o - Hausmynd

o

Færsluflokkur: Bloggar

Næsta Nylon-stelpan valin í semtember

NylonFannst ekki mikið varið í þær í byrjun, en hef smátt og smátt skipt um skoðun. Finnst bara asskoti gaman að hlusta á þær. Og þó þær séu ekki bestu söngvarar eða eftirhermur heimsins, þá hefur Einari Bárðarsyni tekist vel upp með að búa til fína söluvöru.

Gaman að fylgjast með hver verður ný meðlimurinn.


mbl.is Sú næsta í Nylon valin í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið sem ég fór ekki á Þjóðhátíð

Freddy Merc1986 var ég á ferðalagi um Evrópu, nánar á tjaldstæði við borgina Nice í Frakklandi, um það bil 100 metrum frá ströndinni. Það var 35 til 40 gráðu hiti og nauðsynlegt að kæla sig í sjónum annað slagið. Á rölti okkar um nágrennið rákumst við á lítið skilti sem á stóð " Queen qoncert tonight" og ör benti inn eftir malargötu. Við héldum auðvitað að þetta væri spaug, en fórum þó götuna þangað til við komum að risastórum rústum kastala og burtreiðarvallar, sem hlaðin stúkusæti umkringdu. Svæðið var afgirt og skúrar stóðu við stórt hlið inn á það. Þarna voru sem sagt seldir miðar á eina síðustu tónleika hljómsveitarinnar Queen. Við keyptum að sjálfsögðu miða og nutum frábærustu tónleika fyrr og síðar, um kvöldið.

Þetta var í júlí mánuði og nokkrum vikum síðar spiluðu þeir síðustu tónleika sína á Wembley Stadium leikvanginum.

 

http://www.youtube.com/watch?v=cxbFLYa0_bw


Verslunarmenn í dags fríi............

foodGerðist skyndilega banhungraður um áttaleytið og ákvað að rífa mig frá blogginu, (það var að verða svo klámfengið hvort sem var) og leita uppi opna verslunarmanna-búð í bænum. En viti menn allt lokað, nema bensínstöðvar, það eru hvort sem er ekki verslanir, eða hvað. En eftir smá leit fann ég verslun (bakvið húsið hjá mér) sem var galopin. En þegar ég kom þar inn datt mér í hug hryðjuverkaárás. Það litla sem eftir var í versluninni voru nokkur epli og marin vínber á gólfinu. Fór sneyptur heim og á bloggið, sem upplýsti mig um nýjan bloggvin sem af ásettu ráði birti á síðu sinni uppskrift að dýrindis lambakjötsrétti.Takk fyrir það Doddi minn.

Í matinn hjá mér var Coco Puffs og beyglur með rúsínum, eldaðar í AEG örbylgjuofni.

SúingVR

 


Brekkusöngurinn í gærkvöldi var frábær

HPIM2874Við vorum bara þrír saman núna, ég og vinir mínir á myndinni. Tveir okkar höfðu gert þetta sex sinnum áður, og í öll skiptin þ.m. talið núna, sungum við miklu lengur en Árni.

Erill var víst í Eyjum og Ýfingur á Akureyri. Veit ekki hvar Róstrur var en vona að hann lendi ekki á milli Erills og Ýfings á heimleiðinni í dag.

En hérna var bara sungið og spilað án alls Erills.

Síjú


mbl.is Erilsamt hjá lögreglu þegar líða fór á nóttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vakað svona lengi frá því fyrir stríð.

Bill Murray

Hvenær var stríð? 

En var að klára að horfa á Broken Flowers, með Bill Murrey.

Þrælfín ræma, en skilur mann svolítið eftir lausan í loftinu, þannig að maður verður að lenda sjálfur, sem sosum allt í lagi.

 Hreingernig, kafli 2 á morgun.


Deginum skal varið (hugsanlega) í hreingerningar

thinkingá 200 fm. húsnæði. Ryksugað, skúrað, þurrkað af, stólar, borð, hillur, skápar.

Annað kemur ekki til greina. Helgin að líða og hef bara legið í leti, lesið blogg, horft á sjónvarp, elst um 4 ár, sofnað, vaknað.

Já, Jenný Anna Baldursdóttirritaði á bloggið mitt að ég væri orðinn of gamall til að fara á Þjóðhátíð, ahh, gott hún minnti mig á það, annars hefði ég alveg eins átt það til að fara.

Jóna Gísladóttir orðin fræg. Af hverju fengum við ekki bara að hafa hana í friði? Það er svo allt öðruvísi að tala við fræga fólkið.

Renni mér annað slagið inn á frábæra bloggsíðu Katrínar Snæhólm Baldursdóttur til þess að uppfæra hugsunina og ná í andlegt fóður, kem alltaf betri maður þaðan.

Haustið að koma. Rökkur á kvöldin, lægðirnar læðast upp að suðurströndinni með tilheyrandi roki og rigningu.

Eydís Lára í tjaldútilegu með mömmu sinni, tómlegt í bænum.

Síjú


Æfintýri á Snæfellsjökli, akandi

HPIM0878ofar skýjum.

 

 

 

 

 

 

HPIM0896

 

 

 

 

 

 Lenti í sprungu,allt í lagi.

 

 HPIM0890

 

 

 

 

 

 

 Hún skíðaði á toppinn, yfir sprungu, og vissi ekki af því.

 

 

 

 

 

 

 


Helmingi færri í pulsupartíinu á Akureyri

hot dogheldur en síðasta ár. Og meir en helmingur bæjarfulltrúa á móti aldurstakmörkun.

Eru þeir ekki að djóka, þessir einræðisherrar fyrir norðan?


mbl.is Meirihluti bæjarstjórnar gegn takmörkunum á tjaldsvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátt fyrir þjóhátíðar-fráhvarfeinkennin, ætla ég að vera heima um helgina

HPIM2860

 

og gera ekki andskotann neitt, sem er nú hryllileg tilhugsun fyrir ofvirkan mann.  Um daginn sagði hún við mig, þegar hún sá litla stelpu á bleiku þríhjóli "serru fallega hjólið pabbi". Já, sagði ég annars hugar," verð að kaupa hjól fyrir þig."

Og hún brosti sínu ómótstæðilega brosi beint framan kallinn sinn.

 

 

HPIM2852

 

 

Við fengum okkur rúsínugraut á svölunum í vikunni. "Ég verð að kaupa inniskó fyrir þig" hugsaði ég upphátt. "Já pabbi og bleikt hjól" sagði hún og geislaði í framan, "koddu í Bónus núna" sagði hún.

Verð að passa að hugsa ekki upphátt.

HPIM2861

 

 

 

 

 

 

En þetta var nú fyrirgefið eftir smá stund, en örugglega ekki gleymt. 

 

 

 

HPIM2868

 

 

 

 

Maður þarf nú að passa pabba sinn þó maður sé að horfa á Dýrin í Hálsaskógi, og hvað með það þó hann geti ekki bloggað rétt á meðan.


Fæ alltaf þjóðhátíðar-fráhvarfseinkenni

Þjóðhátíðþegar Þjóðhátíðin gengur í garð. Margir bloggarar hér hafa lýst þeirri skoðun sinni, hversu afskaplega gott sé nú að vera heima um Verslunarmannahelgina, ok. það finnst mér nú líka, en mikið sakna ég nú þessarar einstöku uppákomu sem Þjóðhátíðin er. Þetta er ein sú allra besta skemmtun sem ég hef upplifað, (fyrir utan hljómleikarnir með Queen "86 í Frakklandi) bæði sem einhleypur djammari og fjölskyldumaður. Hef verið þarna sex sinnum og í öllum veðrum, en alltaf jafn gaman, en kannski pínu erfitt á köflum.

Heimatjöldin, maturinn, skemmtiatriðin, brennan, flugeldasýningin, brekkusöngurinn, og böllin fram á rauða morgun,......,ég finn alveg lyktina, búhúhú.


mbl.is Af nógu er að taka á útihátíðum vítt og breitt um landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband