o - Hausmynd

o

Af gallabuxum og tuskubúðum.................

IMG_3060Þó að ég sé nú fluttur af Skaganum þá á ég ennþá lífsafkomu mína, bæði veraldlega og af hinum tilfinningalega heimi, undir þessum rokgjarna tanga.

Svo að efninu:

Maður kaupir sér nú ekki gallabuxur á hverjum degi. Ég hafði safnað kjarki í nokkra mánuði fyrir því að heimsækja eina af helstu tískuvöruverslunum Akurnesinga og á föstudaginn lét ég til skarar skríða, aðallega vegna þess að það var farið að sjást full mikið af beru holdi í gegn um þessar sem ég keypti 2007.

Verðið var 22.978 ISK. W00t

Hárið á mér gránaði aðeins meira, ég þakkaði fyrir og gekk út buxnalaus. Blush

Eins og alþjóð veit þá bý ég í hinum friðsama bæ Kópavogi og stutt að fara í Hringlu allra landsmanna, þar sem úir og grúir af 2007 búðum sem selja allt frá bláum Ópölum upp í splunkunýja Massey Ferguson með drifi á öllum, hef ég heyrt.

En sum sé, ég renndi þangað áðan og hrasaði og datt inn í ónefnda Blendingsbúð þar sem ég fékk tvær gallabuxur og tvo stuttermaboli fyrir sama pening og einar buxur áttu að kosta á Akranesi, takk fyrir.

Það var nú ekki annað sem ég vildi koma að í umræðunni.

Myndin sem fylgir fréttinni tók undirritaður á bökkum Laxár í Leirársveit og tengist hún fréttinni ekki á nokkurn hátt.

Þakka áheyrnina ..................................

 


Myndir af bruna á Marbakkabraut í Kópavogi.

_MG_3625

_MG_3649

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einn fluttur á sjúkrahús.


mbl.is Búið að slökkva eld á Marbakkabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rölti í bæinn í von um einn tvöfaldan Latte á Café París................

Það féll um sjálft sig, því þar var fyrir fullt af skrítnu fólki sem hafði yfirtekið staðinn og næsta nágrenni.

En.......vííííííí hvað var gaman.

Fólkið jafnvel ávarpaði mig að fyrra bragði eins og ég væri bara venjulegur borgari, siðprúður, ósmitaður og aldeilis ekkert hættulegur. Að vísu skildi ég ekki tungumálið, en hvað með það. Svona lagað yljar gömlum manni um innvolsið, og íslendingar með sín ísköldu hjörtu mættu alveg íhuga að svona fyrirbæri eins og að tala við ókunnugan, gæti alveg gefið af sér.

_MG_3358_MG_3360

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

_MG_3370

_MG_3376

 

 

 

 

Afsakið nöldrið kæru landsmenn, og þakka þeim sem hlýddu....................


mbl.is Víkingavalkyrjur á vappi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tók eftir því í gærkvöldi að ég er ógiftur................

caveman,televisionog þarf þess vegna að gifta mig sem fyrst, eða alla vega áður en haustvertíðin hefst.

Sem sagt í hálfleik þar sem Börsungar voru yfir gegn Júnæted, fann ég til mikillar þurrðar í kverkunum og tók eftir því að ölið var enn þá inn í ísskáp, kvöldmaturinn ekki tilbúinn, ég illa lyktandi eftir amstur dagsins og ekkert vatn í baðkarinu.

Svo tók ég eftir öðru sem kom mér eiginlega mest á óvart, "ég var einn". Woundering

Það skal tekið fram að ég hef aldrei verið giftur svo ég veit kannski ekki alveg hvernig þetta virkar, en það hlýtur að vera eitthvað í þessa áttina því það eru svo margir svona, alltso giftir.

Þessi færsla er yfirfærð á Facebook líka, svo málið leysist sem fyrst................

 

 


"Stefnuræða foræstisráðherra".............

er ein leiðinlegasta og marklausasta setning sem ég hef þurft að búa við allt mitt líf, og býst ekki við því að það breytist neitt, héðan í af. Ekki það að ég sé að deyja alveg strax, heldur býst ég við framhaldi á stefnuræðum um ókomin ár.

Þegar ég byrjaði að aka á fjöll fyrir allmörgum árum, þá átti ég ekki GPS tæki og taldi mig ekki þurfa slíkt apparat því ég vissi sko alveg hvert ég væri að fara og hvaðan ég kom. En auðvitað lærði maður af reynslunni og varð að fá sér tækið svo maður stefndi ekki sjálfum sér og öðrum í voða.

Svo lærði ég líka að það er ekki nóg að vera með GPS tækið í bílnum. Það þarf að vera kveikt á því og tækið þarf að ná sambandi við gervitungl.

Ok nóg um það. Þið fattið þetta, er það ekki? Woundering

HunnagsflHeyrðu, svo fékk ég tvær gellur í heimsókn í morgun. Báðar afskaplega föngulegar hvor á sinn hátt. Sú sem kom á undan skellti sér beint í könnunarleiðangur um vinnustaðinn leitandi að einhverju. Feit, svarthærð með gular fallegar rendur um sig miðja.

 

 

Short skirtHin var töluvert stærri og ekki jafn feit og sú fyrri heldur há og grönn. Ljóshærð í stuttpilsi og svörtum sokkabuxum. Hún hafði berar axlir og handleggi sem báru roðamerki sólargeisla vorsins. (Arrggg... hvað ég er rómó.) Blush

 

Hún vissi alveg hvað hún vildi og arkaði beint að kaffivélinni og fékk sér og mér Café Noir. Við sátu og kjöftuðum um landsins gagn og nauðsynjar í klukku tíma, þó helvítis þvottavélarnar hafi gargað á mig síðasta korterið.

Sú ljóshærða er nú farin en svarthærða skassið situr móð og másandi í glugganum og horfir vonaraugum á eplatréð fyrir utan. Hana ætla ég að taka með mér heim á eftir, frysta hana og afþíða svo þegar ég hef tíma til að taka af henni nærmyndir.

Akið á guðs vegum og notið GPS...............................................


Þegar maður hefur drukkið of mikið kaffi...............

red-lipsog reykt of mikið yfir daginn verður manni hálf óglatt af öllum ósómanum.

Þannig leið mér þegar ég horfði ofan í magann á norska Júróvison-stráknum og sá ekki betur en að smáþorskur af Svalbarðasvæðinu synti um í mjólkurhvítu munnvatninu. Þá vöktu kinnarnar innanverðar á drengnum löngun mína í nætursaltað með hömsum.

Jebb við erum að tala um sigurvegarann, því miður.

Verð að fara að hætta að reykja. Blush

 

Til hamingju með mánudaginn og ríkistjórnina.

Var það ekki þetta sem þið vilduð, bjálfarnir ykkar. Angry

Allt er þegar þrennt er og fullkomið í fjórða....................


Við villtumst í skógi steypuhlunka..............

Eydís Lára_2með glerjuðum götum

fyrir fólkið

svo það sæi út. 

Allt svo, við vorum á leið upp í Heiðmörk og hugðist ég aka þangað eftir minni, og þetta átti ekki að vera ljóð.Shocking

Náðum þangað loksins og nutum þess.

"Af hverju"? var uppáhalds settninginn hennar um helgina.

 

"Af hverju deyr fólk"?

"Af hverju erum við með haus"?

"Deyrð þú pabbi"?

"Afar og ömmur deyja bara" GetLost

Um kvöldið uppi í rúmi:

"Villtu lesa fyrir mig pabbi"?

"Á ég að þurfa að segja þetta aftur"? W00t

Munum eftir smáfuglunum........................


Ég þurfti að fara í bankann í morgun...................

Labb1og gekk sem leið lá framhjá sætukonunni á fyrsta borði.

Var í grallaraskapi, sneri við og spurði hana:

"Hvað ætlið þið að gera fyrir heimilin í landinu?"

Hún horfði á mig með augum sem sögðu "þú ert ekki heimili, þú býrð einn"

Ok, ég reyni annað trikk.

"Hvað ætlið þið að gera fyrir fyrirtækin í landinu?"

Hún horfði á mig með augum sem sögðu "þú ert ekki fyrirtæki, þú vinnur einn"

 

Jamm, reyni þá síðasta trikkið.

"Viltu dansa?"

Hún brosti.

Ég slurpaði hana á hálsinn, gekk að gjaldkeranum og lagði inn sjöhundruð og fimmtíu þúsund.

Þegar ég fór út úr bankanum heyrði ég hana hneggja lágt.

Sjaldan fellur eikin langt frá egginu.............................


Ég er hrútur og gaspra stundum af engu viti............

en mér finnst ég ekkert vera aumkunarverður samt. 

Mörg hetjan í björgunarleiðangri Íslands, hefur gert sjálfan sig aumkunarverðan í sjónvarpinu undanfarna mánuði, og þá oft með gaspri.

Örugglega allt hrútagrey.

til pabba síns

 

Þetta bréf sem gert var fyrir mörgum árum af barnungri dóttur minni, sem stendur nú á tímamótum í lífi sínu, hangir upp á vegg hér á bæ, og hefur oft hlýjað gömlum hrúti um hjartaræturnar í gegn um súrt og sætt.

Hvað þarf maður svo sem meira en svona viðurkenningu til að byrja daginn hress og kátur.

 

 HrúturHrútur: Þú pælir sjaldan í hvers vegna lífið leiki við þig, en gerðu það núna. Ekkert er aumkunarverðara en sá sem gasprar af engu viti.


Mér rennur kalt vatn milli skips og bryggju.........

2+2=19get nú ekki sagt annað.

Og geng bara með veggjum og engu öðru, í bili.

Þó er aldrei að vita nema maður fari að ganga með hurðarás um öxl.Pinch

Hafið Ástríkan dag, öll þarna úti.............


mbl.is Karl gengur með tvíbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband