ég, úti í sólinni. En heilinn er alveg steiktur eins og er, og þó sendi ég eina athugarsemd á Röggu, sem ég auðvitað dauðsá eftir.

En hvað um það vonandi er mér fyrirgefið.

Rain-Rain-Rain

http://www.youtube.com/watch?v=guuv-DEg62k


Verðum að fara að fá rigningu

Kíkti út um eldhúsgluggann hjá mér áðan og hvað heldurðu það rauk bara úr jörðinni fyrir framan húsið hjá mér. Ég var búinn að finna einhverja brunalykt fyrr í dag þegar ég kom heim. Fór út að skoða en í þann mund kom bara allt slökkvilið bæjarins brunandi á vettvang. Þá hafði bara orðið sjálfsíkveikja í þurri moldinni, og mögulega smá olíubrák eftir malbikunarkallanna í gær hjálpaði til.

Regn-regn-regn, ekki Ástralíuþurka meir.

Maður verður bara þurr og skorpinn fyrir aldur fram ef ekki fer að rigna.


Allar íbúðirnar hafa gengið út

og skellt fast á eftir sér.

Hver vill sosum búa á Mars.


mbl.is Allar íbúðirnar hafa gengið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó ég sé ekki róni

þá er þessi vísa sem Pálmi Gunnarsson flutti eitt sinn

svo snilldarlega oft í huga mínum.

 

Þó er það svo afstætt

hver er aumingi og svín

á dómins æðsta degi

drekkur róninn máski vín.

 

Við háborðið hjá Pétri

og himnaföðurnum

í hlýju þornar hlandið

í rónabuxunum.


Hrólfur, hvar ertu?

Andskoti er bloggið að verða leiðinlegt og yfirmáta pirrandi. Manni sjálfum örugglega eitthvað að kenna, fyrir að geta ekki skrifað almennilega. En hvað með allt þetta skítkast og ásakanir til og frá, er bara ekki hægt að fara hina eðlilegu og venjulegu leið til yfirvalda til að rannsaka ef eitthvað er saknæmt.

Já ég veit að orð eru til alls fyrst.

En.

Vona innilega að það fari að bresta á með logni hér á blogginu , svo og að það komi einhver skemmtilegur penni fram,(þið bloggvinir mínir eruð samt frábær) annars verður maður bara að fara að tala við fólk augliti til auglitis aftur. Blush


Í morgun þegar ég var að bursta tennurnar

tók ég eftir að tungan í mér var orðin græn.

Dem, helda bara að það sé farinn að vaxa mosi á henni, þegar ég fattaði að ég hafði nánast ekkert talað í allan gærdag, nema að aðeins við litlu Dísina mína.

Svo er annað verra, húðin á andlitinu á mér er orðin alltof stór!!

Vitið þið um einhvern góðan og ódýran húðstrekkjara, señoras?

Verð að tala meira, og sofa á bakinu.

 


Vinsælustu bloggsíðurnar

Hvað er með þetta vinsældakjaftæði. Held ég sé að verða afbrýðisamur. Menn eru að hrósa sér af því að ná svo og svo miklum heimsóknum á bloggið sitt t.d 105.000 heimsóknir, (án greiðslu) samfara því að eyðileggja mannorð sitt.

 Mér finnst nú bara fínt að vera með 50 heimsóknir á dag. Geri þetta til að dunda mér meðan ég les öll hin bloggin, og kannski til að leyfa öðrum sem kannast við mig að fylgjast soldið með.

En kannski blundar hégómagirnin einhverstaðar í manni samt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband