26.10.2008 | 15:37
Fékk hland fyrir hjartað...........
þegar ég las hér á fárveiku Morgunblaðinu, að það væri landsleikur í gangi.
Þetta kom eins og þruma úr heiðtæru hálofti og sló mig beint í aldraðan minnislykilinn, sem vaknaði af dvala og lét mig tengja við fréttina.
Þá kom í ljós að þetta var bara skvísu-landsleikur.
Ok held áfram að skúra og hlusta á káká syngja þú og ég.............
Ísland færðist skrefi nær EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú gerir þér auðvitað grein fyrir því að þetta "bara" skvísulið á möguleika á að komast lengst allra liða í knattspyrnu frá upphafi íþróttarinnar á Íslandi, er það ekki? Tel það þó nokkuð merkilegra en "árangur" veikburða karlaliðs okkar, enda Ólafur þjálfari sagt það sjálfur upphátt að liðið eigi ekki von um að komast áfram í undankeppni HM.
Fyrir utan það að þjóðinni veitti nú ekki af smá jákvæðum fréttum af árangri erlendis, þannig að ég ætla að bjóða þér að stíga niður af hásæti þínu og endurskoða þetta viðhorf þitt gagnvart kvenfólki í íþróttum.
Jón Flón (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:47
bara skvísu-landsleikur...
skammastu þín.
Kristinn Snær Agnarsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:51
Skammarlegt að þessi leikur sé ekki sýndur í sjónvarpinu.
Róbert Þórhallsson, 26.10.2008 kl. 15:56
Sjónvarpið mitt eða allavega textinn sem kemur á skjáinn þegar ég skipti á RUV segir að landsleikur sé í gangi þar... ætli þeir hafi gleymt að kveikja á myndavélinni... Skammarlegt af RUV
Stefán Þór Steindórsson, 26.10.2008 kl. 16:01
Noh, minn bara búinn að hleypa mönnum upp hérna
Ég sem ætlaði að koma með smá fyrirlestur, sé að ég þarf þess ekki
Guðrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:15
Vonandi að síðuhaldari sé með misheppnaðan djók í gangi, þegar hann talar svona niður til stelpnanna.
Þeir hjá RÚV töluðu ansi mikið um það fyrir helgi að þeir hefðu gert allt sem þeir gátu til að tryggja útsendingu á leiknum, en allt kom fyrir ekki. Írska ríkissjónvarpið var ekki tilbúið að senda tökulið á leikinn sem RÚV myndi borga, RÚV fékk ekki mannskap ytra til að taka leikinn upp fyrir þá og svo virðist ekki hafa verið möguleiki á því að senda hreinlega mannskap út til að taka upp og sjá um þetta.
En auðvitað eiga leikir sem þessir að vera sýndir, jafnvel þó það sé "bara" skvísu-landsleikur
Smári Jökull Jónsson, 26.10.2008 kl. 16:29
Ríkisútvarpið og sjónvarpið ættu að skammast sín.
Reynið að hlusta á GSM útsendingu útvarpsins frá landsleiknum.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Skammist ykkar.
hjalti (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 16:31
Hehe... þeir sem halda að Þröstur sé að dissa stelpur hafa ekki lesið bloggið hans og þekkja ekki strákinn.
Hann er að stríða ykkur, kjánaprik!
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:53
Gunna þó. Datt þér virkilega í hug að flytja opinbera stríðsyfirlýsingu við aldraðan bróður þinn hér?
Strákar mínir róið ykkur inn í kvöldið.
Takk Lára Hanna að standa með gamlasínum í galsanum.
Þröstur Unnar, 26.10.2008 kl. 17:38
BARA?
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 17:57
Þessu hafðirðu nú gaman af!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 19:40
heheheh meira svona!!! Skemmtileg uppákoma hér. Kveðja inn í góða viku Þröstur minn.
Ía Jóhannsdóttir, 27.10.2008 kl. 08:25
Hahahhaha, þetta er fyndin færsla og frábær komment. Hættu að æsa upp strákana! Stelpurnar þekkja þig orðið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.