Færsluflokkur: Bloggar
23.8.2007 | 09:44
Bróðir hennar var laminn á menningarnótt, eldri systir hans sagði svo sú litla heyrði:
"Ég er alveg fjúríus, og ætla að finna þessa skratta."
"Ég líka frúrriusss" gall í þeirri litlu, og allt gleymdist á augabragði nema glóðaraugað.
Það held ég nú......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Eftirfarandi auglýsing er klippt út úr einu fréttablaða landsins í dag:
HEY TIL SÖLU (21.8.2007)
Til sölu er hey í rúllum ódýrt ef samið er strax. Uppl. í síma xxxxxxx
Ef þú semur ekki strax, þá er það ekki ódýrt, eða hvað? Spurning um að bíða í eins og tvo mánuði og sjá hversu mikið það hækkar á þeim tíma. Kannski verður það bara óseljanlegt eftir þann tíma, og þá er örugglega rétti tíminn til að kaupa það.
Jess sör...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2007 | 20:08
Mér finnst yfirleitt ekki skipta miklu máli í hvaða fötum ég geng, og er oftast í því sem mér þykir þægilegast í það og það skiptið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.8.2007 | 19:39
Er þetta alvara eða gúrkutíð í fréttum
Hvaða farsími getur tekið upp heila bíómynd? Venjulegir símar geta tekið upp nokkrar mínútur. Og þó hann hafi kannski tengt beint á netið, þá, í hvaða myndgæðum er þetta í spilun af netinu?
Þetta er nú bara hux.
Jahérna.........
Ástrali ákærður fyrir að dreifa kvikmyndinni um Simpson fjölskylduna ólöglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 21:29
Tónleikarnir á Laugardagsvelli
stóðu engan vegin undir væntingum mínum, og sé ekki eftir að hafa setið heima. Eina atriðið sem eitthvað var varið í voru Eyþór, Þorvaldur og Andrea. Bubbi klikkaði algjörlega með því að koma fram eins og verkalýðsforingi og rífa kjaft um eitthvað sem hann hefur greinilega ekki hundsvit á. Og að kóróna ruglið með að spila einn á gítar fyrir 30 þúsund manns og halda því fram sjálfur að hann "rokkaði" rugl. Stuðmenn, neee virkar ekki á þessari jörð að leika einhverja uppgjafa þjóðverja. Bjöggi minn, vertu heima. Helgi Björnsson reyndi en gat ekki, en set hann þó í annað sætið. Drengja og stúlknakórar (tríó) uss uss uss. Óperusöngvari, neibb, bara fyrir uppgjafa húsmæður að norðan.
Gleymi ég einhverju?,,, þá það
Það held ég nú....................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.8.2007 | 10:43
Eins gott að Greenpeace reyni þetta ekki hérna á Íslandi
því það er ekki víst að svona klám verði leyft hér í okkar græna og kynlausa landi. Og næsta víst að svona fyrirbæri verði útilokað frá innflutningi eins og aðrir klámmyndleikarar haf fengið að reyna.
Hélt að bannað væri að nota klám í auglýsingum...eh kannski ekki.
Það held ég nú.........
Hundruð nakinna manneskja á svissneskum jökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.8.2007 | 08:19
Síðustu gestir Menningarnætur á leið heim
Æ mikil skelfing er nú gott að hafa sofið allt þetta af sér. Heyrði drunurnar hér upp í sveit um miðnættið og lét það nægja. Vonandi eru öll kurl komin til grafar varðandi nóttina, og að við fáum ekki eitthvað hryllilegt í bakið þegar líða fer á daginn.
Til hamingju allir sem skemmtu sér vel.
Síðustu gestir Menningarnætur á leið heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 22:53
Svaf yfir blogginu, en hrökk upp við fréttirnar í sjónvarpinu
Sólin léttist um 4 miljón tonn á sekúndu og geri aðrir betur. En eftir 5 milljarða ára slokknar á henni og allt líf þurrkast út.
Jæja kannski best að hafa ekki áhyggjur af því alveg strax.
Hef meiri áhyggjur af því að fólk fari nú að hunskast úr sumarfríum, svo ég komist í haustfrí, áður en öll laufin falla (eins og Frammarar) í Danaveldi.
Það held ég nú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.8.2007 | 22:51
Kvöldblogg eftir rok og rykdag
Ekkert sosum sérstakt bara að fikta á lyklaborðið til að færa síðustu færslu neðar. Nenni ekki að setja mig inn í málefni dagsins, hef bara ruglað svolítið í kommentakerfinu og örglega pirrað einhvern gáfubloggarann. Það eru nefnilega sumir hérna sem vilja að allir bloggi gáfu og málefnalega. Ég er nú bara alls ekki sammála því, finnst bara að það megi nota bloggið líka eins og maður talar við mann á götunni, og ef það hentar ekki einhverjum þá bara hann um það. Bolur bloggari, bloggaði Nano-blogg og bara fínt fyrir hann, en ekki aðra sem tuðuðu endalaust yfir því og sármóðguðust. Ekki eins og eigi að gefa allt þetta út á bók, eða hvað? Maður má vera reiður, glaður, sorgmæddur, hissa, móðgaður, forvitinn, gáfaður, heimskur....gleymdi ég einhverju?.. örugglega. Sumir hérna hafa bent mér á góðar leiðir til þess að skrifa og það er gott að eiga það í handraðanum ef manni hugnaðist hugarró eitthvað kvöldið. Já já og bara á því að fylgjast með sumum síðunum hérna lærir maður bæði hvernig á að setja upp skemmtilegan og góðan texta sem og útgáfu (publishing) bloggsíðu. Svo er að koma hugsunum sínum, í bland við fréttatengt efni á framfæri, gera sumir betur en aðrir. Neibb, er ekki að smjaðra neitt, nei nei.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)