10.10.2008 | 19:52
Útþynntur Hafragrautur - Hópfaðm og myglað breskt togarakex...........
Á malbikuðu bílaplani fyrir framan risavaxið hús í dönsku fánalitunum stundaði fólk hópfaðmlög, kyssingar og örugglega eitthvað annað álíka dónalegt.
Ég slafraði í mig útþynntum Hafragrautnum frá síðasta mánudegi, maulaði gamalt kex og horfði öfundaraugum á allt keleríið með í augunum.
Gæti alveg þegið eitt og eitt hópfaðmlag eftir fréttirnar, en ekki svona hrikalega opinberlega samt.
Sólin var að setjast á bak við nýju Landsbankahöllina hér á Skipaskaga rétt áðan og ég var að huxa um hvað skyldi nú verða um þetta glæsilega hús, þ.e.a. segja neðstu hæðina þar sem banki allra landsmanna átti að hreiðra um sig í næsta mánuði.
Kannski verður þarna hinn sameinaði Ríkisbanki vorra Íslendinga. Hef nefnilega stundum velt því fyrir mér af hverju þurfi að vera fjórir bankar hér í þessum bæ sex þúsund sála.
Svo ef þið kæru hópfaðmarar eigið leið fram hjá Eyrarflötinni eftir myrkur, þá er hér þiggjandi knúss.
p.s: Neibb vitleysa er þetta. Ég þakka fyrir það sem ég hef, ég hef svoooooo mikið.
Róum okkur í kveldinu og lesum góða bók, undir rúmi................
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
heyrðu heyrðu.... það er ég sem les góðar bækur undir rúmi..... Þar er öryggið! Þar er kyrrðin......
Gæti sossum alveg slengt í þig olnboga, eins og við köllum faðmlög í minni sveit - en þú verður þá að sækja það.... í gegnum göngin
Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 21:25
Ég skal sko alveg knúsa þig þegar þú átt leið hjá...
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.10.2008 kl. 00:48
Þeir eru orðnir nokkrir tugi milljarða sem hafa farið í byggingar eins og þú lýsir á Skapaskaga. Engin rök eða skýring af hverju þau voru svo nauðsynleg í framkvæmdum og kostnaður svo gigantískur og raun bar vitni. TIl hvers? Hver nýtur þessa núna?
Stórt knús inn í helgina, njótið vel feðginin. Þú átt svo mikð ....
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:28
Sendi knús yfir hafið. Góða og skemmtilega helgi
Ía Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:56
Fast knússsss inn í helgina
Brynja skordal, 11.10.2008 kl. 16:16
Kæri vinur, nú er ég sko opinberlega ógisslega væmin; búin að vera að faðma og knúsa vini og fjölskyldu í allan dag. En, eins og alltaf, les ég bloggið þitt bara alltof seint, annars hefði ég áðan brunað uppá Skaga og gefið þér stórt , fast og langt faðmlag og knús.
KNÚÚÚÚSSSSS!
Ásta (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:27
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 23:57
Takk fyrir knús og hjörtu.
Hrönn. Þetta er stolið djók frá þér. Ég færi aldrei undir rúm, nema þá helst með ryksuguna.
Þröstur Unnar, 12.10.2008 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.