Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2007 | 20:52
Fimm ára drengur stóð og horfði á húsið sitt brenna
pabbinn og mamman hlupu til og frá með vatnsfötur. Hann sá boltann sinn í eldinum og ætlaði að sækja hann, en var stöðvaður. Stóra tréð við svefnherbergisgluggann hans sviðnaði og varð að kolum.
Þetta var gamalt timburhús.
Drengurinn ég.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2007 | 18:34
Bolur er algjör nauðsyn
eins og veðrið er búið að vera í sumar. Ekki eru þó allir sammála mér með það og eru að atast eitthvað út í hann. Hann náði samt gríðarlegu "vinsældum" en virðist nú vera útslitinn eftir allt jaskið. Kannski hefur hann verið "klóraður" og horfið þess vegna. Eitt er víst að hann þyrfti smá pressun.
Hann hafnaði mér sem vini sínum og þess vegna fæ ég mér bara nýjan bol, og hann skal ekki vera eins og þessi gamli, sem er xxx-small og krumpaður nano-bolur.
já já
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2007 | 20:49
Til hamingju með gærdaginn Gurrí - Akranes eftir annasama helgi.
Á leið minni í vinnu í morgun þurfti ég að aka yfir ökkladjúpt vatn á Skagabrautinni, auðveldlega að sjálfsögðu á mínum háfjallajeppa. Hugsaði ekkert meira um það og grunaði þá ekki minnstu vitund að þetta gæti tengst mér á nokkurn hátt. En eftir að Hjálmar hjá Orkuveitunni kom til mín um hádegið, og færði mér þær fréttir að aðalkaldavatnsæð mitt á milli Himnaríkis og vinnustaðar míns, hefði gefist upp og sprungið í loft upp, og að ég yrði nú vatnslaus í fyrramálið, fór málið að versna. Varð að finna sökudólginn og það í hvelli. Álagið á vatnslögnina hafi orðið of mikið í gær. Miklar kaffiuppáhellingar í Himnaríki, uppvask og misnotkun vatns við þvotta hjá mér í gær. Þetta hlýtur bara að vera ástæðan. Æðin hálftæmdist og svo skrúfuðum við Gurrí fyrir um miðnættið og búúúm.
Súing Himnaríki.
Truflanir á rennsli vatns á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2007 | 20:21
Morgunblaðið hefur tekið úr sambandi
möguleikann á að blogga beint um umferðarslys. Af hverju skyldi þetta vera gert? Er þetta gert af tillitsemi við aðstandendur? Ef svo er hefði að mínu mati verið skynsamlegra að auglýsa það, eða koma því á framfæri við bloggara.
Ef þetta er ekki rétt hjá mér, er öll leiðrétting vel þegin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2007 | 17:52
Hugmynd að nýrri 3ja daga hátíð að fæðast
Lambakjötshátiðin Mikla á Hvammstanga skal hún heita. Hún skal haldin í kvosinni fyrir ofan bæinn. Lágmarksfjöldi skal vera 30 þúsund manns. Boðið verður upp á nýslátruð lömb í tonnavís, niðursneydd og tilbúin á grillið.
Allt fiskimeti stranglega bannað.
Ölið skal flæða alla dagana en tekið verður hart á dópi og ofbeldi af öllu tagi.
Ekkert aldurstakmark yfir nóttina en 18 til 25 ára skulu í svefnpokana yfir daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.8.2007 | 16:53
Fiskiát á Dalvík og hommar og lesbíur í Reykjavík
Á Dalvík á Fiskidögunum miklu er talið að séu um 30.000 manns að ráfa um bæinn borða fisk og mega ekki fá sér einn öllara yfir daginn, bara í kvöld. Kannski verða menn orðnir of þreyttir í kvöld til þess. Það hlýtur að taka á að labba hring eftir hring í þessum litla bæ með 30 þúsund manns utanum sig, og er þá nokkur orka eftir fyrir kvöldið?
Veit ekki með allt þetta fiskiát, er það hollt?
Í miðbæ Reykjavíkur eiga svo að vera 50.000 manneskjur í Gleðigöngunni miklu. Sem sagt hátt í 100 þúsund manns á djamminu í dag, og ég sem hélt að þessar útihátíðarhelgar væru búnar í sumar.
Hvað eru þá margir heima hjá sér?
Það er víst búið að blogga um þetta í allan dag, en læt þetta fara samt.
Síjú........
Tugir þúsunda taka þátt í Hinsegin dögum í miðborg Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2007 | 20:56
Loksins eftir langa bið
varð það að raunveruleika í dag.
Og mikið óskaplega var maður þakklátur.
Svo varð maður að "skreppa" út og prufa gripinn. Skreppurinn tók 2 klukkutíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.8.2007 | 15:56
Settist í vinnustólinn minn
sem er við opnar útidyrnar, og fann pínulítinn sting.
Þegar að var gáð var hann dáinn.
Ætti kannski að skokka á spítalann með buxurnar á hælunum og láta hreinsa dæmið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2007 | 21:25
Spila þetta lag helst einu sinni á dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.8.2007 | 23:31
Bálför og brennandi bloggvinir á blogginu,
svo ég rúlla mér bara á gólfið og sofna. Hæddur um að dreyma kókosbollukökur, brauðtertur, brennandi fólk, reiða bloggara, meðvirka bloggara, nano-bloggara, enga bloggvini, ekkert afmæli, bara vinnu.
En veit að ég á marga góða bloggvini...hehehe gúdnæt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)