Nú hafa tæplega 8000 manns skrifað undir áskorunina til ríkisstjórna heims um að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að útrýma þessu alvarlega mannréttindabroti.
Átakinu lýkur nú á fimmtudaginn, 13. nóvember, og viljum við auka fjölda undirskrifta enn frekar fyrir þann tíma. Því skorum við á hvert og eitt ykkar að finna einn í viðbót til að skrifa undir átakið. Ef allir bæta við einum stuðningsaðila tvöfaldast fjöldi undirskrifta! Eina sem þú þarft að gera er að velja einhvern vin, fjölskyldumeðlim vinnu- eða skólafélaga og senda honum bréfið hér að neðan!
Bestu þakkir fyrir þátttökuna og stuðninginn,
UNIFEM á Íslandi
--------
Kæri/a ......
UNIFEM á Íslandi skoraði á mig að finna einn í viðbót til að skrifa undir átakið Segjum NEI við ofbeldi gegn konum sem er að finna á síðunni: http://unifem.dacoda.com/ Ég hvet þig til að kíkja á síðuna og skrifa undir og bætast þar með hóp þeirra þúsunda sem styðja átakið. Hér eru nánari upplýsingar um átakið:
Af hverju ætti ég að skrifa undir?
Til að hvetja ríkisstjórnir heims til að beita sér fyrir því að binda endi á ofbeldi gegn konum.
Hvað geta ríkisstjórnir heims gert?
Það hefur sýnt sig að pólitískur vilji til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum er eitt sterkasta vopnið í baráttunni. Í flestum ríkjum heims gæti bætt lagasetning, framkvæmd laga og eftirfylgni ásamt réttlátara dómskerfi minnkað ofbeldi gegn konum til muna.
Hvaða áhrif hefur það að skrifa undir?
Það hefur fiðrildaáhrif: Því fleiri undirskriftir - því sterkari skilaboð. Sterk samstaða um að ofbeldi gegn konum skuli ekki líðast skilar aukinni vitund um mikilvægi þess að sinna þessum málaflokki og hvaða lausnir standa til boða. Markmiðið er að gripið sé til aðgerða.
Hvaða átak er þetta?
Þetta er alþjóðlegt átak á vegum Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna eða UNIFEM sem hófst 25. nóvember 2007 og lýkur sama dag árið 2008. Nú þegar hafa nokkrar ríkisstjórnir skrifað undir átakið í heild sinni og þar með sýnt vilja í verki til að uppræta ofbeldi gegn konum. Nú þurfum við samstöðu til að senda út sömu hvatningu til annarra ríkisstjórna heims.
Hvað ætlið þið að gera við undirskriftirnar?
Í byrjun nóvember verður öllum íslensku undirskriftunum safnað saman og sendar í heild í alþjóðlega átakið. Markmiðið er að senda út það margar undirskriftir að eftir verði tekið. Markmiðið er að hafa fiðrildaáhrif!
Bestu kveðjur,
.........................
Þennan póst fékk ég áðan og langar að biðja þig sem ekki hefur skráð þig enn þá að láta vaða.
Linkurinn gegn ofbeldi er hér til hliðar á síðunni minni.
Að svo búnu þakka ég þeim sem hlýddu..........mér. Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert búinn að finna alla vegana einn í viðbót
Mama G, 12.11.2008 kl. 11:04
Jamm ég var búin að hlýða...
Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 11:11
Auðvitað hlýðir þú Hrönn.
Takk fyrir það Mamma G. Þá er tilgangi mínum með færslunni náð.
Þröstur Unnar, 12.11.2008 kl. 11:37
Takk, takk
Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 12:06
var búinn að skrifa en takk fyrir að minna á þetta
Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.