16.4.2009 | 13:58
Ég þurfti að fara í bankann í morgun...................
og gekk sem leið lá framhjá sætukonunni á fyrsta borði.
Var í grallaraskapi, sneri við og spurði hana:
"Hvað ætlið þið að gera fyrir heimilin í landinu?"
Hún horfði á mig með augum sem sögðu "þú ert ekki heimili, þú býrð einn"
Ok, ég reyni annað trikk.
"Hvað ætlið þið að gera fyrir fyrirtækin í landinu?"
Hún horfði á mig með augum sem sögðu "þú ert ekki fyrirtæki, þú vinnur einn"
Jamm, reyni þá síðasta trikkið.
"Viltu dansa?"
Hún brosti.
Ég slurpaði hana á hálsinn, gekk að gjaldkeranum og lagði inn sjöhundruð og fimmtíu þúsund.
Þegar ég fór út úr bankanum heyrði ég hana hneggja lágt.
Sjaldan fellur eikin langt frá egginu.............................
Flokkur: Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Facebook
Athugasemdir
Rosalega veit hún mikið um þig.......
....svo dansar þú ekki. Stelpur dansa!
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 14:14
Hehehehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2009 kl. 14:25
Þröstur ef hún hefði sagt já við spurningunni um hvort hún vildi dansa, hefðir þú þá ekki bara sagt við hana: Nú dansaðu þá.
Ekki varstu að spyrja hana hvort hún vildi dansa við þig?
Sverrir Einarsson, 16.4.2009 kl. 14:30
Já Hrönn. Bankakvennmenn vita mikið.
Nei Sverrir fyrir mig, þar sem ég hef ekki fundið Goldfinger enn þá.
Þröstur Unnar, 16.4.2009 kl. 15:11
Fer nú hver að verða síðastur að æfa listdan á goldfinger
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 17:07
Ertu í alvöru fluttur í Kópavoginn?
Ía Jóhannsdóttir, 16.4.2009 kl. 20:10
hehehehe !!!
Kærleiksljós frá Lejrekotinu
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 20:31
Jamm Ía, í alvöru sko.
Ljós til þín líka Steina.
Þröstur Unnar, 16.4.2009 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.