29.9.2008 | 14:47
Það er ekki fyrr en þú ferð á dv púnktur is..............
sem alvöru umræðurnar byrja. Innan um kjaftaskrum fjármála sem allir hafa allt í einu svo agalega mikið vit á, og sáu þetta sem er að gerast í dag alveg fyrir, en bara ekki svona alvarlega, fannst ein miklu stórari frétt, um japanskar kjéllingar sem kunna ráðið við ofspiki.
Annars hlýtur einhver að renna styrkari stoðum undir Stoðir, með því að kaupa allt draslið á brunaútsölu eins og einn góðkunningi fjármálaheimsins orðaði það.
Hér er allt í gúddí, og minn bara blankur og fínn...................
Stoðir óska eftir greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Daginn gamli, já þar kom að því að það þykir gott að vera blankur eins og ég og hafa engu að tapa.
Hver á að kaup þegar enginn hefur peninga milli handanna til að kaupa fyrir, þeir hurfu jú allir í bankanum.
ps. penninn minn er týndur svo nú get ég ekki "eignast" neitt
Sverrir Einarsson, 29.9.2008 kl. 16:28
Sæll sjálfur Sverrir.
Átt þú ekki að vera úti að aka?
Annars sýnist mér að Dabba vanti bílstjóra.
Þröstur Unnar, 29.9.2008 kl. 16:50
Það margborgar sig að sofa með klinkið undir koddanum, er það ekki?
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.