17.11.2008 | 19:45
Tekur sæti á þingi ...................
Íturvaxin norðlensk skutla á besta aldri tók eitt sæti úr Landsbankanum á Akureyri (held ég að það heiti) og komst bara alls ekki upp með það. Jakkalafar bankans eltu hana um þvert og endilangt þorpið þangað til hún gafst upp á hlaupunum, og ákvað að verða bara listamaður.
Eygló Harðardóttir má taka sæti, og má líka setjast á Alþingið.
Má ég kasta hangikjöti í Alþingið? Neeee
Kveðja
Bjarni & Guðni ehf............................
Eygló tekur sæti á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þessi stóll laus?? (ég hristi stólinn varlega) já, já hann er ekkert límdur niður. seint myndi ég henda frá mér hangikjöti en gellum, það er annað mál.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 20:01
Taka stöðu, taka sæti, setjast Á alþingi.
Góð vísa endar svona................og kastaði kveðju á náungann en feilaði!!
Gerist ekki betra.
Flugfélagið auglýsti Laus sæti, Svandís Svavars borgarfulltrúi fékk eitt og þeir hættu að aulýsa þessi lausu sæti.........skil ekki af hverju.
Ég er alltaf að mæta alhvítum bílum þegar ég er í Árnesi á nóttunni, held að þeir séu að koma úr Búrfelli eða Sprengisandi, vel klakabrynjaðir flott sjón það
Sverrir Einarsson, 17.11.2008 kl. 22:18
Hvað ertu að gera í Árnesi á nóttunni?
Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 23:08
Það er atvinna mín að vera að þvælast þarna á nóttunni, sex nætur í röð og svo þrjár í frí, (er í svoleiðis fríi núna).
Í alvöru ég er að dreifa Fréttablaðinu og Mogganum um uppsveitir Árnessýslu, Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu, Hvolsvöll og Þorlákshöfn.
Sverrir Einarsson, 18.11.2008 kl. 02:23
aha!! Þú ert maðurinn sem fleygir stabbanum fyrir utan Bónus!
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 13:22
u2 get a room.
Þröstur Unnar, 18.11.2008 kl. 13:29
Hvaða æsingur er þetta Þröstur? Maður fer ekki og kaupir sér rúm með bláókunnugu fólki.......
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.